Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 10
446 LESBÖK MORUONBIABSINS þegar vestur fyrir járntjaldið kom. Hann var fyrst yfirheyrður í Þýska -landi og síðan í Ítalíu og fengust hjá honum rækilegar upplýsingar. Hann hafði sjálfur starfað í þeim tveimur borgum, sem Rússar nefna „Atomgrad“ 1 og 2, og frásögn hans ber alveg saman við það, sem vjer höfum fengið að vita hjá rúss- neskum efnafræðingi. sem hafði unnið í Atomgrad 1. Af þessum upplýsingum og öðr- um upplýsingum, sem vjer fengum frá trúnaðarmönnum vorum í Ev- rópu, fengum vjer að vita alt hið helsta, sem gerst hefur í kjarnorku- málum Rússa. Samkvæmt þessum upplýsingum varð fvrsta kiarnorkusprengingin hiá þeim snemma í október 1948. Þetta skeði einhvers staðar f eyði- mörkinni Karkum fyrir austan Kaspíahaf. Þeir voru að leggja seinustu hönd á sprengju, sem að vísu var alt öðru vísi en kjarna- sprengjur Bandaríkjanna, og þá sprakk hún 1 höndunum á þeim áður en þeir vissu áf. Varð af þessu stórslys og fórust þar nokkur hundruð manna, sem komnir voru til þess að vera við tilraunina, þar á meðal nokkrir helstu kjamorku- fræðingar Rússa. Auk þess fórust eða særðust nokkrar þúsundir manna, sem áttu heima þar í um- hverfinu. Tjón varð geisilegt. Rúss- neska stjórnin varð skelfd út af þessu óhappi og reyndi að breiða yfir það með því að tilkynna að óvenju öflugur jarðskjálfti hefði orðið á þessum slóðum. Og sann- leikurinn er sá, að jarðskjálfta- mælar víðsvegar um heim sýndu jarðskjálfta á þessum slóðum hinn 5. október 1948. Af reynslunni læra menn. Rússnesku vísindamennirnir höfðu áður en þetta var, fengið að vita að skilyrðið fyrir því, að kjama- sprenging geti orðið, er það, að magnið af úraníuin 235 í sprengj- unni sje ekki minna en tvö kíló og ekki meira en 100 kíló. Hitt vissu þeir ekki, sem amerísku vísinda- mennirnir vissu, hvar er hin „hættulega hleðsla“ það er að segja hvað minst þarf af úraníum til þess að keðjusprenging geti orðið. Nú hafði þetta óhapp kent þeim það. Þeir sáu að þeir höfðu ofhlaðið sprengjima. Með þessa þekkingu gátu þeir nú byrjað á því að framleiða aðra sprengju. Hún var fullsmíðuð í júlí- mánuði 1949, og hún var sprengd vestan í Úralfjöllum hinn 14. júlí. Þar var fengin fyrsta sönnunin um það, að Rússum hefði tekist að gera kjarnasprengju. Þó þurfti að rann- saka þetta mál betur, og það var því ekki fyr en 23. september að Truman forseti gaf út sína alkunnu yfirlýsingu um það, að Rússar ættu nú kjarnasprengju. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sje komið. Hvaða þýðingu hefur nú það, að Rússar voru þetta á eftir Banda- ríkjamönnum að framleiða kjarna- sprengju? Hve langt eru Rússar nú á eftir Bandaríkjamönnum? Þetta eru þýðingarmiklar spumingar, sem nú skal leitað við að svara. Hinn 14. júlí 1949 voru kjam- orkurannsknir Rússa á nákvæm- lega sama stigi og kjarnorkurann- sóknir Bandaríkjanna voru hinn 16. júli 1945, þegar fyrsta kjarna- sprengjan var reynd og sprengd hjá Alamogordo í New Mexiko. Með öðrum orðum, Rússar eru fjórum árum á eftir Bandaríkjunum í því að hagnýta kjarnorku í hernaðar- skyni. Þessi fjögurra ára mismunur mun óefað haldast fyrst um sinn. Það getur ekki dregið saman með þeim, á meðan Rússar eru að kom- ast af tilraunastiginu yfir á verk- smiðj uframleiðslu kj arnasprengj a. Bandaríkin áttu við nær óyfir- stíganlega erfiðleika að etja meðan á þessu tímaijili stóð hjá þeim. Það er nú óhætt að segja frá því, að á árunum 1946 og 1947 horfði mjög óvænlega um framleiðslu kjarna- sprengja í Bandaríkjunum. Þau höfðu rekið sig á alveg óvænta erf- iðleika þegar að því kom að fara að framleiða kjarnasprengjur í stór -um stíl í verksmiðjum. Og það var ekki fyr en á árinu 1948 að þeim hafði tekist að sigrast á þessum erfiðleikum. Hin vísindalega stofnun í Ale- mogordo, þar sem fyrstu sprengj- urnar voru framleiddar, er nú orð- in algjörlega úrelt og ónothæf. Það tók oss fjögur ár að koma fram- leiðslu kjarnasprengjanna á fastan grundvöll og fullkomna smíði hinna ýmsu hluta, sem nauðsyn- legir eru í hverja kjarnorku- sprengju. Síðan 16. júlí 1946 höf- um vjer aðeins sprengt 8 kjarn- orkusprengjur og þar af voru ekki nema þrjár af fullkominni gerð. Verða afdrif mannkynsins ráðin árið 1956? Ef vjer gerum ráð fyrir því að Rússum takist á jafnlöngum tíma að gera það, sem vjer höfum gert, þá eiga þeir engar kjarnasprengju verksmiðjur fyr en árið 1952, og jeg geri ekki ráð fyrir að þær verði komnar upp fyr en 1953 eða 1954. En þótt svo færi, þá eiga þeir ekki nóg hráefni þá, svo að það er í fyrsta lagi árið 1956 að þeir geti hafið kjarnorkustríð. Hvemig Rússum hefur gengið fram að þessu. Hinn 7. ágúst 1945, daginn eftir að kjarnorkusprengju hafði verið varpað á Hiroshima, voru fimm helstu frumeindafræðingar Rússa kvaddir á fund Stalins, eins og lífið lægi við. Eftir langar samræður fullvissuðu vísindamennirnir Stal-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.