Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 7
LKSBÓK MQRGUNBUAÐSrNS 443 flotaþjóð heimsins. Þeir eiga 5 orustuskip, 12 flugvjelamóðurskip, 28 beitiskip, 111 tundurspilla, 67 kafbáta og fjölda annara skipa. Menn mega ekki láta það villa sig hvað Bretar hafa lítinn land- her. Það er í samráði við hin rík- in í Atlantshafsbandalaginu að Bretar leggja aðalkapp á að efia íiugher sinn og flota. í London gengur skrítla, sem sýnir það hvernig hinir íhaldsömu Bretar taka hinum nýa vígbúnaði. Tvær aldraðar konur voru að fara upp í þrýstilofts flugvjel. Önnur þeirra sneri sjer að flugmanninum og sagði í viðvörunartón: „Ungi maður, þjer skuluð ekki dirfast að fljúga hraðar en hljóðið fer, því að við vinkonurnar höfum um margt að spjalla." Hinir breyttu tímar hafa ekki drepið niður kímni -gáfu Breta. DANMÖRK liefur mikla hernaðar- lega þýðingu, þótt íbúar þar sje ekki fleiri en í Chicago, vegna þess að hún hefur vald á sundunum inn í Eystrasalt. — Landvarnir Dana bvggjast á lögum um herskyldu frá árinu 1849. Yngstu 8 árgangarnir er hinn fasti her, en næstu 8 árgang- ai varaliðið. Á stríðstímum getur Danmörk haft 100.000 manna her á að skipa. Kjarni hersins er lífvarðarsveit konungs. Einkennisbúningur þeirra er heljarmikil bjarnarskinnshúfa, bláar buxur og rauðar treyjur, og iíta þeir hálf kátbroslega út í þess- um búningi. En ,menn skulu ekki dæma þá eftir því. Hinn 19. sept- ember 1944 hófu menn þessir skot- hríð á nasista er þeir ætluðu að taka konungshöllina Amalienborg. Fjöldi Þjóðverja fell, og síðan hurfu hinir frá og hættu við að taka höllina. Þegar þetta skeði höfðu Þjóðverjar ráðið lögum og lofum í Danmörku í fjögur ár! Sennilega er þó Grænland stærsta framlag Danmerkur til Atlants- hafs bandalagsins. Grænland er miðstöð á flugleiðinni um norður- höf milli Ameríku og Evrópu. — Þrent var það sem Bandaríkjamenn græddu á því þegar Danir ljetu þeim Grænland eftir í seinustu styrjöld: 1. þau fengu þar dýrmæta varnarstöð, 2. þau fengu þar hinar dýrmætu kryolitnámur, og 3. þau fengu þar hinar þýðingarmestu veðurathugunarstöðvar, svo að það varð að máltæki hjá flughernum: ,í Grænlandi vitum við í dag hvernig veðrið verður í Þýskalandi á morgun.“ Ef rússneskar flugvjelar ætla að gera árás á New York, verða þær að fljúga yfir Grænland. Þess vegna er það ómetanlegt að hafa yfirráð þar. ÁÐUR en rússneskar flugvjelar komast þó svo langt, verða þær að fljúga yfir ísland. Það var áður í konungssambandi við Danmörk, en fuilvalda ríki síðan 17. júní 1944, og er einn aðilinn í Atlantshafs- bandalaginu. ísland hefur engan her, engar hervarnir og engan flota. Að vísu sagði þjóðrækinn ís- lendingur: „Jú, við eigum þrjú varðskip.“ Danmörk er lítið betur á vegi stödd, því að þótt hún eigi fleiri skip, þá er miklu meira krafist af henni. Hún á tvær freigátur, 10 tundurbáta og þrjá kafbáta. Og með þessum flota á hún að víg- girða Sundin, svo að Eystrasalts- floti Rússa komist ekki út í At- lantshaf. NOREGUR hefur markað afstöðu sína með konunglegri tilskipan 10. júní 1949, þar sem svo segir: „Ef árás er gerð, eru allir herskyldir. — Berjist þótt alt sýnist vonlaust. Skeytið engu hótunum nje refsi- aðgerðum. Baráttunni verður að halda uppi utan landamæranna án tillits til fyrirskipana, sem gefnar kynni að vera út í nafni konungs og stjórnar, ef á valdi óvinanna eru. Handtekinn liðsforingi má ekki gefa óvinunum neinar upplýs- ingar“. Þarna er hinn ósveigjanlegi bar- áttuhugur Norðmanna eins og hann er nú. Vegna þess að Noregur á landa- mæri að Rússlandi á kafla, þá lÖgðu Rússar fastar að NorðmÖnnum en neinni annari þjóð, að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið, Það er ljóst vitni þess hve geisi mikla hernað- arþýðingu Noregur hefur. Siglinga- leiðin til Murmansk og Archangel liggur um sundið milli Noregs og Spitzbergen. Noregur hefur mörg góð strand- vígi, þar af 300, sem Þjóðverjar gerðu til að tryggja sig þar á her- námsárunum, en urðu að hlaupast frá í stríðslok. Þeir skildu eftir mikið af hergögnum þar og í Dan- mörku, og eru nú þessi tvö lönd að skifta þeim bróðurlega á milli sín eftir því hvað hvoru hentar best. Danir fá t. d. loftvarnabyssur og tundurskeyti hjá Norðmönnum, en láta þá í staðinn fá stórar fall- byssur. í Noregi geta Vesturveldin haft flugbækistöðvar og þaðan er hægt að gera árásir inn í hjarta Rúss- lands. Norðmenn eru ekki sjálfir færir um að gera slíkar árásir, því að þeir eiga ekki nema 98 flugvjel- ar. aðallega Vampire, Spitfire, Moskito og Sunderland. — En ef Bandaríkin, Bretland og Kanada koma til skjalanna, þá verður Nor- egur hinn reiddi hnefi vestrænu ríkjanna. Norðmenn hafa haft herskyldu í 300 ár og í her þeirra eru kenn- arar, sem kenna fjelagsfræði, og er það einstakt. En Norðmenn segja: „Þeir, sem eiga að verja Iýðræðið, verða að vita hvað lýðræði er.“ Þeir treysta mest á heimavamar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.