Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 14
f 450 ” LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Það er viðsjárvert að ganga í svefni Eftir M. M. Miisselman. JEG VAKNAÐI í myrkri og sat þá i í baðkerinu. Fyrst í stað var mjer s ekki ljóst hvernig jeg hafði kom- ! ist þangað. En smám saman skild- f ist mjer það, að jeg mundi hafa gengið í svefni. Að því er jeg best veit, var þetta í fyrsta skifti sem það kom fyrir mig. Og það var auðvelt að giska á hvers vegna það hafði skeð. Jeg var þá í bræðraskóla. Þar voru 26 „bræður“ en aðeins tvö baðker í húsinu. Jeg hafði því einsett mjer kvöldið áður að verða fyrstur á fætur og komast í bað á undan öðrum. En vegna þess að jeg hafði hugsað svo fast um þetta, hafði jeg risið á fætur í svefni um miðja nótt til þess að fara í baðið. Lengi á eftir var jeg logandi hræddur um að fjelagar mínir mundu komast að þessu. Það gengu sögur um pilt, sem hafði verið þarna árið 1910 og gekk í svefni. Þær sögur voru þannig, að mig langaði ekki til þess að verða arftaki hans. Mig langaði ekkert til þess að verða annálaður á þann hátt í skólanum. eiturlyíjum var smyglað inn í fang -elsi. Vissu menn lengi vel ekki með hvaða hætti það var gert, því að allra varúðarráðstafana var gætt. Að lokum komst það upp, að eitur- \ lyfin höfðu verið pressuð með heitu ( jámi inn í kraga á skyrtum, sem ! föngunum voru sendar, og þeir ! gátu notað sjer það með bvi að sjúga skýrtukragana. ......... (Macleans Magazýie). Þegar frá leið gerðist mjer rórra í skapi, því að enginn virtist hafa orðið var við þetta. Aðeins einu sinni gekk jeg í svefni eftir þetta um veturinn. Það var í prófi og erfiður dagur framundan. Jeg vaknaði um miðja nótt í skólastof- unni. Sat jeg þar við borð mitt með blýant í annari hendi en lóga- ritma kenslubók i hixmi. Seinna árið sem jeg var í skól- anum varð jeg að leita læknis. végna kuldabólgu og bjúgs í fót- unum. „Gengurðu mikið?“ spurði lækn- irinn. „Nei“. svaraði jeg. En um leið fiaug mjer í Img, að verið gæti að jeg væri á röiti á hverri nóttu, berfættur og steinsofandi. „Jeg held að þú þurfir að fá járnmeðul“, sagði læknirinn. En jeg notaði aldrei meðulin. í stað þess fór jeg i þykka ullarsokka á kvöldin og eftir það fór mjer að batna í fótunum. Það var ekki fyrr en jeg kvænt- ist að jeg íór að heyra áreiðanleg- ar sögur um svefngöngur mín- ar. EINHVERJA nótt, skömmu eftir hveitibrauðsdagana, vaknaði kona mín við það, að jeg var komínn fram á gólf og var eitthvað að brölta þar. Hún kveikti og sá þá að jeg æddi um herbergið til að reyna að komast út, en fann ekki hurðina. Hún dró mig upp í rúm- ið og vakti ýfir injer það sem eítir frar nætur. Hún þorði ekki að sofna þvi að hún. var hrasdd um aö jeg mundi þá ganga aftur í svefni og komast út. Þegar þetta hafði komið fyrir nokkrum sinnum, hætti hún að kippa sjer upp við það. Það virðist stundum vera ástæð- an til þess að menn ganga í svefni, að undirvitund þeirra lætur þá ekki hafa neina eirð fyrr en þeir hafa lokið einhverju, sem þeir hafa einsett sjer að framkvæma. Nauð- ugir viljugir eru þeir reknir á fæt- ur af undirvitundinni. Og þessi er ástæðan til þess að jeg geng í svefni. Einu sinni, þeg- ar jeg átti erfitt og vandasamt verk að vinna, varð jeg að sofa í fram- andi húsi og ljelegu rúmi. Eina nótt vaknaði jeg við það að jeg lá fyrir framan ofninn í dagstof- unni og hafði breitt ofnhlífina of- an á mig. Öðru sinni vaknaði jég frammi í anddyri og hafði þá breitt dyramottuna ofan á mig. Jeg las um mann, sem gekk í svefni, að hann gerði þá varúðar- ráðstöfun að binda snæri um úlí- liðinn á sjer á hverju kvöldi og hinum endanum um rúmstuðulinn. Þegar hann svo fór á fætur í svefni, kippti bandið í, og hann vaknaði. Jeg reyndi þetta, en það gagnaði mjer ekkert. Jeg notaði band úr saumakörfu konu minnar. En ann- að hvort sleit jeg það í svefni eða leysti hnútana. Jeg var svo leik- inn í því að Ieysa hina ram- byggilegustu hnúta í svefni, að sjálfur Houdini hefði ekki tekíð mjer fram. Konan min hafði heyrt getið um rnann, sem vandi sig af því að ganga i svefni, með því að setja glerbrot fyrir framan rúmið. Og eitt kvöldið setti hún glerbrot fyr- ir framan rúm mitt án þess að jeg vissi af. En nú vildi svo illa 'til að jeg gekk ekki í svefni þessa nótt. Um morgumrm þegar jeg öteig glaðvakar.di frarr. úf TÚih- inu, steig jeg ofan á eitt glerbrot-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.