Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGtTNBLAÐSINS a 'wnz haía íuiidið upp á því að stofna svo- nefndán klúbb í Rvík. Þeir hafa leigt nokkur herBergi þar sem menn geta komið saman á kvöldin til þess að drekka te, eta smurt brauð og fá sjer flösku af víni eða púns. Forstjórinn heldur dansleika á veturna í þessum húsakynnum og kostar hver aðgöngumiði 20 krónur. Hingað koma svo höfð- ingjarnir og handverksmennirnir, sem sagt hver sem vill, og þar fer alt mjög lýðræðislega fram. Skó- smiðurinn „færir upp ballið“ með konu stiftamtmannsins, en stift- amtmaðurinn kýs sjer konu eða dóttur skóarans eða bakarans.. — Veitingar eru te með smurðu braúði og danssalurinn er lýstur með kertaljósum. Hljóðfærin eru þrístrengjuð fiðla og flauta og mjer er sagt að það sje ljóta músíkin. Á sumrin fer heldra fólkið oft í útreið og þá er mikið um það hugs- að að haía nógar kræsingar með í nesti. Venjan er að hver leggi á borð með sjer, einn kemur með vín- in, annar með kökur, þriðji með kaffi o. s. frv. Konurnar ríða í for- láta enskum söðlum og eru í dýT- indis reiðfötum með ílókahatta og grænar slæður.' Jeg varð hissa þegar jeg komst að því að sex fjölskyldur í Reykja- vík áttu píanó, og heyrði þar leikna valsa eftir bestu tónskáld okkar og auk þess tónsmíðar eftir Herz, Liszt, Wilmero og Thalberg. En slíkur leikur! Jeg held að hinir goðu hófundar hefði ekki kannást við sín eigin verk. HOPPE stiftamtmaður var svo vaénn að heimsækja míg í dag (25. maí) og bjóða mjer í skemtiferð upp að hinu mikla Vatni. Þáði jeg það með þökkum. Eftir lýsingu stiftamtmanns á staðháttum þarna bjóst jeg við-áð þarna væri sann- kallaóur Edeh. Mjer botti Uka vænt um að £á tækifaftwi £1 þess að Isyszr ast háttum heldra fólksins. Og í þriðja lagi bjóst jeg við að geta safnað jurtum og skordýrum í þess- ari ferð. Ennfremur þótti mjer gott að æfa mig betur í því að sitja á hestbaki, heldur en kostur hafði verið á leiðinni milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavikur. Ákveðið var að leggja á stað klukkan tvö, og vegna þess að jeg hef vanist hinni ströngustu stund- vísi, þá var jeg ferðbúin löngu fyr. Klukkan tvö ætlaði jeg svo að flýta mjer þangað sem allir áttu að hitt- ast, en frú Bernhöft sagði að mjer lægi ekkert á, því að Hoppe sæti nú að miðdegisverði. Ferðafólkið kom því ekki á ákvörðunarstað fyr en klukkan þrjú, og enn gekk stund- aríjórðungur í snúninga áður en lagt væri á stað. Vegurinn var góður og gátum við þvi farið sæmilega greitt. Stund- um gafst þó íslensku hestunum kostur á að sýna fótfimi sína. Hest- urinn minn var gætinn og ófælirm, hann bar mig örugglega yfir urðir og sprungur, en jeg get ekki lýst því hvað hann var hastur. Það er mæJt að besta ráðið gegn lifrarsýki sje að vera á heslbaki. Vel má vera að það sje rjett. En jég er viss um að hver, sem hefði átt að ríða þess- um hesti í íslenskum kvensöðli dag eftir dag í mánuð, mundi vera orð- inn lifrarlaus, því að hún væri hrist sundur í eirm graut. Jeg ein reið í íslenskum söðli, all- ar hinar konurnar höfðu enska söðla. Minn söðull var eins og stóll með gjörð i baki. Maður verður að sriúa upp a sig og það er ekki unt að sitja stöðugur. Klárinn minri brokkaði á eftir hópnum og fekst alls ekki til þess að valhoppa. Eftir hálfs annars stundar reið komum við í dal nokkurn. Þar stóð risulegur bóndabær á grænu túru og skamt þaðan var dáiitil tjörn, Jeg þorði alls ekki að ympra á því hvort þetta vssaeL hið tnikla vata. m eða hvort þetta væri öll sú fegurð, sem hafði vérið útmáluð fyrir mjer, því að jeg þóttist vita að þá mundi verða hlegið að mjer. Mjer brá því þegar Hoppe i'ór að dásama nátt- úrufegurðina þarna og hve töfrandi svip vatnið setti á landslagið. Fyrir kurteisis sakir var jeg skyldug til að samsinna þessu og láta alla halda að jeg hefði aldrei sjeð feg- urra landslag nje tilkomumeira vatn. Nú var farið af baki og alhr sett- ust í grasið. Og' á meðan verið var að útbúa máltíð fyrir hópinn, fór jeg að skoða mig um. Fyrst i'ór jeg heim á bæinn. Þar var eitt stórt hús og tvö minni en auk þess skemma og mörg fjárhús', svo að jeg þóttist vita að bóndi ætti margar skepnur. Seinna var mjer sagt að hann ætti fimtíu kindur, átta kýr og fimm hesta og væri þvx talinn einhver ríkíisti bóndinn um þessar slóðir. Eldhúsið var að húsa- baki og á því var strompur, sem virtist eiga að vera einskonar skjól gegn snjó og regni, því að reykur- inn dreiíðist út um alt eldhúsið, þurkaði fisk, sem hekk þar uppi, og smaug siðan út um göt á þekj- unni. 1 stærsta húsinu var bokaskáp- ur og í honum um fjörutiu baikur. Jeg leit i sumar þeirra, og þótt jeg skilji ekki mikið í dönsku sá jeg samt að þetta mundu aðallega vera guðsorðabækur. En bóndinn virt- ist auk þess gefinn fyrir skáldskap, því á meðal Ijóðabóka rakst jeg þar a KJeist, Múller og jainvel Odysseifskviðu Homers. Jeg gat ekkert botnað í íslensku bókunmn, en mjer var sagt að það væri alt guðsorðabækur, Sein jeg hafði nu skoðað þetta fór jeg út á viðavang að leita að blomum og grösum. Blóm voru énn fa svo snemma sumars, eu margar grasategundir og þar a meðal fanq jeg viltan soaára. Etii- sá jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.