Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Qupperneq 1
c
40. tbl. Sunnudagur 29. október 1950. XXV. árgangur.
Dag Strömback prófessor:
VÍKINGAR Á HJALTLANDI
ÞETTA ER fyrri grein af tveimur, sem Dag Strömbáck prófessor hefir
ritað í „Svenska Dagbladet", og hefir Lesbók fengið leyfi höfundar til
að birta þær. —
NYRSTI útvörður Stóra-Bretlands,
Hjaltland, er á móts við Bergen og
Uppsali. Þetta eru um hundrað
eyar og hólmar og er bygð á tutt-
ugu og þremur þeirra. Þegar mað-
ur nálgast þennan eyavegg milli
Atlantshafs og Norðursjávar að
austan, þá birtist hann í undarlega
mjúkum línum. Maður átti von á
því að hitta hjer fyrir grettar og
klettóttar eyar og sker, barin af
tryltara sjávarróti en annars stað-
ar þekkist í Evrópu. En í stað þess
blasa við manni ávalar grænar ey-
ar með lágri strönd, fögrum víkum
og grösugum hálsum og hólum.
Þarna sjest ekkert trje og minnir
því landslagið á ísland, nema hvað
hjer eru hvorki fjöll nje jöklar.
Vesturströndin er aftur á móti
brattari og ygldari á svip. Undar-
legar klettamyndir, skvompur og
hellar minna þar á aðsúg Atlants-
hafsins í útsynningunum á veturna.
Maður fær nokkra hugmynd um
hve gífurlegt hafrót getur verið
hjer, er maður fer eftir hinni bröttu
klettaströnd hjá Esha Ness, og sjer
I
að hafið hefir eigi aðeins brotið
hina furðulegustu hella og raufir
í hamrana 20—25 metra háa, held-
ur hafa holskeflurnar einnig farið
yfir þá og brotið þar grassvörð-
inn.
Einkennilegir klettadrangar með
götum í gegn eða dyrum, rísa upp
úr hafinu hingað og þangað og
lengst í vestri sjest móta fyrir
hvössum brúnum litlu eyarinnar
Foula (Fugleyar), þar sem björgin
eru 300—400 metra há. Þessi ey
er rúmar fimm sænskar mílur
til vesturs frá aðaleynni, og þar
eiga heima um 80 Hjaltlendingar,
sem halda fast við fornar venjur
og siði, og heya harða baráttu við
ólgandi hafið sem svellur um-
hverfis hafnlausa eyna. Þar sem
Tacitus segir í bók sinni um Agri-
cola, að hinn rómverski her undir
stjórn hans, hafi komist til Orcad
(Orkneya) árið 80 e. Kr. og þaðan
sjeð til Thule, þá hafa sumir gisk-
að á að þar væri átt við Foula,
sem vel getur sjest frá Orkneyum
í góðu skygni vegna þess hvað hún
er sæbrött. Hitt er alveg eins senni-
legt að rómversku hermennirnir
hafi sjest áyðstu eyna á Hjaltlandi
Fair Isle, sem er hjer um bil fjórar
sænskar mílur í suður frá Sum-
burgh Head, syðsta oddanum á
Mainland. Þessi ey er lítil, en hefir
verið bygð frá ómunatíð.
* * *
Lerwick (Leirvík) höfuðborgin
á Hjaltlandi, stendur á góðum stað
austan á aðaleynni (Mainland).
Skýla henni klettahálsar að vest-
an, en að austan stór og græn ey,
sem Bressay heitir. Staðurinn hefir
á sjer fornlegan svip. Þar eru grá
steinhús, þröngvar götur og háir
múrar umhverfis fagra trjágarða
eða dularfulla bakgarða. Leirvík
stendur á stallamynduðu landslagi,
en elsti hlutinn er fram við sjó.
Þar er mjó og hlykkjótt gata, sem
nefnist „Commercial Street", og
þar eru verslanirnar og alt við-
skiftalífið. Sum húsin standa fram
í sjó, og með flóði er hægt að
steypa sjer til sunds, eða renna
færi fram af pöllum og þrepum á
þessum traustbygðu grásteinsbygg-
ingum. Upphaflega voru húsin
bygð þannig til þess að hægt væri
að hafa bein skifti við hollensku