Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Blaðsíða 6
490 LESBÓK MORCUNBLAÐSINS langstærsta hús bæarins. Og sama árið var byrjað á því að byggja nýa hæð ofan á dómkirkjuna og 1848 var hún fullbygð eins og hún er nú. Þá skrifaði stiftamtmaður Rentukammeri og fór fram á það að dómkirkjan fengi nýa dælu, sem nægði, því að nú væri turn- inn svo hár, að dælur þær, sem bærinn ætti, gæti ekki dregið svo hátt og ekki heldur upp á þak Latínuskólans. Væri því bæði þessi hús í voða, ef ekkert væri að gert. Rentukammerið sneri sjer til kirkju- og kennslumálaráðuneytis- ins um fjárframlög vegna Latínu- skólans til kaupa á nýrri dælu, en ráðuneytið svaraði því, að sjer kæmi skólinn ekkert við. Var þá leitað til innanríkisráðuneytisins um að það keypti dælu handa kirkj- unni. Það skrifar svo stiftamtmanni veturinn 1849 og segir að dæla, eins og hann fari fram á að fá, muni kos^a 600 dali, „en slík út- gjöld hljóta, eins og nú er ástatt, að vera alt of mikil, enda þess ekki að vænta, að ein dæla mundi nægja ef slys verður“. Bendir það og á, að þar' sem dómkirkjan sje úr steini og með helluþaki og standi mjög afsíðis, þá sje henni ekki svo hætt við bruna, nema þá af eld- ingu. Væri þá rjettara að setja á hana eldingavara. Svo fór um sjóferð þá. Fyrsta fjárhagsáætlun bæarins var fyrir fardagaárið 1848—49, og þar eru þessi útgjöld til bruna- mála: Slöngur í sprautur 50 rdl. Til húss yfir slökkvitól 50 rdl. Til „slökkvivoða“ 100 rdl. Til viðhalds tóla og áhalda 50 rdl. Er þetta 100 rdl. meira en ætlað var til gatna- gerðar. En við þetta mátti þó bæta launum „vagtarans“, en þau voru 200 rdl. Má á þessu sjá, að það er ekki svo lítið fje, sem bæarstjórn- in þá þegar hefir varið til bruna- mála. Fyrstu reglur fyrir slökkvilið Vilhjálmur Finsen varð bæar- fógeti hjer 1852. Hann hafði mik- inn áhuga fyrir því að Revkjavík kæmi&t í brunabótafjelag dönsku kaupstaðanna. Vildi hann því gera alt sem unt var til þess að efla varnir gegn eldsvoða. Og árið 1855 staðfestir hann fyrstu reglur fyrir slökkvilið í Reykjavík (7. apríl). Þá kafði F. E. A. Nielsen timburmeistari verið skipaður brunamálastjóri (hjet nú slökkvi- liðsforingi) og hann samdi þessar reglur. Eru þá skipulagðar sjer- stakar slökkviliðssveitir undir for- ustu brunameistara, sjerstakur brunaboði útnefndur og sjerstök húsrifssveit. í reglugerðinni segir meðal annars svo: Komi eldur upp skal brunameist- ari þegar fara til slökkvitólahúss- ins og sjá um að flokkur hans taki þá slökkvivjel, sem hann er settur yfir og flytji þangað sem eldurinn er. Brunamálameistarinn skal sjá um að bunukarlar hans sjeu í 2—3 flokkum, sem skiftast á hverja hálfa stund. Þó brunameistari sjái að slökkvivjel hans geti unnið meira gagn á öðrum stað en hún er á, má hann ekki flytja hana nema eftir fyrirskipan slökkviliðs- foringjans. — Bunukarlar og að- stoðarmenn þeirra skulu einungis stefna bununni þangað og á þann hátt sem brunameistari leggur fyr- ir. — Brunaboðinn skal undir eins og merki er gefið, fara í þann þorpshluta, sem sá slökkviliðs- flokkur býr í, sem þjónar við sömu vjel og hann, vekja þá og kalla saman. — Húsbrjótarnir skulu mæta með þau tól, sem hver ætlar að hafa, en það verður annað hvort að vera öxi eða vel skeft sleggja. Svo eru sjerstök fyrirmæli um slökkviliðsæfingar og hlýðniskyldu slökkviliðsmanna. En ekki hafði þetta þau tilætluðu áhrif, að vá- tryggingar fengist fyrir hús í Reykjavík. Lieutinant og undirofficerar Árið 1862 var skipaður nýr slökkviliðsstjóri, A. P. Wulff versl- unarstjóri hjá Knudtzon og gegndi hann því starfi í eitt ár. Á þessum tíma reyndi hann að koma betra skipulagi á slökkviliðið en verið hafði, en það var víst aðallega í því fólgið, að nú voru skipaðir „lieutinantar“ og „undirofficerar". Þá voru hjer enn þessar sömu þrjár dælur og var við hverja þeirra skipaður einn lieutinant og 5 und- irofficerar. Og þegar þessu hafði verið komið í kring, var farið að reyna slökkvitækin, en þau voru þá „hvergi fundin í því ástandi, sem með fullum rjetti mætti heimta“. Varð svo þessi hermensku bragur á slökkviliðinu til lítils gagns. Ekkert fje var til þess að kaupa ný slökkvitæki. Allir bæarbúar skyldaðir til að vera í slökkviliðinu Þegar það var ákveðið að bruna- bótafjelag dönsku kaupstaðanna tæki að sjer vátryggingar á húsum í Reykjavík, samdi bæarstjórn reglugerð um slökkvilið bæarins og var hún staðfest af landshöfðingja 31. okt. 1874. í þeirri reglugerð eru meðal annars þessi ákvæði: Allir bæarbúar, sem til þess verða álitnir hæfir, að undanskild- um konunglegum embættismönn- um og bæarstjórum, eru skyldir til þjónustu í slökkvilið bæarins frá því þeir eru 18 vetra, uns þeir eru fimtugir, nema sjúkleikur hamli. Slökkvilið stendur undir umsjá og stjórn eldsvoðanefndar bæarins eða bæarstjórn hefir yfirumsjón með því og yfirstjórn. Aðalstjórnin um umsjón með slökkvitólum er falin slökkviliðs- stjóra. Tvisvar á ári skal hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.