Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Blaðsíða 14
LISBÓ& MORG U N BLAÐSIH3
| 49a 1
Stefán Filippusson:
Fyrirlestur í' Seyðisfirði
VETURINN 1877—78 var jeg á
Vestdalseyri í Seyðisfirði Þar var
þá maður, sem Gísli hjet Eiríksson,
altaf kallaður póstur. Hann var
meðalmaður á hæð með alskegg,
vínhneigður nokkuð og var þá tals-
vert á lofti, sem kallað er.
Á þeim árum var mannmargt á
Vestdalseyri og oft glatt á hjalla,
samkomur haldnar og fyrirlestrar
fluttir. Þess vegna kom Gísla það
nú til hugar að ná sjer í aura með
því að halda fyrirlestur, eins og
aðrir. Fekk hann barnaskólahúsið
ljeð, líklega án endurgjalds og
boðar svo fyrirlesturinn.
Mörgum var forvitni á að hlusta
á Gísla og var fyrirlesturinn því
vel sóttur. Steig nú Gísli í stólinn
og hafði um margt að spjalla. Hann
byrjaði á því að tala urn veginn frá
Dvergasteini að Vestdalseyri og að
nauðsynlegt væri að laga hann „svo
þennan geislavirka jarðargróOa eru
skepnurnar sjálfar gerðar geisla-
virkar. Og úr þessum geislavirku
skepnum verða svo unnin lyf — svo
sem digitalis, insulin, atropin — og
þau eru þá sjálf geislavirk. Þegar
þau svo eru notuð er hægt með
Geigers áhaldi að fylgjast nákvæm-
lega með þeim áhrifum, sem þessi
geislavirku meðul hafa á likam-
ann.
Menn mega ekki halda á þvi, sem
hjer hefur verið sagt, að allar til-
raunir með geislavirk efni snúist
í um það að lækna krabbamein. —
■ Hitt er talið líklegra, að áður en
lýkur verði með kjarnorkurann-
sóknum fundin ráð við öllum
^ maanameinum.
að presturinn kæmist ekki óskadd-
aður á fótunum til kirkjunnar“.
Var annað eftir þessu um ambögur
karls og versnaði þó heldur er á
leið, þegar hann tók að þreytast á
mælskunni. Varð fyrirlestur þessi
ennálaður og mikið um hann talað
og mikið gaman að honum hent.
Barst fregnin og frásögnin um hann
eins og eldur í sinu um allan Seyð-
isfjörð.
Annar maður var þá á Vestdals-
eyri, Pjetur Klemensson að nafni,
en jafnan nefndur Pjetur danski.
Var hann hálfgerður fáráðlingur
og flakkari. Hann öfundaði Gísla
mjög af því hverja frægð hann
hefði áunnið sjer og hve mikið
hann hefði grætt á fyrirlestrinum.
Hugðist hann nú líka halda fyrir-
lestur og græða á því stórfje. En
áður en af því yrði kemur áskorun
til Gísla frá þeim á Fjarðaröldu og
Búðareyri að koma þangað og
halda fyrirlestur. Fylgdi það með
að þeir hefði heyrt fyrirlestur hans
mjög rómaðan af almenningi fyrir
orðsnild og áheyrilegan framburð.
Einnig fylgdi það, að hús væri til
reiðu og ait til búið að taka á móti
honum. Voru það víst heldri menn
þar innfrá, sem voru að spana karl-
inn upp i þetta.
Gísli ljet ekki dekstra sig, en
gerir þeim boð um hæl að hann
skuli koma annað kvöld og halda
fyrirlestur fyrir þá.
Þá var á Vestdalseyri skósmiður,
sem Pjetur hjet Sigurðsson, greind-
ur maður og góður hagyrðingur.
Þegar hann frjetiir um þetta fer
hann á fund Gísla og segir honum
að nú ætli þessir karlar aðeins að
henda gys að honum, og reynir á
alla vegu að telja hann af þvf a3
fara slíka forsending. En Gísli var
nú ekki á því að láta letjast. Pjetur
spyr þá hvort hann megi ekki
leggja á ráðin með honum um það
hvað hann skuli segja þeim. Jú,
það ljet GísU sjer vel líka.
Pjetur skrifar þá á stórt blað
erindi úr Passíusálmunum, en
breytti niðurlaginu eftir því sem
honum fanst betur við eiga:
Ókendum þjer þótt aumur sje
aldrei tillegg þú háð nje spje,
þú veist ei hvern þú hittir þar
heldur en þessir ræningjar.
Svo fekk harm Gísla stóran bunka
af órituðum skjölum og lagði þetta
blað ofan á. Kvað hann gott að
þeir Seyðfirðingar sæi fyrst að
karl hefði mikið til brunns að bera.
„Nú skaltu aðeins lesa þetta er-
indi yfir þeim,“ sagði Pjetur, „og
að því búnu skaltu stökkva út og
láta myrkrið gæta þín, svo að þeir
nái ekki í þig.“
Gísli lofaði að fara að ráðum
hans. Svo tók hann rauða meri,
sem hann átti og reið inn á Öldu.
Þegar að fundarhúsinu kom batt
hann þá rauðu að húsabaki og
spretti ekki af henni.
Húsið var þjettskipað áheyrend-
um og hafði hver maður greitt 25
aura fyrir innganginn. Gísli hirti
nú þetla i'je, gekk upp í ræðuslól-
inn og ruddi úr sjer þessu erindi,
sem Pjetur liaíði skrifað fyrir
hann. Svo stökk hann út í hend-
ingskasti, komst á bak þeirri rauðu
og þeysti heim til sín. Hlaupið var
á eftir honum, en enginn gat haft
hendur í hári hans. Sátu menn bál-
reiðir eftir út af því hvernig hann
hefði gabbað sig.
Pjetur skóari orkti svo brag út
af þessu, en þvi er miður að jeg
karm hann ekki allan og ábyrgist
ekki að jeg fari alveg rjett með