Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Side 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
m
Þegar dómkirkjan var hækkuð og nýr turn settur á hana, dugði ekki slökkvi-
dæla hennar. Stjórnin tímdi ekki að kaupa dælu, en vildi setja eldingavara á
turninn.
skoða og reyna slökkvitólin vand-
lega, og tvisvar á ári líta eftir öll-
um ofnum og eldstóm í bænum.
Þegar eldsvoði kemur skal hann
eftir samkomulagi við bæarfógeta
kveða á um hversu vatnssprautum
skal við koma, og ekki rífa niður
hús nema með leyfi bæarfógeta.
Slökkviliðið skiftist í fjórar aðal-
sveitir:
1. Hið eiginlega slökkvilið. —
Yfir því er sveitarhöfðingi, er hefir
svo marga undirsveitarhöfðingja,
flokkstjóra og bunumeistara, sem
þörf er á. Við hverja sprautu skulu
og skipaðar, ef auðið er, einn söðla-
smiður eða skósmiður, einn járn-
smiður og einn ílátasmiður (beyk-
ir) og skulu þeir allir hafa sín
áhöld með sjer til þess að gera við
sprauturnar. Slökkviliðsmenn
skulu hafa svartar einkennishúfur
með rauðum borða og tölu á.
2. Húsrifslið. í því skulu aðal-
lega vera tfjesmiðir og leggi sjer
sjálfir til áhöld. Yfir þeirri sveit
er einn sveitarhöfðingi, með svo
marga undirsveitarhöfðingja, sem
nefndin kveður á um. Þessir menn
skulu hafa einkennishúfur með
gulum borða og tölu.
3. Bjarglið. í það skal velja á-
reiðanlegustu menn. Yfir þeim er
sveitarhöfðingi og tveir undirsveit-
arhöfðingjar. Þeir skulu hafa ein-
kennishúfur með hvítum borða og
tölu á.
4. Lögreglulið. Bæarstjórn ákveð
ur hvað lögreglusveitin skuli vera
margmenn, en lögreglustjóri ræður
því hvernig hún er notuð til að
viðhalda góðri reglu á öllu. Þeir,
sem eru í lögregluliðinu, skulu
hafa látúnsskjöld á brjósti.
Þessi voru einkenni hverrar
sveitar, en auk þess skyldu flokks-
stjórar hafa einfalda silfursnúru
um húfu, undirsveitari'oringjar
mjóan silfurborða, sveitarhöfðingj-
ar silfurborða með herkumli og
slökkviliðsstjórar gullborða um
húfu. Öll einkenni átti bæarsjóð-
ur að leggja til.
Auk þess skyldu skiþaðir svo
margir brunaboðar, sem þörf væri
á til að kalla saman slökkviliðið,
en næturvörður á að skýra lög-
reglustjóra og slökkviliðsstjóra þeg
ar frá ef elds verður vart og hefja
brunakall.
» TJ
Brunamálanefnd stofnuð
Hjer er gert ráð fyrir því að
sjerstök brunamálanefnd (elds-
voðanefnd) verði skipuð í bænum,
og með lögum um brunamál í
Reykjavík, er út voru gefin 15.
okt. 1875 er það ákveðið að þessi
nefnd skuli sett á laggirnar. Lög
þessi eru allmikill bálkur (31.
Einu sinni var þetta besta slökkvidæla á landinu. Þessi mynd er tekin í
Hafnarfirði, en þangað hafði dælan verið send til að slökkva eld í kolabyngr.
Þarna er enn dælt með vogstangaraíli.