Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Side 11
? LESBÖK HORGUNBEAÐSma
m
Krossinn í
í LESBÓK Morgunblaoðsins 22.
okt. s. 1. er greinin „Bygð papa á
íslandi“. í grein þessari er endur-
sagt efni úr bókinni „Herdmen and
Hermits“ eftir T. C. Lethbridge,
sem varðar sjerstaklega ísland.
Nokkur hluti greinarinnar fjallar
um krossinn í Heimakletti.
Þar sem nokkuð rangt og óljóst
er farið með staðreyndir um kross-
inn, tel jeg rjett að upplýsa eftir-
farandi:
Hinn 10. ágúst 1939 komu til
mín að Hóli í Vestmannaeyum
tveir enskir menn. Annar þessara
manna var höfundur fyrrnefndrar
bókar og C. T. Tebbutt frá Eynes-
bury. Erindi þeirra var að fá leið-
sögn mína um Heimaey.
T. C. Lethbridge sagði aðalerindi
sitt vera leit að minjum papa og
bað því um upplýsingar um ör-
nefni og fornminjar, sem kynnu að
benda til dvalar papa í Eyum. Jeg
sagði honum landnámssögu Ey-
anna sem best jeg gat og til þess
að fullkomna frásögnina fór jeg
með hann til tengdaföður míns,
sjera Jes A. Gíslasonar, sem er einn
fróðasti maður um sögu Vest-
mannaeyja.
Úr frásögn sjera J. A. Gíslasonar
hefir hann það, að Vestmannaey-
ar sjáist ekki af Hjörleifshöfða.
Við þessar umræður spurði Leth-
bridge um ummerki sem papar
hafa annarsstaðar látið eftir sig og
meðal þeirra nefndi hann kross-
mörk. Við vissum af krossmarki í
kór einum í klettabeltinu milli
Efri- og Neðri-Kleifna í Heima-
kletti og sögðum honum af því.
Hann var óðfús að sjá það og fór
jeg því með hann á leið upp á
Heimaklett. Frásögn T. C. Leth-
bridge af staðsetningu krossmarks-
ins er mjög villandi og tel jeg rjett
Heimakletti
að staðsetja það á prenti nánar.
Stiginn upp á Efri-Kleifar fylg-
ir berginu og í því ofanverðu er
kór (skúti), sem rúmar tvo til þrjá
menn.
Áður en stigi var þarna settur
var farið eftir snösum og höggn-
um sporum og komið í kórinn, en
úr honum til hliðar er hæg og stutt
leið upp á brúnina.
í miðjan botnvegg kórsins er
þetta umrædda krossmark klapp-
að í móbergið. Armar krossins ná
alls ekki út á brúnir. Ef krossinn
dæmist fljótvirknislega irnninn,
eins og þó er gert í greininni. þá
stafar það ekki af slæmri aðstöðu
nje því að kórinn sje „mörg hundr-
uð fet yfir sjó“, eins og segir í
greininni. Kórinn er að vísu eitt-
hvað á 300 fet yfir sjávarmál, en
bergið gengur ekki í sjó niður,
heldur rís það upp úr aflíðandi
grasbrekku og frá henni upp að
krossmerkinu eru vart meira en
15 fet.
Þegar greinarhöfundur er að
ræða um aldur merkisins segir
hann: „Annað, sem bendir til þess,
að þessi kross sje höggvinn af
keltneskum munk eða Papa, er að
uppi á háeynni eru rústir af litlu
hringlaga mannvirki sem er að vísu
svo að segja komið í kaf í gras“.
Vegna þess að hjer orkar nokkru
tvímælis um staðsetningu þessa
„hringlaga mannvirkis“, þar sem
greinarhöfundur er að tala um
Heimaklett og segir svo „uppi á
háeynni“, þá tel jeg rjett að skýra
frá því, að hjer mun hann frekar
eiga við reglulegar mishæðir í gras-
sverðinum á Efri-Kleifum skammt
frá uppgöngustaðnum, heldur en
„Verbúðarhólinn“ á Torfmýri, sem
hann skoðaði einnig og ræddi mik-
Mjer fannst T. C. Lethbridge láta
minna yfir þessu krossmarki þeg-
ar hann skoðaði það, en nú má
skiljast á honum í riti hans, þó
vildi hann sjá he'la alla og ból
(fjárból) á Heimaey og var hon-
um fylgt í þau.
Um krossmarkið er það að segja,
að flestir reka augun í það á leið
um stigann milli Kleifna. Jeg hefi
spurt ýmsa í Eyum, hvort þeir
þekktu nokkuð til krossmarksins,
en enginn hefur getað skýrt frá
sögu þess. Að vísu minnir mig, að
einhver hafi sagt mjer að það muni
vera höggvið af rælni, því að ekki
muni það neitt standa í sambandi
við öflun guðlegrar handleiðslu. Ef
svo væri, myndi slík krossmörk
víða að finna á hinum mörgu tæpu
fjallvegum fuglamanna í úteyjum.
Á slíkum vegum eru víðast hvar
vissir staðir, þar sem fjallamenn
gerðu bæn sína, áður en uppganga
hófst, en á engum þeirra hefur
verið klappað krossmark í bjarg-
ið.
Að vísu hefur verið nokkuð fjöl-
farið um þennan fjallveg milli
Kleifna, til kinda, til lundaveiði, til
eggjatekju, til fýlungstekju og til
hvannarótatekju.
Gaman væri að krossmarkið væri
frá tíð papa, en vegna þess hve
höggförin eru lítt veðruð, er jeg
hræddur um að krossmarkið sje
frá síðari tímum.
Þorsteinn Einarsson.
^ ^ ^
ÞURFTI EKKI ANNAÐ
Tvær konur komu inn í veitinga-
hús og settust við borð Þrír bjón-
ar voru að afgreiða, en ljetu sem
þeir sæi þær ekki. Eftir nokkra
stund mælti önnur þeirra svo hátt7
að vel mátti heyra um alla stof-
una: „Æ, jeg vildi að þessi laglegi
afgreiddi okkur“. í sama bili komu
allir þjónarnir í hendingskasti til
t>eirra-