Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 499 það sem jeg kann úr honum. En það er þetta: Fyririestra er nú öld, andans funa glæður, svo má heita að sjerthvert kvöld sjeu haldnar ræður. Það ei Pjetur þolað gat, þung hann öfund brendi, auglýsingar eins og hrat út um bæinn sendi. Gísli fyr sem greindur er gera vildi betur, enda hafði hugsað sjer hlaupa í kapp við Pjetur. Öldu og Búðareyri frá útboð ljetu ganga Gísla nú sem fyrst að fá aðflytja ræðu langa. Gísla boðin bárust fljótt, brá liann við í hasti, sat við skriftir næstu nótt, neinu bjóst við lasti. Stjörnu tók og steíg í hnakk, í stígvjelum og frakka, skjölunum á sig skjótur stakk og skeiðreið háa bakka. Inn í fundarhúsið hann helt með ræðuskrána, upp í stólinn stökkva vann, en strax fór leikur grána. Yfir þeim liann sálma söng. samum þótti miður. Ymsum fanst sú aðíerð rong og engra manna siður. Ilann greip skjölin, hentíst út. Hinir vild’ann fanga og koma á hann keðjuhnút kænsku fyrir stranga. Gísli slapp þó gamal! sje úr greípum Öldubúa, glaður með sitt fengna fje frá þeim gerði snúa. Gísla pósts er að sjálfsögðu getið í „Söguþáttum landpóstanna". Þar er honum lýst svo: — Hann var hár maður vexti og allspengilegur, en eigi gildvaxinn að sama skapi. Snemma var hann röskur ferðamaður, svo að orð gekk af, enda mun sá þátturinn hafa ver- ið einna ríkastur í eðli hans. Hann var snar í hreyfingum og ör í skapi og tali, og gætti þar frekar fóta- skorts en í ferðalögum hans, enda var hann maður eigi djúpvitur, fljótfær nokkuð og auðtrúa, en drengur góður og áreiðanlegur. Gísli var fylgdarmaður Matthías- ar Jochumssonar yfir Fjarðarheiði árið 1900. í kvæði, sem Matthías orkti um það ferðalag, segir hann svo um Gísla: Líti jeg á hreggbarinn háls og herðax'nar ólseigu, stinnu, niður á bungandi bak, birtist mjer Fjarðanna iíf, — les í þeim sómamannssvip og saklausa fornlega gervi austfirska útigangssál, aidamia samsuðustál. (Á. Ö. skraði). 4/ 41 KAUPSÝSLUMAÐUR þurfti að fá sjer nýan einkai'itara og vildi vanda valið sem allra best. Fekk hann því sálfræðing sjer til að- stoðar, og hann talaði við um- sækjendurita, þrjár ungar stúlkur. — Hvað er 2 og 2 mikið? spurði hann þá fyrstu. — Fjórir, svaraði hún. Svo lagði hann sömu spui'mng- una fyrir þá næstu. — Það geta verið 22, sagði hún. Wio óllYiaÍYl Mýkt býr i mildum skuggum, — mjúkt vagga Sundin duggum. Fagurt er fjalls við brúna — falleg er Esja núua. Mýkt býr í mildum línum, mjúklega í faðmi þínum sefur sveitin öll. Sá nokkur sjón þá íegri, eða sólroða yndislegri leika um landsins i'jöll? Viðey í værum blundi, — viðkvæmar sálir hrífast. Hcyrist ei gá i hundi. IIví eru menn að rífast? Birgir Einarsson. En þegar kom að þx’iðju stúlk- unni, þá sagði hún. — Það geta verið 4, en það geta líka verið 22. Þegar stúlkurnar vorn famar sneri sálfræðingurinn sjer sigri hrósandi að kaupsýslumanninum og sagði: —Þarna sjáið þjer hverníg sál- fræðin getur leitt í ljós innræti og gáfur manna. Sú fyrsta svaraði um- hugsunarlaust. Sú næsta þóttist vita að hjer væri brögð í tafli. Hin þriðja hafði vaðið fyrir neðan sig. Hverja viljið þjer nú helst? — Jeg vil helst þessa ijóshærðu og bláeygu. w V W fc* * Rússneskur vísindamaður hafði náð í verðlista frá einhverju firma handan við járntjaldið. Hann var í sjöunda himni er hann sýndi stallbræðrum sín- um þennan dýrgríp. —Sjáið þið til, hjer er ótrúlegur fjöldi nýrra hluta, sem við getum fund- ið upp! -----o------ — Konan min er makalaus. Hún get- ur talað tímunum saman um hvaða efni, sem vera skal. — Þá er mín kona betri, hún þarf ekki neitt efni til að tala um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.