Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Síða 16
tJCSBÖK MORGUNBEAÐSINS Fyrir 300 árum 1649 krýndur í Kaupmannahöfn Frið- rik 3. Þá um sumarið fyrir alþing kom út Henrik Bielke með höfuðsmanns fullmagt yfir íslandi. Annar herra- maður kom út með honum, er hjet Gabriel Acheley, kóngsins secretarius, sendur af konungi til að taka hollustu- eiða af leikum og lærðum. Ljet höfuðs- maðurinn hafa búnað mikinn til Al- þingis og flytja þangað við og vaðmál til búðar og gera hana svo stóra, að þar máttu inni sitja meir en 100 manns. Hann ljet færa þangað öl, kost og borð -búnað. Var sagt, að alt þetta mundi meira en á 100 hestum. Voru þangað einnig fluttar 3 fallbyssur og enn nokkrar smærri. Riðu með þessum herramönnum til alþingis 50 menn út- lenskir. Er sagt að í mannaminnum hafi eigi verið svo fjölment alþing sem þá. Fyrsta daginn eftir að hringt var til lögrjettu, fóru fram særin. Stóðu herramennirnir innan lögrjettu, en biskupar (Þorlákur og Brynjólfur) og prestar á hnjám á vestra garðinum ut- an lögrjettu, og sóru allir imdir eins. Strax þar eftir sóru innan lögrjettu lögmenn og allir sýslumenn undir eins, síðan 2 lögrjettumenn og 2 bændur úr hverri sýslu, allir undir eins. Að því enduðu var hleypt af 3 fallbyssum. Síðan að þinglausnum var veisla hald- in biskupum, lögmönnum, próföstum, prestum, sýslumönnum, lögrjettumönn- um, bændum og öllum öðrum, sem vildu. Var konungsbikar drukkinn og hleypt af 3 fallbyssum, þá hver einn drakk. Þóttist enginn muna þvílíkt við- haft á alþingi sem þá. (Vallholtsann- áll). Fyrir 250 árum Á þessu sumri snemma kom út amt- maður Christian Múller, af kóng Fride- rich 4. skikkaður til að taka trúskaps- eiða á alþingi af andlegum og verald- legum embættis persónum, ásamt öll- um jarðeigendum, hvort meira eða minna ættu í jörðu, hvað er framfór þann 1. apríl á eyrinni fyrir neðan lög- rjettuna. Sóru fyrst báðir biskuparnir, M. Jón Þorkelsson og M. Björn Þor- leifsson standandi; þar næst allir pró- fastarnir og þeir sem höfðu fullmakt SVANAHÓPUR — Svanurinn heflr löngum verið talinn einhver fcgursti og glæsilegasti fugl á íslandi og syngja allra fugla best. Þess vegna hefir hvað eftir annað verið fengnir svanir á Reykjavíkurtjörn, til þess að bæjarbúar gæti haft yndi af því að horfa á þá. En fegurstur er svanurinn þar sem hann er frjáls úti í fjallanáttúrunni. Þessi mynd er tekin af svanahóp austur hjá Laugarvatni (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon). hinna forfölluðu, standandi á knjánum — þá allir prestarnir, standandi á knján -um. Voru 3 prestar kallaðir úr hverju prófastsdæmi, þeir höfðu og fullmakt hinna, sem ekki komu. Síðan lásu sjálf- ir lögmennirnir standandi sína eiða, eins og biskuparnir; eftir þá allir sýslu- menn, standandi á knjánum, þá allir lögrjettumenn, síðan klausturhaldarar, umboðsjarðahaldarar og allir jarðeig- endur, eður þeirra umboðsmenn, hvort þeir áttu meira eður minna í föstu. Síðast voru eiðarnir undirskrifaðir af öllum. Síðast var þrisvar skotið af 3 litlum feldtstykkjum, sem til þess voru þangað flutt. Á Þingrnaríumessu eftir miðdegi var gerð veisla helstu embætt- ismönnum. Ekki hefur verið fjölmenn- ara alþing í manna minnum (Fitja- annáll 1700). Dugghola. Fjallvegur er milli Bolungarvíkur og Súgandafjarðar yfir Gilsbrekkuheiði. Á Gilsbrekkudal er dæld nokkur er Dugghola heitir. Þarna endaði einu sinni á sorglegan hétt ævintýri gleði og ánægjustunda og lifa um það sagn- ir í Súgandafirði. Einhverju sinni fór 18 manns úr Önundarfirði og Dýrafirði til jólafagnaðar að Hóli i Bolungarvík. Þar á meðal var presturinn á Söndum og dóttir hans. Ferðin norður gekk vel og að loknum fagnaðinum íór fólkið heimleiðis, en kom ekki fram. Þegar snjóa leysti um vorið fundust lík allra í Duggholu og er sagt að presturinn á Söndum hafi þá enn haldið í hönd dóttur sinnar. Líkin voru flrlt að Staðarkirkju í Súgandafirði og greítr- uð öll í suðausturhorni kirkjugarðsins í þeim fötum, er þau voru í. Var það einu nafni nefnt Duggholufólkið. Þarna er eini staðurinn í kirkjugarðinum, þar sem vatn safnast, og var því trú- að að málmur sá, er var í skarti fólks- ins, drægi vatnið að sjer. Meðal annars er sagt að á hempuermum presisdótturinnr frá Söndum hafi verið 18 silfurhnappar. — (Úr Þjóðsögum G. J.) Heiðna-Lögberg. í Ölfusvatnsannál, sem ritaður er af Sæmundi Gissurarsyni lögrjettumanni (d. 1762) er talað um Heiðna-Lögberg á Þingvöllum og bersýnilega átt við efsta hluta rimans milli gjánna, þar sem kallað var Lögberg fram yfir alda- mót. En nú þykjast menn vissir um, að Lögberg hafi verið á eystra barmi Al- mannagjár. Getur það ekki verið að Lögberg hafi upphaflega verið á hraun- rimanum, en flutt eftir siðaskifti og hið seinna Lögberg hafi þá verið kallað Kristna-Lögberg? Örnefnið Heiðna- Lögberg er ekki talið koma fyrir ann- ars staðar en í þessum annál.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.