Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSFNS
149
Gísli Halldórsson verkíræðingur;
FELLEBYLUBt YFIR FLORIDA
JEG var á leið til Suður-Ameríku.
Fyrsti áfanginn er frá New York
til borgarinnar, þar sem stjórn-
málamennirnir safna glóðum elds
hver að annars höfði, enda þótt
sólin ætli þá lifandi að steikja:
Washington. Nefna þetta svo kalt
stríð!
Hitinn brást ekki heldur þetta
kvöld. En útsýnið úr flugvjelinní
hafði verið dásamlegt. Einna líkast
gömlu málverki eftir Van Dyke.
Dularfull birta yfir landinu, kvöld-
roði og móða. Himinn og haf runn-
ið út í eitt, í angurværum faðm-
lögum. — Á slíkum kvöldum eru
menn gjarna í svipuðu rómantísku
ástandi.
Jeg snæddi kvöldverð með kunr.-
ingjum mínum að fögru gistihúsi,
þar sem gengið var úr einum saln-
um í annan meiri, eins og pall af
palli, uns komið var í dýrðlegan
trjágarð, þar sem hljómsveit ljek
undir berum himni. Var orðið álið-
ið er jeg gekk til hvílu.
Næsta morgun gekk jeg fyrir
Abraham Lincoln þar sem hann
situr greyptur í marmara í hásæti
sínu og starir út yfir fagurskygnt
vatn, að hinni risavöxnu súlu, sem
reist var til heiðurs hinum aldna
föður Bandaríkjanna, Washington.
Á vatni þessu ílutu skrautlegar
blómeyar, en í kring um það hopp-
uðu fjörugir íkornar, ótrúlega
sprækir að klífa upp trjen.
Staður þessi minti á skrautgarð-
inn og vatnið við konungshöllina í
Versailles.
Loks fór jeg í steikjandi sólar-
hita að skoða óðal Washingtons á
fjallinu Vernon. Er þaðan útsýni
íagurt og óðalið hið markverðásta.
Fól jeg siðan borgina í umsjá
Magnúsar Magnússonar og hóf mig
til flugs á ný.
Seint á mánudagskvoldið steig
jeg niður af himnum í smábænum
Jackson Ville, skamt frá Miami.
Kvöldið var svo stilt að heyra
mátti flugu anda. Loftið hlýtt og
milt sem hunang, en ljósin frá veit-
ingaskálanum við flugvöllinn blik-
uðu skært í húminu. Var skáli þessi
opinn á alla vegu. Veggir engir,
aðeins þak á súlum og borð þar
undir, öðru nafni bar!
Lítið grunaði mig, þar sem jeg
stóð þarna — já, getið þið hvar —
og þambaði gómsætan ávaxtasafa,
frá mjer numinn af allri þessari
friðsæld, að skamt frá biði sjö þús-
und manna herlið og hjálparsveit-
ir, tilbúnar að flytja á brott í
skyndi alla íbúa bæarins, að mjer
meðtöldum!
Jackson-ávarpið
um frið og eilíft logn.
En svo var mál með vexti að
ægilegur fellibylur geisaði á hafinu
nokkur hundruð mílur austur af
Jackson Ville og stefndi beint á
bæinn.
Menn höfðu fyrst orðið byls
þessa varir 11. september, þá 3000
mílur suðaustur af Miami. En það-
an hjelt hann sem leið liggur með-
fram Caribbea eyjunum, frá Pu-
erto Rico til Kúba til Bahama eyj-
anna, þar sem hann dokaði við í
sólarhring, um 220 mílur austur af
Paim Beach. Vegna hvers veit jeg
ekki!
Nú var hann lagður á stað
á ný, en var reikull í rásinni. Það
or ómögulegt að reikna þessa felli-
«©.
Gísli Halldórsson.
bylji út. Þeir eru eins og mannýg
naut. Snúast í kringum sjálfa sig,
froðufellandi af bræði, hölvandi og
ragnandi og sparkandi upp jörð-
inni. Taka svo í sig kjark og-renna
beint á mann. — Æ, þá er best að
forða sjer!
En jeg var sem sje alveg sak-
laus af að vita neitt. Fáviskan
og einfeldnin uppmáluð! Og vjelin
hóf sig á ný til flugs með þenna
mann, sem aldrei þóttist hafa kom-
ið á friðsælli og öruggari stað.
Já, þarna hefði verið sjerlega vel
til fallið að halda friðarráðstefnu
með ótakmörkuðum ræðutíma og
ráðstefnu um logn. Fjandinn hafi
það, að þá hefði staðið í mjer eins
og í bíóhúsinu! Jeg myndi hafa
samþykt tillögu um eilíft logn!
Jæja, um nóttina var komið til
Miami, og jeg h&fði enga hugmynd
um óveðrið sem geisaði skamt frá.
Ekki frekar en íslenska þjóðin! Jeg
fjekk mjer leigubíl og ók af flug-
Vellinum..út á Miarniströad, sem er