Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Blaðsíða 14
154 LESBÖK MOKG LTNBLAÐSINS gólfið fyrir framan rúmstokkinn og grjet sárt og lengi. Allt í einu heyrðist honum gnúð á hurðinni, og þrátt fyrir gný stormsins og dyn hríðarinnar, sem gerði hljóðið mjög ógreinilegt, var eitthvað við það, sem minti hann á hund Páls Snorrasonar. — En Páll hafði haft hundinn með sjer. Þetta hlaut að vera smið- urinn. Hann var sjálfsagt að vitja um Þórð litla. Eða var það kannski hún amma? Og Þórður meira flaug en gekk niður í ganginn og fram að dyrunum. Hann opnaði í háKa gátt, heyrði þá hávært gelt Og inn smeygði sjer stærðar hund- ur, sem stökk upp um Þórð. Þetta var hundur Páls, hafði sjálfsagt misst af húsbónda sínum úti á ísa- firði og stokkið af stað inn eftir. Þórður flýtti sjer að læsa og vjek sjer síðan að hundinum. Þórður hafði altaf verið hálfsmeykur við þennan hund og þeir ekkert gefið sig hvor að öðrum. Nú stökk hund- urinn upp um Þórð á nýjan leik — og Þórður faðmaði hann að sjer. Tárin runnu niður kinnarnar é Þórði, og hundurinn sleikti hann í framan. Þannig leið góð stund. Svo sleppti Þórður hundinum og þaut upp á loft. Hundurinn fylgdi hon- um eftir. Þórður fór upp í rúmið til fóta, og hundurinn stökk upp í og hringaði sig niður hjá honum. Nú tók seppi að sleikja sig, en ann- að veifið sleikti hann Þórð. Allt í einu mundi Þórður eftir brauðinu. Hann fekk hundinum annan hleif- inn, en tók sjálfur að moða hinn. Hundurinn lauk skammti sínum á nokkrum augnablikum, og síðan náði Þórður í undirskál og gaf seppa að drekka. Lapti hann af þremur fullum undirskálum. Þórður sofnaði nú vært, en svo vaknaði hann við það, að húsið ljek á reiðiskjálfi. Hann reis upp, varð lafhræddur, ekki síst við ískrið og gnestma í viðum og sam- skeytum, og hann skalf eins og strá. En svo tók þá hundurinn að sleikja hann í framan, og Þórður heyrði hann dilla rófunni, því að hún barðist í þilið fyrir ofan rúm- ið. Þórður tók utan um hálsinn á hundinum og sofnaði með höfuð- ið hvílandi á bógnum á honum. Hann vissi svo ekkert, hvort hann hafði sofið lengur eða skem- ur, þegar hann vaknaði við ógur- legan dynk, og honum flaug það í hug í svefnrofunum, að amma hans hefði nú komið — og hefði hún dottið niður stigann, þegar hún hefði verið komin næstum alla leið upp á skörina. Og hann æpti frá sjer numinn: „Amma, amma mín!“ Síðan hlustaði hann, en heyrði ekki neitt nema veðurdyninn. Svo minntist hann þess, að hurðin var tvílæst. Nei, amma hans var ekk: komin — og .... og hvenær skyldi hún koma? Hann fór á ný að gráta, en hundurinn æmti vina- lega og sleikti hann hægt og ró- lega. Þá þaggaðist gráturinn, og Þórður þerraði sig í framan á erm- inni. Síðan fór hann fram úr rúm- inu og niður í gang, og hundurinn fylgdi honum eftir. Þegar Þórður var kominn niður, datt hann um eitthvað. Hann varð smeykur, en herti upp hugann og þreifaði á því, sem á gólfinu lá. Það reynd- ist þá vera einn dúkstranginn. Svo mjög hafði húsið skolfið, að hann hafði dottið. Þórður þreifaði enn fyrir sjer á gólfinu, og brátt varð fyrir honum annar strangi. Þórði Ijetti, en samt lá hann kyrr á fjórum fótum og fór að snökta. Þá kom hundurinn til hans, rak í hann trýnið og ýlfraði. Svo þaut hann upp stigann, en staðnæmdist á skörinni og gelti, eins og hann væri að kalla á Þórð. Þórður stóð á fætur, og hundurinn trítlaði nið- ur stigann, og enn rak seppi trynið framan í vin sinn. Svo gengu þexr hlið við hlið upp á loftið, skriðu upp í rúmið, fóru niður undir, hjúfruðu sig hvor að öðrum og sofnuðu vært. Það var bjartur dagur, þegar Þórður vaknaði á ný, og nú heyrði hann ekki nokkurt minnsta veður- hljóð. Fyrir ofan hann í rúminu lá hundurinn fram á lappir sínar og gaf honum athugult auga. Þórður lagði höndina á höfuðið á honum. og seppi sleikti hann enn á ný. Þeir fóru nú fram úr, vinirnir, og síðan ofan og út. Það var stilli- logn og glaðasólskin. Upp úr há- deginu kom amma Þórðar. Þegar hún heilsaði honum, fór hún að gráta. „Hvar hefurðu verið, elsku barnið mitt, allan þennan ógnar- tíma, sem jeg er búin að vera í burtu?“ „Jeg hef bara verið hjerna heima.“ „Hefurðu þá ekkert verið hjá þeim, hjónunum?“ „Jú, daginn, sem þú fórst.“ „Og hefur enginn komið að vitja þín?“ „Jú, jú, — hundurinn.“ Gamla konan var svo yfir sig gengin, að hún hætti að gráta, en gat þó ekki komið upp nokkru orði, fyrr en hún var komin upp á loft, ásamt þeim fjelögum, Þórði og hundinum. Þá tók hún höfuð hundsins milli handa sjer, horfði í augun á honum og mælti: „Guði er ekkert ómáttugt — ekki einu sinni það að láta hundkvik- indi vinna miskunnarverk, sem mennirnir vanrækja!11 i í i Jassgarg, sem ætlar að æra föður- inn, en dóttir hans nýtur þess. — Hefirðu nokkurn tíma heyrt jafn dásamlegt? spurði hún. — Já, einu sinni. Þá var jeg við þar sem árekstur varð milli flutn- ingabíls, sem hlaðinn var tómum mjáJkurflöjkunú ag aanars ílutninga- bils, tem var hlaðúux lifar.di hæssum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.