Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 2
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS ingu og hve þekking hans á landi og þjóð kom stjórnendum hersins að góðu haldi og kom í veg fyrir margs- konar misskilning og erfiðleika. þá væri það eitt ærið nóg til þess að við stöndum í þakkarskuld við Valdi- mar Björnsson fyyir starf hans hjer á styrjaldarárunum. En við þetta bætist hjálpsemi hans við alla, sem til hans leituðu með eitt og annað. Fóru fáir bónleiðir af fundi hans. Oft var ekki beðið um lítið. Oteljandi eru þær ferðir, sem Valdimar lagði á sig til að gera ís- lendingum greiða og til að stuðla að því, að sambúð ísiendinga og herliðs Bandaríkjanna yrði sem árekstra- minst. — Valdimar Björnsson varð þjóðkunnur maður á þessum árum og eignaðist hjer fleiri vini en dæmi munu vera um erlendan mann, sem hingað hefir komið til stuttrar dval- ar, þótt af íslensku bergi sje brot- inn í báðar ættir. Haldgóður arfur frá ömmu. Valdimar Björnsson og systkini hans lærðu jöfnum höndum íslensku og ensku í uppvextinum. Foreldrar þeirra bæði, frú Ingibjörg Á. Jóns- dóttir og Gunnar B. Björnsson, töluðu íslensku he*ma fyrir, en þó varð það fyrst og fremst fööuramma þeirra systkina, Kristin Benjamíns- dóttir, sem kendi þeim málið og íslensku fræðin. Um hana er sagt, að hún haíi neitað að tala eitt ein- asta cnskt orð þau rúmlega 40 ár, scm hún dvaldist vestan hafs. íslensk tunga og trygðin við alt, sem íslenskt er varð barnabörnum hennar góður aríur. Valdimar hlaut rinn bróðurpart af þeim arfi, og hef- ur varðveitt hann vel og dyggilega. í ræðu, sem Valdimar flutti á miðs- vetrarmóti Fróns í Winnipeg í febrú- ar s.l. sagði hann sögu af Vestur- Islending, sem hefði eins getað verið saga um hann sjálfan. Sagan var um mann, sem kom veslan úr Dakota- bygð til Minnegota og helt þar racðu á íslandsmóti 1930, en þaðan hafði hann fluttst er hann var sex ára. Hann sýndi trygð sína við gömlu bygðina með þessum orðum: „Hjer lærði jeg fyrstu bænirnar mínar. Hjer lærði jeg: „Vertu guð faðir, faðir minn“....“ Draumur unglingsins, sem rættist. Þegar Valdimar var 12 ára fór hann með föður sínum í stjórnarráðs- bygginguna í Minnesota. Pilturinn var settur í stól ríkisstjórans og er sjálfur ríkisstjórinn kom að Valdimar í sæti sínu, brosti hann góðlátlega, klappaði á kollinn á snáðanum og sagði: „Sá dagur kann að koma, að þú setjist með fullum rjetti í þenna stól“. Valdimar Björnsson hefur nú ver- ið kjörinn í eitt virðulegasta trúnað- arstarf, sem Vestur-íslending hefur hlotnast. Það er ekkert leyndarmál að Valdi- mar hafði snemma hug á að verða stjórnmálamaður. Með þessari fyrstu kosningu í hið hátt setta embætti fjármálaráðherra fæðingarríkis síns, hefur draumur frá unglingsárunum ræst. — Vinir Valdimars og samherj- ar í Republikanaflokknum hafa hvað eftir annað hvatt hann til að gefa kost á sjer til frarr.boðs í opinber embætti. Valdimar hefur alt til brunns að bera, sem prýða má góðan stjórnmálamann, ritsnjall og mælsk- ur svo af ber. Hann var ekki nema 17 ára er hann sigraði r mælsku- keppni, sem haldin var með þátttöku frá studentum við alla helstu háskóla Bandarikjanna. En Valdimar lá ekkert á. Hann hafði stundað blaðamensku hjá föð- ur sínum við blað þeirra „Minneota Mascot“. Hann tók háskólaþróf sitt með láði, lauk fjögra ára námi þar á þrcmur árum. Siðar lá lciðin til stórblaðanna í St. Faui og Minneapoiis, útvarpsfyr- irlestrar og ótal fyrirlestrar við jafn- mörg tækifæri hjá fjelögum, eða á mótum, fluttir ýmist á ensku, ís- lensku eða norska tungu. Styrjöldin skall á og Valdimar var meðal þeirra fyrstu, sem gerðust sjálfboðaliðar. Þegar átti að neita honum um inngöngu í herinn sökum einhvers smávægilegs innvortis meins, gekk hann undir skurðarhníf- inn, til að fá það lagfært. Var þá tekinn í sjóliðið og hlaut þegar liðs- foringjanafnbót. Á ísafirði giftist Valdimar Guð- rúnu Jónsdóttur, dóttur Jóns Hró- bjartssonar kennara á ísafirði. Eiga þau þrjú börn, tvær dætur og son. Að styrjaldarlokum gerðist Valdimar aðstoðarritstjóri við stórblaðið „St. Paul Pioneer Press“. Vinsæll maður „Val Björnson“ Þegar Valdimar Björnsson var í kjöri til fjármálaróðherraembættisins í Minnesota við kosningarnar, sem fram fóru í nóvember í haust, efaðist enginn, sem til þekti að hann myndi ná kosningu. Bæði var það, að flokk- ur hans, Republikanaflokkurinn, á miklu fylgi að fagna í ríkinu. Og svo var hitt, sem mestu máli skifti, að Valdimar er með afbrigðum vinsæll maður í heimafylki sínu, ekki síst meðal Norðurlandabúa, sem eru þar fjölmennir. Þegai sá er þetta ritar kom til Minnesota skömmu íyrir styrjaldar- lokin síðustu, kvað alls staðar við sama spurningin: Hvernig „Val Bjornson“ liði á Islandi, en svo er Valdiipar nefndur vestra. Það var sama, hvort það var verkamaður, eða háttsetlur embættismaður, sem spurði. Allir vildu vita um „Val“ og hclst hvenær hans væri von heim á ný. Fyrirrennari Valdimars í fjármála- ráðherraembættinu var orðinn aldr- aður maður, sem átti langan starfs- íeril og £lsetilegu stjórnmálabraut að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.