Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 hjálpar ekki þótt Ásdís húsfreyja sje honum afar góð og nærgætin. Hann er alveg að gefast upp. Þá er það kvöld eitt skömmu eftir háttatíma, að Ásdís gengur að rúmi gamla mannsins. Þau hjónin og Sigga litla sofa í afþilj- uðu herbergi, en fyrir framan skil- rúmið stendur rúm Gríms. Ásdís beygir sig niður að gamla manninum og spyr: „Getur þú ekki sofið?“ „Nei“ „Líður þjer illa hjá okkur?“ „Það eru drengirnir, jeg sakna þeirra svo mikið.“ Og því er líkast, sem þessi fáu orð sem hann loks fær stunið upp, losi stíflu. Tárin streyma úr aug- um öldungsins. Hann grætur eins og sorgmætt barn. Ásdís situr þögul á rúmstokkn- um. Og hún situr enn nokkra stund, án þess að mæla orð, eftir að gráturinn stöðvast. Loks segir hún: „Jeg skil þig, Grímur minn, jeg veit ekki, hvort jeg afbæri það að skilja við hana Siggu mína.“ Og enn þagnar Ásdís. Og það leynir sjer ekki að hún brýtur heil- ann um eitthvað. Svo segir húii: „Mjer dettur nokkuð í hug. Hún Sigga litla spyr mig oft, hvers vegna hún eigí ekki afa eins og hann Hansi í Koti. Hansi segir, að hann afi sje svo fjarska góður. Ætli það gæti ekki orðið nokkur úrbót fyrir þig, að ganga henni í afa- stað? Þið Sigga semjið um þetta á morgun“. Og Ásdís stendur á fætur, klapp- ar á kinn gamla mannsins og býð- ur góða nótt. Þá segir Grímur og klökkvi er í röddinni: „Þakka þjer, Ásdís mín. Mjer finnst stundum, að þú vera hún Lauga mín.“ Og sælublandinn friður seitlar inn í þjakaða sál öldungsins. Morguninn eftir vaknar Grímur við það, að einhver þuklar ofboð varlega um sængina hans. Hann opnar augun. Sigga litla stendur við rúmið. Hann grípur um heita, mjúka barnshöndina. „Ertu þarna Sigga mín.“ „Já. Mamma segir, að þú viljir máske vera afi minn.“ „Já, já, jeg vil það.“ Og svo segir Sigga frá því, á sínu barnamáli, hvað Hansi í Koti segir um afa. Að hann sje eins góð- ur og hún mamma hans. Hann segi sjer sögur, Jeiki við sig og huggi, þegar hann skæli. Og svo gefi hann sjer oft kandísmolann, sem hann fái með kaffinu sínu. „Vilt þú þá vera afi minn?“ „Já, blessað barnið mitt.“ „Og ætlar þú að vera eins góður og afi Hansa?“ „Já, já, jeg skal reyna það.“ Og nú gera þau með sjer samn- ing, öldungurinn og barnið. Og þótt ekki sje hann vottfestur, rýf- ur hvorugur aðili hinn minnsta stafkrók hans. Börn búa yfir undra mætti. Litla stúlkan dregur brodd úr hjarta gamla mannsins, en eftir er opin und. £n ungi kvenlæknirinn á ráð við því. Hún fer að dæmi forn- kvenna og leggur lyfgrös á sárið, svo það grær að fullu. Og nú eru þau þrjú börnin, sem Grímur fel- ur Guði í bænum sínum. Þegar Grímur hefur dvalið fjög- ur ár á Heiðarbrú, leggst hann banaleguna. Ásdís og Jón sitja hjá honum síðustu stundirnar. Hann hefur kvatt og þakkað. Sigríður litla grætur og segir sömu orðin og sögð voru af tveim litlum drengjum fyr- ir fjórum árum: „Afi má ekki fara.“ Rjett fyrir síðustu andvörpin, er sem geisla bregði á andlit hins dey- andi manns og hann segir lágt en skýrt: „Lauga mín, nú er jeg að koma“. Jeg tigna þig, vænghvíti vetur í veðranna hamstola dyji. Jeg tigna frost þitt og fannir og fagna þjer jafnan sem vin. Þó hönd þín sje nístanði nöpur og nóttin þín koldimm og löng og bros þitt sje hrímkalt, sem Heija, jeg hlusta á mál þitt og söng. Þín gÖi'gi er köld, en gjöful er gægist þú til mín inn og frosíhöndin rameflda ristir rósir á gluggann minn. í fagurri fannskikkju þinni er frostsins máttur og völd, en fátt Iyftir huganum hærra I hæðir, en stjörnubjart kvöld. Er húmið jörðina hylur og hjá oss lægst er sól, í fanna faðminum bjarta þú færir oss heilög jól. Menn óttast og hata þig oftast sem óvin og kvalara sinn. En jeg býð þig velkominn, vetur, sem vin og kennara minn. Því hríðarnar þinar hörðu og hvert það blóm, sem kól mjer hefir best kennt að meta mildviðri, yl og sói. Því sárar sem kuldinn svíðui- og svartara myrkrið er, því betur veit jeg vinur, hvers viiði ljósið er. Þótt dýrðlegt sje sumarið sæla með sólarljós, blóm og yl. jeg myndi ekki finna þess fegurð ef frostið væri ekki til. Og undirspil ylhýrra strauma er ægisöngur þinn. Því ertu mjer aufúsugestur ísklæddi vetur minn! EINAR EINARSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.