Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 14
202 LESBOK MORGUNBLAÐSIN3 kynnast högum Svertingjanna af eigin sjón og raun. Þegar heim kom ritaði hann doktorsritgerð um þessa ferð sína og fekk heiðursverðlaun fyrir hana. Tók hann síðan að sjer kenslu við Harvard háskólann í Washington, en þangað sækja Svertingjar kenslu. Varð honum þar svo vel ágengt að þessi há- skóli var talinn hliðstæður bestu háskólum í Bandaríkjunum. Árið 1938 hlotnaðist honum ríf- legur styrkur til vísindaiðkana og notaði hann til þess að stunda fje- lagsmálaíræði við háskólann í Chicago, London School of Econo- mics og háskólann í Höfðaborg í Afríku. Svo einkennilega vildi til að hann fekk þá ekki að fara í land í Höfðaborg fyr en hann hafði gefið drengskaparyfirlýsingu um það, að hann skyldi ekki æsa Svert- ingjana upp gegn hvítum mönn- um. Bunche heíir mætt ýmsum öðr- um móðgunum vegna þess að hann er Sveríingi. En hann minkast sín ekki fyrir ætterni sitt. Og hann þorir óhræddur að horfast í augu við hvíta menn. Einu sinni var hann á ferðalagi í járnbrautarlest 1 Bandarikjunum. Þegar hann ætl- aði að ganga inn í snæðings vagn- inn, rak þjónninn hann út og sag& að hann yrði að snæða í öðrum vagni, sem aðeins væri ætlaður Svertingjum. Bunche kvaðst eiga að borða hjer, en honum var harð- neitað um það. Þá gekk hann aft- ur til klefa síns. Rjett á eftir komu tveir Svertingjaþjónar úr snæð- ingsvagninum til hans og vottuðu honum virðingu sína fyrir fram- komu hans. Og ekki þurfti hann að svelta þann daginn. Annars hafa Svertingjarnir ekki reynst honum betur en hvítir menn. Á stríðs- árunum fekk hann stöðu í utan- ríkisráðuneytinu sem sjerfræðing- ur i máleimun nylendnaima í Aí'- ríku. Þarna í skrifstofunni unnu nokkrar svartar skrifstofustúlkur og svartir þjónar. Þeim sárnaði það óskaplega hvað hann var hátt settur og vildu gera honum alt til meins. Seinna varð Bunche fulltrúi Bandaríkjanna við stofnun Sam- einuðu þjóðanna og var „ljeður“ aðalskrifstofu þeirra 1946. En ekki hafði hann verið þar lengi er hon- um var falið það starf, er hann fekk Nobels-verðlaunin fyrir. Hann var sendur til Palestínu sem full- trúi Trygve Lie og aðalritari sendi- nefndar Sameinuðu þjóðanna þar. Hinn 17. september var Berna- dotte greifi myrtur. Öryggisráðið fól þá Bunche þegar í stað að vera eftirmaður hans og taka að sjer það vandaverk að miðla málum í Palestínudeilunni. Og honum tókst að leysa það hlutverk af hendi. Eftir sex vikna sáttaumleit- anir fekk hann komið á vopnahljei milli Gyðinga og Egypta. Og seinna kom hann á vopnahljei milli Gyð- inga annars vegar og Jordaníu og Libanon hins vegar. Meðan hann vann þetta þýðing- armikla starf dundu á honum hót- unarbrjef daglega frá báðum aðilj- um. En hann ljet það ekki á sig fá, og hann geymir öll þessi brjef til minja. Siðar hefir komið annað hljóð í strokkinn og foringjar Gyð- inga og Arabaríkjanna hafa kepst um að hrósa honum og bera lof á hann fyrir viturlega málamiðl- an. Honum var boðið próíessorsem- bætti þegar heim kom, en hann kaus þá heldur að halda áfram starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðun- um, og því gegnir hann enn. Hann er aíkastamaður mikill og iðju- samur, svo að hann hugsar aldrei um það hvort hann hafi unnið sinn ákveðna tíma á dag. Hann vinnur stundum langt fram á nótt. Og haun velur sjcr samstarísmenn við sitt skap. Hann vill enga „akta- skrifara“, sem hugsa um það eitt að fá mikið kaup og vera skattfrjáls ir. Hann vill íá menn sem skilja hve þýðingar mikið verk þeir eru að vinna. Iiann hefir marga gáf- aða og mentaða Svertingja þar i þjónustu sinni. Þeim er það metn- aðarmál að vinna vel og sýna að þeir standi hvítum mönnum jafn- fætis — og það hafa þeir sýnt. Það var merkur viðburður fyrir þá, og eins fyrir alla hina svörtu þegna Bandaríkjanna, þegar Bunche fekk Nobelsverðlaunin. Þeir komu hver eftir annan inn í skrifstofu hans til þess að sam- gleðjast honum og margir voru þá svo hrærðir að þeir gátu ekki tára bundist. W W W W Þ ar óem cldunnn // Idu ÁRIÐ 1790 höfðu ung hjón, John og Sarah Morris, bygt sjer lítið bjálkahús skamt frá Saluda í Norð- ur-Carolina í Bandaríkjunum. Þau. kveiktu upp eld í húsinu með tinnu, stáli og púðri. Og þegar eldurinn fór að loga glatt, tókust þau í hend- ur og hjetu því að þau skyldu okki láta eldinn deya meðan þau lifðu. Þetta var í rauninni heit um það. að þau skyldu elska hvort annaö alla ævi. En þau tóku það hók- staflega og gættu þess að eldurinn sloknaði aldrei. Og þegar aldur færðist yfir þau, datt báðum hið sama í hug: Hví skyldum við ekki arfleiða börn okkar og barnaborn að eldinum? Hann skal vera þeim tákn ástar og trúar, og hann skal tengja kynslóð við kynslóð. Síðan þetta var hefir eldurinn gengið að erfðum í marga liðu. Af- komcndur þcirra John og Sarah

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.