Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 193 Smásaga eítir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Ásláksstöðum ——------------------------------—» Valdimarsdrópa KVÆÐI þetta var birt i Lögbergi, er Valdímar Björnsson kom til Winnipeg í vetur til að ílytja þar ræðu á Frónsmóti. Upp af rótum útbygðanna ennþá spretta vaskir menn, fullhugar, sem fornar dygðir fegra bæði og verja í senn. Tvö á lofti sýnast sverðin, sókn er þvílík Valdimars, krukkar í með kyngipenna kaunin tvísýn aldarfars. Um hans vöggu ófust sanian æfintýri og glæsispár. Ungur nam af ömmu sinni ættatöl og markaskrár. Setti snemma met í mælsku, munnhjóst jafnt við hvcrn sem var, átti af rökum ærnar birgðir, aldrei fátt um snillisvar. Yfir heiminn helregn dundi, — hjer var nauðsyn spckiráðs. Titlaður hátt, í hermannsskrúöa, hans varð för til ísaláðs. Ljet ci raska rökum sinum rammra norna sortabyl. Upp frá því á Ameríku ísland kunni gleggri skil. Offurstinn úr Ameriku uppi um nætur hljóður sat. Kvonfang utan íslandsstranda ei til mála komið gat. Morgun einn, er eldar brendu áíagaham af vorri jörð, goðorðsmaðjir gullhnappaður gckk á land við ísafjörð. Fágurt bjó þar frúarefni — fleiri vissu uni það en hann. Engin keppni koni tii grcina, kappinn ævisigur vann. Ileilög voru lieitin unnin, hringingar um land og sjá. Ekki máttu böndin brcsta, biskup rak þvi hnútinn á. Sankti Páls í sölmn borgar situr heill við frægð og völd. Lyftist brún, er hrúgan hækkar, heimtast stærri rikisgjöld. Árum fáum eftir þetta Austurlands og Dalason, h.vggjuhvass og hringubrciður brýnir raust í Washington. L'INAR P. JÓNSSON. ÞETTA FELL yfir hann eins og reiðarslag eða þungur skapadóm- ur. Honum hafði aldrei til hugar komið, að hann þyrfti að hrekjast burt. Að vísu hafði honum ekki að öllu leyti fallið vistin hjá tengdasyni sínum og Guðfinnu síðan hún Lauga hans dó. En um það hafði hann aldrei kvartað, hvorki hátt eða í hljóði. Litlu drengirnir drógu sviða úr sárum. Jafnvel missi einkabarnsir.s höfðu þeir að mestu bætt. Honum fannst hann ekki hafa misst Laugu alveg. Drengirnir hennar voru eftir og þeir voru hluti af henni sjálfri. Þeir voru elskuleg börn og einkar hændir að afa sínum. Nei, hann þráði ekkert og vantaði ekkert af því hann fjekk að vera með þeim. En svo kemur þessi óvænti boð- skapur. Innan fárra daga á hann að fara heðan alfarinn, austur á land, sennilega á fæðingarsveit sína. Finnur tengdasonur hans kemur inn til hans og segir honum þessa ákvörðun oíboð rólega og blátt á- fram, eins og liann væri að segja honum að koma í mat eða mið- degiskaffi. Gamla manninum verð- ur orðfall. Loks stynur hann upp: „Hvað segirðu, á jeg að fara heðan?“ „Já, við getum ekki haft þig lengur. Guðfinna kcmst ekki yfir það að sjá um okkur alla, þegar fjölgar hjá henni og tekjurnar hrökkva hvergi nærri. Það er búið að koma þjer fynr a góðu heimih austur í Hlíðarsveit — og þú ferð næst þegar ferð fellur, sem verð- ur innan skamms." Grímur gamli var að því kominn að spyrja, hvort ekki mætti krefja hreppinn um meðlag með sjer, svo hann mætti vera kyrr. En það sat kökkur í hálsi hans og mátt- leysi fyrir brjósti, svo hann kem- ur engu orði upp. Og hvaða áhrif hafa orð örþrota gamalmennis, sem engan tekur sárt til? Enginn veitir þeim athygli. Þau falla nið- ur dauð og ómerk. Loksins segir hann: „Drengirnir.“ „Drengjunum er óhætt hjá henni Guðfinnu“, segir Finnur, „og þeir gleyma þjer víst fljótt.“ Litlu snáðarnir, annar fimm en ■ hinn þriggja ára, voru inni hjá afa sínum, þegar faðir þeirra kom inn. Þeir hlusta á það, sem hann segir við gamla nianninn. Elc’ri , i' • 1 drcngurinn brestur i grat og seg- ir: „Afi má ekki fara.“ Ypgri drengurinn fer að dæmi broður síns: „Afi má ekki fara.“ Faðir þeirra hastar á þá: „Hætt- ið þið þcssu voli, strákar.“ Og hann dregur þá með sjer hálfnauðuga út úr hcrberginu. i Gamli maðurinn er einn eftir. Og þegar hann hefur áttað sig á því, sem gerst hefur, eru það ekki drengirnir, sem efstir eru í huga hans, heldur Finnur. Hann fer að brjóta heilann um, hverskonar maður hann ciginlega sje þessi tengdasonur sinn. Hann hefu'r aldrei fyr ofrað honmn nokkurri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.