Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Blaðsíða 4
192 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS baki sjer, Julius Schmahl að nafni. Hann var ekki á því í fyrstu að láta af embætti, þótt hann væri kominn yfir áttrætt, því hann þekti vel fylgi sitt. Ljet hann skrá sig til íramboðs. En þegar Valdimar bauð sig einnig fram í próíkosningunum, dró gamli rnaðurinn sig í hlje. Og þeir, sem studdu að kosningu Valdimars Björnssonar urðu ekki fyrir vonbrigðum, því hann hlaut 542.019 atkvæði í kosningunum. Voru það um 100 þúsund atkvæðum fleira en andstæðingur hans hlaut. Einn galli er á kosningu Valdimars, frá sjónarmiði Islendinga. Hann varð að láta af embætti sem vararæðis- maður Islands í Minnesota. En vonir standa til að embættið verði áfram í sömu fjölskyldu og er þá hagsmun- um íslands áfram vel borgið á þess- um slóðum. Útverðir íslenska arfsins. Hjer hefur stuttlega verið rakinn glæsilegur ferill Valdimars Björns- sonar fjármálaráðherra. Hann er að- eins 45 ára. An efa á hann eftir að vaxa að mannvirðingum og gera þar með íslenska þjóðarbrotinu vestan hafs enn meira gagn og sóma en þeg- ar er orðið. En hvað sem samlandar Valdimars fela honum, hversu skær, sem stjarna hans verður á stjórn- máíahimninum, mun hann aldrei gleyma nje sleppa hendinni af ís- lenska arfinum. Valdimar verður meðal þeirra forustumanna í hópi Vestur-Islendihga, sem þyngstu lóð- in leggur á vogarskálarnar, til varð- veislu þess arfs. Það kom glögglega fram í ræðu þéirri, er hann flutti á miðsvetrarþingi Fróns í Winnipeg fyrir nokkrum vikum. í ræðunn' kemst hann m. a. að orði á þessa leið: „Einu sinni var kirkjan aðalstoð og stytta í baráttunni fyrir viðhaldi ís- lenskrar tungu í Vesturheimi. Börnin fengu kristilega fræðslu, sú fræðsla var á íslensku. Þjóðræknin og guð- ræknin hjeldu höndum saman.... En nú er kirkjan hjá okkur hætt að tala íslensku að mestu leyti.... Kirkj -urnar okkar eru hættar að vera meginstoð íslenskrar þjóðrækni. Satt að segja er Þjóðræknisfjelagið nú sá eini fjelagsskapur, sem hefur það eindregna markmið að hlúa að við- l.aldi tuiigunnar hjer í landi. Sú stað- reynd ætti að efla hjá okkur fórn- fýsi og starfsvilja.... Hjer ættu á- greiningsefnin, sem eiga rætur sínar að rekja til annara verkahringá að gleymast í einingu og samheldni um aðalmálefni — varðveislu menning- ararfsins dýrmæta og margum- rædda.‘ Hlutverk íslensku blaðanna. „Islensku blöðin,“ heldur Valdimar áfram í ræðu sinni, „eru aðaldriff jöð- urin í allri þjóðræknisviðleitni okk- ar. Að styrkja þau og stuðla að efl- ingu þeirra er þess vegna lífsspurs- mál í allri þjóðræknisbaráttunni. Kirkjan er, af eðlilegum ástæðum, gengin úr liði í þjóðræknisstríðinu og þess vegna eru Þjóðræknisfjelag og blöðin einu öflin, sem halda skildi fyrir þjóðerni og tungu. Væru ís- lensku blöðin okkar horfin, þá væri öllu þjóðlegu sambandi bygða og og dreifðra einstaklinga slitið, bæði inn á við og út á við.“ Valdimar ræðir síðan um hve kær- komnar Vestur-íslendingum sjeu heimsóknir frá Islandi og minnist komu þeirra manna, sem síðustu missirin hafa komið að heiman, þeirra Pálma Hannessonar rektors, Alexanders Jóhannessonar prófess- ors, Sigurgeirs Sigurðssonar biskups og Páls Kolka læknis. „Við metum hjálp og velvilja þeirra og þökkum innilega fyrir,“ sagði ræðumaður. Friður og frelsi er frumskilyrðið. En Valdimar Björnssyni er það ljóst, sem öðrum framsýnum mönn- um, að það er innantómt hjal, að tala um þjóðrækni og viðhald menningar- arfs í heiminum, ef hin illu öfl, sem nú brjótast um að ná yfirhöndinni, sigra. Og þess vegna dvelur hann við það atriði alllengi í ræðu sinni og rökstyður mál sitt. Hann segir að lokum: „Það eru andstæð öfl, sem keppa í heiminum núna, einmitt með hugi manna að orustuvelli. Frelsi andans er öðrum megin, kúgun hinum megin. Hnefarjetturinn sker ekki úr í þeirri deilu. En jafnvel friðarsinnar verða stundum að láta hart mæta hörðu. Hinn gullni meðalvegur er vandrat- aður og þeir, sem glatað hafa andlegu frelsi í blindri þjónustu við komm- únismann hleypa stundum öfgum af stað hjá þeim, sem standa raunveru- lega á öndverðum meiði við þá. Við, sem fylkjum liði, einmitt um and- legan menningararf, á ársfundi þess- um, ættum að skilja hvað í húfi er í þessari skoðanabaráttu. Við vitum að varðveisla alls þess, sem okkur er kærast, bæði í heimalöndum okkar og í íslenska arfinum, sem við geym- um með þakklæti og virðingu, hvílir algerlega á sigri frelsis, friðar og rjettlætis. I breiðri merkingu eigum við eng- an ve'.'ðmætan arf að hirða, ef ein- ræði og skoðanakúgun sigrar í heim- inum. Andlegur arfur Islands niðja flytur þeim, þótt dreifðir sjeu, hið dýrmæta og göfuga, sem allir frelsis- og lýðræðisvinir vilja verja og halda við.“ —oOo—•* Þannig hugsa og tala þeir frændur okkar vestan hafs, sem gleggst skilja hvernig nú horfir í heiminum. Margir þeirra, eins og Valdimar Björnsson, hafa áunnið sjer traust og virðingu samlanda sinna og hafa gerst for- ysturoenn meðal hinna ólíku þjóðar- broti!, sem Norður-Ameríku byggja. Þeir eru góðir og traustir þegnar þess lands og þeirrar þjóðar, sem hefur fóstrað þá, en þeir gleyma ekki arf- inum frá ömmu og afa, heldur telja hann meðal sinna dýrmætustu eigna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.