Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Page 1
41. tbl. Sunnudagur 28. október 1951 XXVT. árgangur 'ÁRNI 'ÓLA: I l.anganes rís norðan Suðurfjarðanna og finnst sumum núpurinn líkjast Þyrli. — (Ljósm. Guðm. Kjartansson). ÞR9ÐJA GREIN Inn í Geirþjófsfjörð. Það var sól og sumar á Bíldudal hátíðardaginn og næsta dag var veður hið sama og þó öllu meiri hiti. Ákveðið var að Esja skyldi skreppa inn að Hrafnseyri og síð- ann inn í Geirþjófsfjörð til þess að lofa farþegum að sjá þessa sögu- ríku staði. Það var þó miklu frem- ur skemtisigling, því að á hvorug- um staðnum átti að fara í land. En það er gagnslítið að fara inn í Geir- þjófsfjörð og koma ekki í land. Nokkrir farþegar tóku sig því sam- an og leigðu sjer vjelbát. Var síðan siglt þangað inneftir á und* an Esju og hafður með eftirbátur til þess að komast á land. Sólin var gengin vestur úr skarð- inu á Byltu þegar báturinn skreið út voginn. Mjóir reykjarstrókar stóðu þráðbeint upp úr húsunum í þorpinu og teygðust upp á móts við brún á Bíldudalsfjalli. Þar í efstu skriðum sást eitthvað kvikt. Þar kom maður, sem hafði te.Kið sjer morgungöngu upp á fjallið til þess að njóta útsýnisins þar. Hann jh.......... hefir varla orðið fyrir vonbrigð’im. En ekki öfundaði jeg hann, þvi að erfitt er að ganga á fjallið. Það er langbest fyrir þá, sem vilja kom- ast hátt til þess að fá vítt útsýni, að stíga upp í flugvjel. Úr flug- vjelum er víðari útsýn en af nokkru fjalli. Jeg hefi aldrei skilið þann metnað að skríða upp snar- brattar skriður og klöngrast í fjalls eggjum aðeins til þess að geta sagt að uppi á brúninni hefði maður staðið litla stund. Sjaldan er mikla fegurð að finna uppi á fjóll- um, en fjöllin eru fögur tilsýndar. Og þegar báturinn skreið fvrir Haganes, sem gengur fram af Byltu og jeg stóð andspænis þessu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.