Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 4
[: 536 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (þar á meðal Jón Pjetursson og Magnús^-Stephensen dómarar), en fimm tilkynna að þeir bjóði 9 stúlk- um. Ekki er hægt að sjá hve marg- ir utanf j ilagsmenn hafa tekið þátt í dansleiknum. ——o----- Að lokum skal svo sagt frá einni aukaskotkepni, sem öllum var gef- inn kostur á að taka þátt í. Mun l, hafa verið til nennar vandað í alla í staði og höfð útispjót að ná í sem flesta utanfjelagsmenn til að keppa f svo að tekjur fjelagsins yrði sem r mestar. Voru enn boðin númer fyrir 1 rdl., en nú var það rýmra um en á kepnum fjelaga, að hver maður er númer keypti mátti sjálf- ur velja skotmann fyrir sig, ef hann treysti sjer ekki til þess að keppa sjálfur, eða gat ekki komið því við. Byrjað var á því að auglýsa kepni þessa hjer í Reykjavík og menn beðnir að skrifa sig á lista, og láta þess jafnframt getið hvort þeir ætluðu að skjóta sjálfir, eða hvern þeir hefði kosið til að skjóta fyrir sig. Jafnframt var tilkynt að gamli skotbakkinn, 150 alna, yrði notaður að þessu sinni. Verði ekki hægt að ljúka keppninni á einum degi, verði haldið áfram næsta góð- viðrisdag. Sjest á þessu að stjórn fjelagsins hefur búist við mikilli þátttöku, enda varð sú reyndin á. ■— Hundrað riúmer seldust hjer í Reykjavík. En það þótti stjórninni ekki nóg. Þá var einnig til skotfjelag í Keflavík, og voru helstu menn þess P. L. Levinson verslunarstjóri (er seinna varð forstjóri Glasgowversl- unarinnár hjer í Reykjavík) og H. P. Duus, er seinna varð kaup- maður í Reykjavík. Hinn 4. janúar 1871 skrifar stjórn Skotfjelags Reykjavíkur „systurfjelaginu“ í Keflavík og skorar á þá Keflvík- inga að taka þátt í skotkepninni. Sendir hún einnig lista og biður menn að skrifa nöfn sín á hann og taka þar fram hve mörg númer hver kaupi, og hverja þeir kjósi að skjóta fyrir sig, ef þeir geti ekki komið sjálfir.. Þetta bar tilætlaðan árangur. — Átján Keflvíkingar skrifuðu sig fyrir 40 númerum og sendu 40 rdl. um hæl og brjef með, þar sem þeir segja að þeir hafi falið þremur af skyttum sínum að fara til Reykja- víkur og keppa þar fyrir þá alla. En farist þetta fyrir vegna veðurs, eða annara óviðráðanlegra orsaka, þá hafi ýmsir beðið kunningja sína í Reykjavík að skjóta fyrir sig. En fari nú svo, að þeir geti ekki orðið við þessu, biðja þeir stjórn Skot- fjelagsins að velja menn fyrir sína hönd. Skotfjelagið ljet ekki við þetta sitja. Það skoraði enn fremur á Hafnfirðinga að koma og keppa. Ekkert skotfjelag var þá til í Hafn- arfirði og því varð þátttakan minni en ella. Þó skráðu 10 menn sig fyrir 13 númerum. Þar á meðal voru þeir C. Zimsen, faðir Knud Zimsen fyr- verandi borgarstjóra, H. Linnet og Þorfinnur Jónatansson. Aðalástæðan til þess að svo vel var tekið undir þetta, mun hafa verið sú, að Skotfjelagið hjet 14 verðlaunum fyrir skotfimi, og var andvirði þeirra samtals um 80 rdl. Er fróðlegt að vita hvaða gripir það voru, sem freistuðu manna, og bera það saman við það sem nú er boðið í hlutaveltum, happdráttum og get- raunum. Verðlaunin voru þessi: 1. verðl. 12 teskeiðar og tesía úr silfri 20 rdl 2. — 3 matskeiðar úr silfri 15 rdl. 3. — Matskeið og gaffall úr s. 10 rdl. 4. — Kökuskeið 5. — Vínbikar 6. — Silfurnæla 7. — Munn-tóbaksdósir 8. — „Kompotskeið“ 1 9. — Stráskeið 10. — Kragahnappar úr silfri 11. — Púðurmælir úr silfri 12. — Sól 13. — Smáskeið (Dessertskeið) 14. — 2 saltskeiðar. Skotkepnin fór svo fram 18. jan- úar. Keflvíkingar gátu ekki komið og urðu því aðrir að skjóta fyrir þá. Og vegna þess að margir Reyk- víkingar treystu sjer ekki til þess að skjóta, varð mikil aðsókn að bestu skyttunum í Skotfjelaginu. Höfðu sumar þeirra 5, 8 og 12 númer á sinni könnu, eða 15, 24 og 36 skot. Fór því svo, að sumir þeirra unnu verðlaun fyrir aðra, þótt þeir fengi engin verðlaun sjálfir. Fyrstu verðlaun hlaut H. P. Duus í Keflavík og tvenn önnur verðlaun komu í hlut Keflvíkinga, 10. verðlaun hlaut H. Siemsen versl unarstj., og 13. verðlaun'hlaut P. Levinsen. Einn Hafnfirðingurí Þor- finnur Jónatansson, hlaut einnig verðlaun, það voru tóbaksdósirnar. Mátti það kallast sæmilegt af utan- bæarmönnum að fá 4 verðlaun af 14. Fimtándu verðlaun voru einnig veitt og voru það heiðursverðlaun handa þeim, er fekk flest stig að meðaltali á hvert skot. Þau verð- laun hlaut V. Bernhöft bakari og var það 1 sól með einni flösku af portvíni og annari af sherry. Þess má geta að hreinn ágóði fjelagsins af þessari skotkepni nam 35 rdl. ----o---- Hjer skal nú staðar numið, því að þetta átti ekki að vera saga Skotfjelagsins. Hún gæti orðið löng, því að fjelagið starfaði fram undir aldamót. Þetta er aðallega skrifað til þess að gefa mönnum nokkra hugmvnd um hvernig fje- lagið starfaði og eir.s til þess að vekja athygli á því, að nafnið Skot- húsvegur hefur þó nokkurt sögu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.