Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 547 Forspdir menn Sjera SJERA ILLUGI JÓNSSON, sem síðast var prestur í Kirkjubólsþingum á Langadalsströnd, var sonur Jóns bónda .Þorsteinssonar á Blikalóni á Melrakka- sljettu og konu hans Þorgerðar Illuga- dóttur (systur sjera Grímúlfs í Glaum- bæ). Sjera Illugi var faeddur að Ási I Kelduhverfi 1728 (?), útskrifaðist úr Hólaskóla 1750, varð prestur að Árnesi 1754, kvæntist 1760 Sigríði dóttur Magnúsar prófasts Teitssonar í Vatns- firði og varð s. á- aðstoðarprestur hjá tengdaföður sínum, og fór hann nauð- ugur frá Árnesi. í Vatnsfirði var hann 20 ár og fekk þá Kirkjubólsþing (1780). Var heldur kalt milli þeirra sjera Guð- laugs Sveinssonar, er þá hafði fengið Vatnsfjörð. Sjera Illugi bjó á ljensjörðinni Bakka á Langadalsströnd. Hann var vel að sjer, vitur og forspár, góður kennimað- ur og jafnan virtur og elskaður af sóknarfólki sínu, því hann var mesta Jjúfmenni. Hann sagði fyrir dauða sinn og með hverjum atvikum verða mundi; einnig sagði hann fyrir hvað mundi koma fram við börn sín, og rættist það. En um Jón son sinn sagði hann það einungis, að sjer væri það hulið, hvað fyrir honum lægi. Á nýársdag 1782 JÓBltSSOIB sagði hann um tvo heldri bændur í sókn sinni, að það væri sveitinni mik- ill skaði að þeir yrði báðir látnir fyrir næstu sumarmál, ,,en þó lifa þeir mig,“ sagði hann. Skömmu síðar fór hann sjóveg í kaupstað vestur á Skutulsfjörð. Var á skipi með honum Jón sonur hans og Jón stúdent son Jóns prófasts Sveins- sonar á Stað í Steingrímsfirði og 3 menn aðrir. Að kveldi 14. janúar komu þeir að Reykjanesi til Jóns sýslu- manns Arnórssonar, og ætlaði prestur að gista þar um nóttina, en formaður- inn, sem Hinrik hjet, vildi það fyrir engan mun, og kallaði þá alla til ferðar. Kvað prestur ekki mundu duga að fresta því, sem fram ætti að koma. Skipið fórst um nóttina á skeri fyrir framan lendinguna á Arngerðareyri. Fundust skipverjar allir látnir á sker- inu, nema Hinrik, og með þeim um- merkjum sem þeir hefði komist lifs upp á skerið, en dáið af vosi og kulda. Sjera Guðlaugur í Vatnsfirði flutti konu sjera Illyga tíðindin með óþýðum orðum, gvo að hún leið í ómegin. Hún lifði þó lengi eftir þetta, dó 8. sept. 1830. Þau sjera Illugi áttu 14 börn (sumir segja 16). Eitt var Ingibjörg, Illugi í Viðey, af þeim 55 bókum er klaustrið þar átti 1397, 5. Engin kirkna þessara hefur átt veggtjöld, til að hylja nekt grjóts og moldar. Eigi hejdur nokkurn hlut til fegurðarauka eða uppörfunar, nema fáar þeirra altaristöflur. Áður átti fjöldi kirkna „tjöld um- hverfis sig“, og í katólskum sið, áttu rjett allar kirkjur eitthvað af kross- um, skriftum og líkneskjum helgra rnanna, ásamt fleiri góðum gripunt og klæðum. í meiriháttar kirkjum voru þá líka fleiri en eitt altari, hvert með sín- um búningi og Ijósum fyrir dýrðl- ingum þeirra. En upp úr siðaskipt- unum, á 16. öld, var flest af þessu tæi rifið og ruplað, brotið og braml- að, og sumir kjörgripir, sem Danir voru ekki búnir að ræna, með silfr- inu og gullinu, voru síðar seldir út úr landinu, 6. Víða hafa þá (um 1632) verið orðin ömurleg umskipti frá blóma- tímanum, þótt núnnu munaði en á Strönd í Selvogi. Árið 1397 átti kirkj- an róðukrossa tvo (Krist á krpssi. — Annan vantaði þá) og 2 krossa aðra, Maríuskrift og Tómásskrift, auka altari 1 eða tvö. Og í skrýða: Auk veggtjalda og prestskrúða, 5 hökla, 6 kantarakápur, 6 altarjsklæði, bríkarklæði — með bastarð og silki, og annað tij, altarisbrún ( og „lagð- ur á borgarbúnaður gylltur með silf- ur“), 5 altarisklæði fyrir krossi og Mariualtari, 2 klæði rauð með sæi, 2 græn, 2 forn, 4 smádúkar, 4 slopp- ar, messuserkur. Enníremur 4 gler- gluggar, bækur margar og fjöldi ann- arra kirkjugripa. (Sbr. muni Strand- arkirkju hjer áður, og Fornbrs. IV. bls. 100). V. G. sem var bústýra hjá Bjarna riddara Sivertsen, annað Karitas, er átti Jón rektor í Lambhúsum, föður sjera Mark- úsar í Odda og sjera Ásmundur í Odda. Einn sonur sjera Illuga var Þorsteinn er fór utan og tók sjer nafnið Hjalta- lín. Hann varð kunnur listmálari í Þýskalandi og er ævisaga hans prentuð í „Allgemeine Deutsche Biographie“. (Eftir Daða fróða o. fl.) w & w w SKJOL Upp um haga, út við sjá assku lag við þráum, þar langa daga lesa má ljóð af blaði og stráum. Englnn meinar anda manns ýmsa leynistígi, stundum eina útlagans allra meina vígi. Þiggja eigum heigan heim. — Huldan leigur gefur — Byggja megum guðageim, gamail beigur sefur. Eigi hönd á engu val, allt í böndum snjóa flug á önd í fjarran dal finnur lönd sem gróa. BJÖRN DANÍELSSON & & ® ® Karföf lur Á FRAICKLANDI hafa menn þessa að- ferð til að geyma kartöflur: Fyrst eru þær þvegnar, síðan er þeim (í körfum eða netj) brugðið niður í sjóðandi vatn og ekki haldið lengur niðri í en svo sem 4 sekúndur. Svo eru þær teknar upp og helt á gólfið. Eftir það eru þær strjájbreiddar til þurks á þerrilofti eða þurrum stað. Skal síðan geyma þær á dimmum stað. Með þessum hætti má halda kartöflum óspíruðum og óskemd- ura og bragðgóðum fram á sumar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.