Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS athafna. En það getur líka orðið til stórbölvunar þegar egnt er ilt skap. Þá geta múgæsingar leitt til hinna svívirðilegustu athafna, manndrápa, morða, ofsókna og styrjalda. Einvaldar nútímans hafa lagt mikla stund á að koma á múgæs- ingum. Þeir nota til þess hóp- göngur, hornablástur og sjónhverf- ingar. Ef mannkynið nær einhvem tíma pólitískum þroska og dóm- greind, þá ætti menn að spyrja sjálfa sig þegar þeir finna að þeir ætla að hrífast með af æsingi ein- hvers ræðumanns: „Mundi jeg hafa trúað því, sem hann segir, ef hann hefði talað við mig einan, ef jeg hefði verið laus við múginn í kring um mig, hornablástur og all- an þennan leikaraskap?" Oftast nær mundi svarið þá verða neit- andi, vegna þess að sannleikurinn þarf ekki á neinum æsingameðul- um að halda. Á þessu sviði eins og öðrum, er því þekking og reynsla í höndum illra manna, mjög hættuleg. ----4---- Þegar jeg lít nú yfir allar þær framfarir, sem orðið hafa og þær framfarir sem væntanlegar eru á næstunni, og reyni svo að gera mjer grein fyrir því hvernig fram- þróunin muni verða næstu 50 eða 100 ár, þá blasir við mjer stór- hætta, sem vofir yfir mannkyninu, hættan á andlegum þrældómi. Alt sem gerist verður til þess að efla völd yfirdrotnaranna. Eðlisfræðin mun leggja þeim „betri“ kjarna- sprengjur upp í hendurnar. Líf- fræðin mun gera þeim fært að hefja bakteríuhernað. Lífeðlis- fræði og sálfræði mun kenna þeim hvernig þeir geta eftir geðþótta örfað menn eða beygt þá. Og hópsálarfræðin mun kenna þeim hvernig þeir eiga að koma á sam- eiginlegri vitfirring, til þess að menn sjái ekki hve heimskulegar fórnir þeir færa harðstjórunum. Nýtísku vísindi gera einvalds- drotnun mörgum sinum verri en hún hefir nokkurn tíma verið. Og aldrei hefir hin gamla frjálslynda stefna verið jafn nauðsynleg og nú. Hugsanafrelsi, málfrelsi, ritfrelsi, frjáls gagnrýni á stjórnarstefnu og lögmæti þess að meiri hlutinn skuli ráða — alt eru þetta gamlar kröf- ur, en hafa mist nokkuð af áhrifa- gildi sínu vegna þess hve oft þær hafa verið endurteknar. En aldrei í sögu mannkynsins frá upphafi hafa þær haft svo mikla þýðingu sem einmitt nú. Þessar hugleiðingar leiða mig inn á annað svið mannlegs við- horfs. Hin fullkomna þekking full- nægir ekki kröfum mannanna. Það þarf einnig að kenna mönnum að hfa, benda þeim á þær hugsjónir sem stefna ber að og menn hafa fengið með trúarbrögðunum, heim- spekinni, skáldunum og hinum dáðu hetjum. Ekkert skipulag, engin fullkomin vísindi geta kom- ið í stað þessara lífsþarfa. Vísindin geta heldur ekki bent á að neitt af þessu skuli tekið fram yfir hitt. Á næstu hálfri öld verður tening- unum kastað um tvær gjörólíkar skoðanir á því hvað gefi lífinu það gildi, að vert sje að því sje lifað. Annari stefnunni fylgi jeg — hina fyrirlít jeg. Þegar jeg les um hinar aumlegu játningar þeirra manna, er Sovjet- stjórnin hefir ákært fyrir hin furðu legustu og lýgilegustu afbrot — sem hvert einasta mannsbam veit að þeir hafa ekki framið — þá finn jeg til blygðunar. Jeg finn að líftegundin maður — homo sapiens — er dregin niðixr í sorpið og að ofsóknararnir, sem belgjast út af metnaði yfir sigri sínum, eru auð- virðilegri heldur en hin vesælu fórnarlömb þeirra. Mjer nægir ekki sú skýring að þetta sje bláber mannvonska, hjer er eitthvað sem ristir dýpra. Það er sjerstakur skilningur á því hvernig lífinu skuli hfað, og frá mínu sjónar- miði er hann hræðilegur. Ofsóknir og niðurbrot andlegs frelsis fylgjast ætíð að þar sem það er talið nauðsynlegt að varð- veita einhvern rjetttrúnað og hið opinbera refsar harðlega fyrir ait hvik frá hinni rjettu línu. Og með- an þetta tvent fer saman er svo sem alveg sama hver rjetttrúnað- urinn er. Það er fyrst og fremst undir því komið hvort hægt verður að aí- stýra nýrri heimsstyrjöld, hvort nokkur árangur á að verða af hin- um glæsilegu andans afrekum á fyrra helmingi aldarinnar, og hvort hægt er að halda áfram á sömu braut. En það er einnig undir því komið að vjer getum varðveitt hið dýrkeypta frelsi Vestur-Evrópu er hún hlaut eftir ofsóknir og ofstæki trúarbragða styrjaldanna. Rússar hafa aldrei þekt þetta freisi nema þá stuttu stund er Kerenski sat þar að völdum. Eftir átta mánaða lausn undan þrælatökum keisara- veldisins, hvarf Rússland undir þrælatök kommúnismans. Það er ófyrirgefanleg heimska að halda að rússneski kommúnisminn sje ný- tísku stefna sem vilji framfarir. Að níu tíundu hlutum er stéfna hans og stjórnsemi ekki annað en ný aðferð þeirrar miðaldakúgunar, sem Rússland hefir aldrei getað losnað undan. : .....• ,, Vor vestræna menning er að miklu leyti að þakka þeirri upp- götvun, að mikið af því sem talið er vísindi, er í raun og veru óá- byggilegt. Galilei vissi minna í eðlisfræði og stjörnufræði heldur en andstæðingar hans þóttust vita. Hleypidómalaus og glöggur hag- fræðingur eða fjelagsfræðingur nú á dögum veit minna en hinir harð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.