Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 11
% LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r\í? 543 Vigfús Guðmundsson: NIÐIiRLÆGSNG SCiOliCÍ^AIMNA A ISLAI^P EIN AF hinum hörmulegu afleiðing- um einokunar Dana á íslandi, var eymdar útlit kirknanna á þeim öld- um, vegna timburleysis, og aðbún- aður allur, vegna fátæktar fólksins. Rekatimbrið, sem kirkjurnar áttu þátttöku í, var þá líka nær að þrot- um komið en áður. Á þjóðveldisöldunum sóktu sumir kirknaeigendur og frumbvggjendur sjálfir viðinn til Noregs. Og meðan biskupsstólarnir áttu haffær skip, gátu þeir sókt viðinn í dómkirkjurn- ar, og má vel vera að fleiri kirkjur hafi þá líka getað notið nokkurra þæginda. Skálholtsskip flutti síðast tímbur í dómkirkjur.a, frá Noregi (og Vgstfjörðum) eftir brunann 1527—8, á dögum Ögmundar biskups. Þá um líkt leyti fluttu Þjóðverjar timbur í verslunarhús sín hjer á landi og í kirkju sína í Hafnarfirði 1537? (er þar var fram á fyrstu ár einokunar). Ef til vill hafa Þjóðverj- ar flutt þá líka timbur til sölu. Og eigi síður gátu kaupmenn flutt timbur frá Noregi, a. m. k. fram á daga norsku einokunarinnar, á fyrri- hluta 14. aldar. En allt er þetta í óvissu. Hitt er margsannað, að oft- ast á einokunartíma Dana (1602— 1786) var flutt til íslands mjög lítið timbur og þá skjaldan það kom, var það oft bæði skemt og afar óhentugt, t. d. stór trje, en enginn borðviður. Set jeg hjer nú sýnishorn af útliti nokkurra kirkna á síðastnefndum árum, ésamt búnaði þeirra, eftir heimsókn og lýsing (visitation) Gísla biskups (1632—8) Oddssonar, — úr Brjefabók V. bls. 283—302 Tek aðal- atriðin um kirkjurnar aðeins og muni þeirra, orðrjett hvað efni snert- ir, en sleppi öðru efni að mestu leyti. Og til að sýna hve almenn var niður- lægingin, tek jeg flest allar kirkjur í Kjalarnesþingi, — þó í annarri röð en bókfært er. (Fáar vantar þar): Staður í Grindavík (1632?) í kirkjunni 8 bitar á lofti, að auki stafnbitar, laus prjedikunarstóll, al- þiljaður kór, kirkjan alþiliuð norð- an fram, utan 2 stafgólf, 4 stafgólf þiljuð sunnan fram. Kirkjan vel standandi. Sjera Gísli (Bjarnason pr. þar 1618—56, og próf.) hefur útauk- ið 2 stafg., 6 álnir á eigin kostnað. Dyraumbúningur með hurð og hring. „Orna menta“ (munir): Hökull gam- all, bættur og allur slitinn, rikilín aurslitið, altarisklæði með dúk og klæðisbrún, hæft, þó slitið. Kopar- pípur tvær, önnur minni (þ. e. ljósa- stjakar), tvær klukkur, önnur lítið brákuo, þriðja komin frá Hrauni, lít- il kólflaus .... Nýr kaleikur gylltur innan, vóg 12 dali, patína hvít er sjera Gísli keypti af Laurs Benndsen kaupm. 1625, fyrir 16 spesíu virði (32 rd.). Sjera Gísli gaf kirkjunni fordúk og yfirdúk með blámerktri klæðisbrún, og trjeskál fyrir skírn- arsá. Krýsuvík. Kirkja sjálf og kórinn lasinn og illa standandi, mjög ágengileg af vatni og fúa, þillaus með öllu, utan 3 fjalir. Moldirnar líka fallnar, eink- um í kórnum. Altarisklæði og dúkur saman saumað, aurfornt og rotið, sloppur gamall, lítill kaleikiu- og patína, óbrákuð, klukkur 3, tvær nokkuð rifnar kólflausar, ein með kólfi. Koparpípur tvær með 2 pípum hvor, þriðja brotin á annari. Kirkjuvogur. Kirkjan er í smíðum, 4 stafg. Alt- arisdúkur bærilegur, þó gamall, hökull gamall, annar nýr, sem Bjarni Björnsson hefur selt til kirkjunnar, rikkilín gamalt slitið, ein klukka rif- in upp í gegn, kaleikar tveir með patínu af silfri, báðir bættir, lítil Vigfús Guðmundsson kórbjalla, kertahjálmur með 5 lilj- um, nokkuð af brotið vantar eina liljuna, koparpípur 2, önnur dálítið brotin, járnkarl. Hvalsnes. í kirkjunni 5 bitar á lofti, að auki stafnbitar, afþiljaður kór (þ. e. þil milli kórs og kk.), prjedikunarstóll, kórinn óþiljaður utan fyrir altarinu um þvert. í framkirkjunni 3 stafg. þiljuð norðan fram; lasin að fram- þili, sjerdeilir bjórþili. Tveir gler- gluggar, hefur Þorleifur tillagt ann- an. Gamalt og rotið altarisklæði, ann- að nýrra, sem Þorleifur hefur til- lagt, hökull og rikkilín sæmilegt, þó gamalt, kaleikur gylltur ofan, hvern Þorleifur hefur látið endurbæta, pat- ina gyllt óbrákuð, kaleiksdúkur gam- all og rotinn, 2 koparpípur, fanga- ljettar, klukka, sem Þorl. hefur látið endurbæta af einni rifinni klukku og kl.broti, trjeskál fyrir skirnarsá, Baksturseskjur dálitlar, járnkall. % Útskélar. Sex bitar á lofti o.s.frv. Nýlega endurbætt vel standandi, alþiljuð utan tvö stafgólf hvoru megin, þau fremstu með bekkjum sunnan fram, kórinn afþiljaður með prjedikunar- stól, bekkir báðu megin, 2 glerglugg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.