Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 10
542 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skóg. Árangurinn varð síðan sá að fjársterkt fyrirtæki í Manchester í Englandi, bygði þarna pappírs- verksmiðju, sem nú er, eins og áður er sagt ein af þeim stærstu í heimi. Við verksmiðju þessa vinna allir verkam. í bænum, sem ekki vinna á vegum hins opinbera, eða í þágu almennings, því um aðra atvinnu virðist ekki vera að ræða, en verk- smiðjan mannfrek þrátt fyrir allar vjelarnar og nútíma tækni. Það er að sjálfsögðu ekki á færi leikmanns að lýsa stórri nýtísku verksmiðju og ætla jeg því ekki að reyna það, þótt jeg væri svo hepp- inn að fá að skoða hana, ásamt fleirum, undir eftirliti umsjónar- manns. Þó skal þess getið til þess að gefa nokkra hugmynd um þetta risavaxna fyrirtæki, að við geng- um hratt gegnum vjelasalina og fylgdumst með trjánum frá því að þau komu að vjelunum og þangað til þau voru orðin að fullunnum blaðapappír, og vorum rúman klukkutíma. Verkskifting öll og vinnubrögð eru afar fullkomin og fagmaður á hverjum stað. Jafnvel þeir sem ferma skipin, vinna á þann hátt að ómögulegt er annað en að dást að þeim handbrögðum. Þarna hafa Bretarnir tekið upp amerískar að- ferðir á flestum sviðum. Skipin, sem flytja trjábútana frá fjarliggj- andi skógarhöggi, eru gamlir inn- rásarprammar ,mjög stórir. Losun þeirra fer fram á þann hátt að sjó er hleypt í lestarnar, þannig að trien fljóta svo að „grabbi", sem sökt er niður, fær ávalt kjaftfylli. „Grabbi“ þessi, sem ekki er ósvip- aður kolakrananum í Reykjavík, skilar síðan trjábútunum í afar- stórt lón eða tjörn, sem er fyrir innan uppfyllinguna, en við verk- smiðjuna sjálfa er svo færiband niður í lónið, sem flytur trjen að vjelunum. Vegna þess hve stórt lónið er, eru spaðar við færibands- endann sem mvnda straum í lónið, sem dregur trjábútana að færi- bandsendanum og síðan taka vjel- arnar við, sem afbarka þá og þvo. Þegar timbrið er laust við börkinn og nægilega hreint, en það virðist mikið atriði, því stundum er það tvíþvegið, fer það í kvörn, sem malar það mjölinu smærri á auga- bragði. Við bryggjuna eða rjettara sagt uppfyllinguna, liggja ávalt skip til þess að ferma framleiðsluna, jafn- ótt og hún er tilbúin og verða stundum að bíða eftir farmi í nokkra daga. Verksmiðjan fram- leiðir um 2000 smálestir af blaða- pappír á sólarhring og hefur aldrei við, því pappír er eftirsótt vara nú á dögum, enda orðin afar dýr.Verk- smiðjan skilar pappírnum í keflum, sem vega um og yfir 1100 ensk pund. Þungi hvers keflis er skrif- aður á umbúðirnar og nákvæmnin svo mikil að reiknað er upp á Vfe pund, á svona miklum þunga. Við lestun á pappírskeflum er meira hugsað um að láta farminn komast óskemdan á ákvörðunar- stað, heldur en að koma sem mestu 1 skipið. Keflin verða að standa upp á endann og á sljettu, en til þess að svo megi verða, verður að smíða lárjetta palla í lestarrúmin, þar sem skipsíðan bognar inn að botninum. Þetta orsakar auðvitað miklu minna lestarrúm, mikla smíðavinnu og timbur, sem seljast myndi heima fyrir tugþúsundir króna, en hjer er það einskisvirði, eftir að það hefur lokið þessu ætl- unarverki. Nú er það svo, að hafnirnar á norðvestur strönd Nýfundnalands og norðvestur Nova Scotia í Can- ada, eru lokaðar vegna ísa nokkra mánuði ár hvert að vetrinum og stundum langt fram á vor. Þett'a er skiljanlega nokkuð misjafnt, eftir árferði, en pappírsverksmiðj- an í Corner Brook tryggir sjer stöðugan rekstur, allt árið, með því áð safna birgðum til vetrarins, að sið hygginna búmanna og má sjá fjallháa viðarkesti við verksmiðju- húsin. Mikið er hugsað um öryggi verka manna og blasa alls staðar við að- varanir við hinu og þessu, en við aðaldyrnar er tafla, sem sýnir slys- in á hverjum mánuði og svo heild- artöluna yfir árið, sem er að líða og loks slys fyrri ára og orsakir þeirra. Taíla þessi ber með sjer að slysunum hefur stöðugt farið fækkandi, ár frá ári. Þá er í and- dyri skrifstofanna „Suggestion box“, eða brjefakassi, þar sem hver sem er getur lagt inn miða, með nýum uppástungum um betri til- högun á vinnu eða annað varðandi reksturinn, en einnig gagnrýni á einu eða öðru og þarf viðkomandi ekki að láta nafns síns getið frem- ur en hann vill. Má telja víst að mörg uppástungan hefur komið frá óbreyttum starfsmönnum fyrirtæk- isins, um betra fyrirkomulag, nýar uppfinningar o. s. frv., því tæplega hefur öll þessi verklægni og vinnu- brögð, verið sjeð fyrirfram og bet- ur sjá augu en auga, segir mál- tækið. í Corner Brook er unnið rótt og dag, í vökum, því ekki dugar að láta hin dýru skip bíða lengur en nauðsynlegt er. Það líður því ekki langur tími frá því að lestarrúm skipsins eru tilbúin undir farminn og þar til Katla er fullfermd og nú er haldið suður á bóginn, til Jack- sonville og Miami í Florida, en milli þessara borga á að skifta farminum „Half and Half“, eins og Ameríkaninn segir, en báðar þess- ar hafnir eru einnig ókunnar slóðir, því þangað hafa aldrei komið ís- lensk skip og í þeim höfnum hefur íslenski fáninn aldrei sjest blakta við hún og þó eru þetta aðeins áfangar á leið skipsins til enn suð- rænni staða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.