Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 6
533 £ r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjálfur hvernig hann eigi að kom- ast heim aftur! -----o---- í líffræðinni hafa ekki orðið jafn stórkostlegar framfarir og í eðlis- fræði, en þar bíða jafn merkileg viðfangsefni. Rússar hafa hafnað erfðakenningu Mendels, vegna þess að hún er of seinvirk tii þess að fullnægja sovjetstjórninni, en þeg- ar til lengdar lætur, mun koma í ljós, að lögmál þau, er Mendel bygði á eríðakenningar sínar, munu geta valdið stórkostlegum breyt- ingum. Þau hafa þegar stuðlað að kynbótum á búpeningi og nytja- jurtum. Það er sannað að erfðir stafa frá hinum svokölluðu „gener“, sem eru óháðir líkamanum að öðru leyti. En menn vita að hægt er að hafa áhrif á þá með röntgengeislum — enda þótt allar slíkar tilraunir hafi haft neikvæð áhi'if. Máske kemur sú tíð, að hægt er að hafa áhrif á þessar erfðafrum- ur til bóta. Ef vjer gætum ákveð- ið fyrirfram meðfædda hæfileika, þá mundi slíkt bera ófyrirsjáanleg- an árangur. Máske verður þetta gert á verra veg þegar um erfða- eiginleika barna er að ræða, vegna þess að vjer getum gert ráð fyrir að valdhöfum standi ekki á sama um það hvers konar mannkyn vex upp. Þeir munu helst kjósa undir- lægjuhátt og flokksfylgi og telja það nauðsynlegustu eiginleika mannsins. -----o---- Nýasta rannsóknasviðið er sálar- líf manna. Þetta hefir setið á hak- anum, ekki svo mjög vegna þess að sálarlífið sje margbrotið og erfitt viðfangs, heldur miklu frem- ur vegna þess að vjer erum ófúsir á að viðurkenna að vort eigið sál- arlíf sje háð vissum lögmálum og reglurn, enda þótt vjer sjáum að svo er um náungann! Það eru tveir menn af næstu kynslóð á vmdan oss, sem hafa unnið mest að því að auka skiln- ing á manneðlinu. Þar á jeg við þá Pavlov og Freud. Aðferðir þeirra voru ólíkar og venjulega hafa lærisveinar annars skömm á fylgj- endum hins. En sannleikurinn er sá, að taka verður tillit til beggja. Pavlov vann að rannsóknum sínum á meðan rússneska bylting- in fór fram, og hann vissi varla af því að nein bylting væri. Hann fekk síðar sams konar vinnufrið hjá Sovjetstjórninni og Tolstoj hafði fengið hjá keisaranum. Pav- lov vann eingöngu að ytri athug- unum og gerði rannsóknir sínar á hundum en ekki mönnum. Hann komst að því, að ef soltnum hundi er boðið kjöt, þá byrjar hann að slefa. En sje hann látinn fá í sig rafgtraum í hvert skifti sem hann ætiar að glefsa í kjötið, þá fer svo eftir nokloirn tíma að hann vill ekki sjá kjötið og hættir að slefa, hve girnilegur biti sem honum er boðinn. Pavlov kendi hundum sínum að stilla sig á margan hátt. Hefði hann verið með tilraunir sínar í drengjaskóla, má búast við að drengirnir hans hefðu orðið fyrir- mynd allra annara um hátt- prýði. Freud sýslaði aftur á móti við tilhneigingar, ástríður og leyndar hvatir, sem móta framferði manna. Hann sýndi fram á hverja þýðingu það hefir er menn byrgja eitthvað niðri, æskuminningar og tilhneig- ingar, sem menn blygðuðust sín fyrir, en hvernig svo fór þegar þetta fekk útrás, að það var eins og þeir nytu þess að ljósta Upp ljótustu hugsunum sínum, og þá ekki síður að útmála ljótar hugs- anir vina sinna. Þeim varð það nokkurs konar sport að leita uppi ávirðingar annara — líkt og þeg- ar apakettir eru að leita hver öðr- um lúsa. Mörgum þóttu þessar upp- götvanir broslegar, en því verð- ur ekki neitað að Freud hefir þarna beint athygli manna að ákaf- lega mikils verðu atriði, sem sál- fræðingar höfðu sniðgengið áð- u,r. ----o---- Rannsókn á kirflastarfsemi og hormónum hefir brugðið nýu ljósi yfir innra líf mannsins. Þau áhrif, sem kirtlarnir hafa á eðlilegan hátt, er nú hægt að framleiða með inn- spýtingum. Þetta er svo sem ekki að öllu leyti nýtt. Það eru mörg hundruð ár síðan að menn vissu að hægt var að gera menn að ofur- hugum, með því að byrla þeim „stríðsöP*. En það sem er nýtt í þessu er þekkingin á starfsemi kirtlanna. Vjer lítum með fyrirlitningu á þann mann, sem drekkir sorgum sínum í áfengi, vegna þess að það spillir honum andlega og hefir slæm áhrif á líkamann. En e£ mönnum tækist nú að uppgötva og framleiða einhvern drykk — og það tekst áreiðanlega einhvern tíma — sem hefir þá eiginleika að menn geta að ósekju drekt sorgum sínum og áhyggjum, þá mundi það hafa furðulegar afleiðingar. Stjórn- irnar mundu auðvitað sölsa undir sig framleiðslu og sölu þess drykkj- ar, því að það væri ekki ónýtt fyrir þær að gefa hinum óánægðu and- stæðingum bragð til þess að friða þá. Þá er einveldinu fyrst algjör- lega borgið, því að þá getur það með þessu móti þaggað niður alla óánægju. Máske verður þetta verr.i en áfengið — enda þótt engir fylgi því timburmennirnir. ----o---- Hópsálarfræði er ný vísinda- grein, en getur haft sjerstaklega mikla hagnýta þýðingu. Allir höf- um vjer sjálfsagt komið á æsinga- fundi og espast sjálfir á því að vera innan um æsta menn. Þessu væri hægt að beita til góðs með því að örfa menn íil nytsamlegra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.