Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 1
6. tbl. XXVII. árg. JfovgnnHatoiit* Sunnudagur 24. febrúar 1952. ÁRNI ÖLA: KELSALLSGJÖF Haustið 1853 andaðist í Englandi auðmaður nokkur, Charles Kelsall að nafni. Þegar erfðaskrá hans var opnuð, kom í ljós, að hann hafði arfleitt lærða skólann í Reykja- vík að 1000 sterlingspundum, með því skilyrði að fénu væri varið til þess að bvggja sem allra fyrst hús fyrir bókasafn skólans. Þá ráðstöfun hafði hann og gert, að þetta yrði tilkynnt danska sendi- ráðinu í London og því falið að annast á bezta hátt yfirfærslu þess- arar upnhæðar, en hún var bundin í Wi.% verðbréfum „The new South Sea“ félagsins, sem ríkis- stjórnin hafði bá tekið undir sig. og voru þetta bví í rauninni ensk rík- isskuldabréf. Bókhlaða Menntaskólans. Þessi ákvörðun hins látna manns mun hafa þótt allundarleg, því að hann hafði aldrei til íslands kom- ið, og enginn vissi nein deili á þess- um skóla í Reykjavík, er hann hafði arfleitt. Erfingjar hans mót- mæltu því þegar þessum hluta erfðaskrárinnar og kváðu orðalag hans svo óákveðið, að þeir kröfð- ust þess að hann væri ógiltur. Var málinu þá vísað til dómstólsins „The Court of Chancery“ og liðu svo fjögur ár að ekkert fréttist meira af þessu. Á öndverðu árinu 1858 kemur svo bréf til stiftsyfirvaldanna hér frá Kirkju- og kennslumálaráðu- neyti Dana, dagsett 19. janúar. Seg- ir þar frá því að „Court of Chan- cerv“ hafi nú farið fram á það að fá nákvæmar upplýsingar um skólann í Reykjavík. Sendir ráðu- neytið fyrirspurnir dómstólsins og biður um svör við þeim. Stiftsyfir- völdunum varð auðvitað greitt um svör. Þau skýrðu frá því að Reykja- víkurskóli væri nú eini mennta- skólinn á landinu og arftaki hinna fornu skóla á biskupssetrunum, Hólum og Skálholti. Þau skýrðu og frá fyrirkomulagi skólans, nem- endafjölda og kennslugreinum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.