Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Síða 16
92 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kötluhlaupið 12. okt. 1918. — Þennan morgun var veður fram- an af degi hið ákjósanlegasta. Um hádegisbil fóru allmargir bændur úr Álftaveri og fleira fólk til lögrjettar, því þá var rjettardagur. Safnsmenn allir, 16 að tölu, voru dreifðir um allan austurhluta Mýrdalssands, vest- an frá Mýrdalsjökli og austur að Kúða- fljóti. 7 af þessum mönnum áttu að safna afrjett Álftverinpa, og nær hann alla leið norður að Mvrdalsjökli og norður með honum að austan. í framleið áttu þessir menn einnig að smala alla upphaga, milli Leirár og Ská.lmar, og reka safnið til lögrjettar (Fossrjettar). — Þegar þeir koma fvr- ir Hrísneshólma fóru þeir að heyra nið í vesturátt. í fyrstu var honum lítill gaumur gefinn, en svo fór hann smávaxandi, þar til þeir fóru að heyra óglögga dynki, sem urðu hærri og hærri, og loks hevrðu þeir drunur miklar; voru þeir þá komnir svo nærri rjettinni, að þeir sáu, að þeir menn, sem þar voru, hlevptu þaðan á hestum sínum sem harðast. f sama bili sáu beir að menn þeir, sem vo^u að safna úthagana, fóru austur alt hvað af tók og stefndu til Skálmarbæarhrauna. Duldist þeim nú ekki, að eitthvað óveniulegt væri á seyði. En svo hag- aði til, að þeir ráku safnið eftir sand- lægð nokkurri og voru hraunhálsar beggja vegna, svo þeir sáu ekkert til vesturs; en í sama svip varð ein- um þeirra litið aftur, sá hann þá að jökulflóð mikið og ægilegt geystist fram að baki þeim, og brunaði það fram lægðina milli hraunhálsanna. Gerði hann þá fielögum sínum aðvart sem skjótast. Sáu þeir nú bann kost vænstan að yfirgefa safnið og riða sem harðast undan hlaupinu. Riðu þeir nú sem þeir máttu og stefndu suður á Ljósavatnaháls. Þegar þang- að kom sáu þeir að hlaupið var kom- ið austur úr Skáiminni fyrir sunnan þá; var því eigi fært að halda lengur þá leið. Brevttu þeir þá stefnu og heldu nú í áttina til Skálmabæjar- hrauns, því þar sáu þeir að saman voru komnir margir menn á skeri einu í vesturbrún hraunsins, og þeystu á fleygiferð yfir skurði og læki. Mátti FEGURSTA FJALL Á VESTFJÖRÐUM. Norðan við mvnni Súgandafjarðar rís fjallið Göltur, svipmikið og tígulegt. Er hann talinn Iangfegursta fjall á Vest- fjörðum, þar sem hann gnæfir fremst á nesinu eins og rambyggður kastali, hlaðinn upp alla leið svo að úthafið brýtur á fæti hans. Nokkuð tilsýndar getur honum og svipað til heljar mikils hafnargarðs og er þá gnípa f jallsins eins og viti fremst á þeim garði. Þegar landmælingamennirnir voru þarna á ferðinni, hlóðu þeir vörðu efst á Gelti og reistu bar stöng með hvítum fána. Blakti þessi hvíti fáni þar yfir kastalanum um nokkurt skeið, en er nú horfinn. Eins og sjá má hér á myndinni eru engar skriður framan í f jallinu, heldur eru hin hörðu berglög þar hvert upn af öðru eirs og hlaðin af tröllahöndum í hálfhring upp á móts við f jallsöxlina, en þar yfir gnæfir svo tindurinn með ávölum skriðum og kletta- borg efst, sem ber við himin. — Handan við fjallið er bærinn Keflavík, sem fyrr- um var einn af afskekktustu bæjum hér á landi. Sá bær telst til Súgandafjarð- ar (eða Suðureyrarhrepps). Leiðin þangað lá undir Gelti og var ekki fær nema með fjöru. Nú er kominn viti í Keflavík og þar hefur verið byggt íbúðarhús handa vitaverði, svo að Keflavík fer ekki í eyði héðan af. (Ljósm. Guðmundur Ágústsson). nú varla á milli sjá hvort þeim eða hlaupinu mundi veita betur. Þó náðu þeir hraunbrúninni áður en hlaupið skall á henni, en svo var það nærri komið, að bað fell yfir slóð þeirra svo sem 40—50 metra frá hraunbrúninni. Þessu næst heldu beir til þeirra manna, er safnast höfðu í skerið; voru þar bá komnir allir safnmennirnir, op einnig þeir menn, er eigi höfðu komist fram yfir Skálm. Urðu menn harla fepnir er engan vantaði. (Úr skýrslu Gísla Sveinssonar sýslumanns). Gleymdist að húrra. Alþingi kom saman 1. júlí 1871, og var hið 13. í röðinni. Konungsfulltrúi, Hiimar Finsen, hélt ræðu og lýsti yfir því í nafni konungs, að þingið væri sett. En nú brá svo undarlega við að enginn reis á fætur til að hefja húrra fyrir Kristjáni konungi 9. og óska honum langra lífdaga. — Hafði það þó jafnan verið fastur siður áður ¥ að hylla konung um leið og Alþingi var sett. Konungsfulltrúi beið nokkra stund eftir húrrahrópunum frá þing- mannabekkjunum, en það kom ekki, og þá skoraði hann á aldursforseta að standa fyrir forsetakosningu. — Jón Guðmundsson segir í „Þjóðólfi" að ekki hafi það verið að yfirlögðu ráði að Jpngmenn „húrruðu" ekki, heldur hafi það verið gleymska. Hitt mun sönnu nær að ætla að eitthvað hafi þetta staðið í sambandi við að hin illræmdu Stöðulög er sett voru 2. janúar þetta ár. — Sælubú. Um árið 1100 stofnuðu þau hjónin Tanni og Hallfríður sælubú að Ferju- bakka við Hvítá í Borgarfirði, þar sem mikil umferð var, og lögðu svo fyrir, að sá maður, sem þar býr, skuli „ala alla þá menn, er hann hyggur til góðs að alnir sé“. Sh'kt þótti vænlegt til sáluhjálpar. — (ísl. fornbr.s.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.