Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
113
Rök um gagnsleysi z þarf ekki
að endurtaka hér, menn vita það.
En minna hefur verið rætt um
málskemmd, sem hlotist getur af
því, þegar æfingar með hrúgur af
klúsuðum miðmyndarsetningum
eru barðar inn í 13—16 ára krakka,
svo að þeim verður ávani að hugsa
allt í miðmynd. Miðmyndaraukn-
ing síðustu áratuga í tali á að vísu
fleiri rætur en þessa og er að verða
svo slæm málskemmd, að núver-
andi z-æfingar verða að teljast
hættulegar. Hér tæki of langt rúm
að fletta ofan af þessum fúa, en
allir greindir kennarar hafa kynnst
honum við kennslu.
Önnur stórbreyting, sem er að
gerast þessi árin, veldur því, að nú
fellur z óhelg á verkum sínum, þótt
hún hafi um 20 ár verið óáreitt í
langskólanámi, þar sem þekking
á reglum hennar er sjálfsögð, hvort
sem hún er rituð eða eigi. Það er
lenging skólaskyldualdurs um ár
og sá þarflausi yfirgangur, sem ég
veit ekki hverjum er að kenna, að
afnema tvö síðustu skólaskylduárin
frelsið frá z-námi. Barnaskólar
hafa, sem kunnugt er, aldrei kennt
z. Munurinn er þessi: Hingað til
hafa einungis æðri skólar og sumir
framhaldsskólar lagt nokkra rækt
við z og að loknu prófi þaðan hafa
menn valið eftir geðþótta, hvort
menn lögðu hana niður eða ekki.
Nú er, án ráðherraúrskurðar að ég
hygg, íarið að kúga í fyrsta sinn
alþýðu manna undir þennan hálf-
yfirgefna bókstaf frá 1929, og það
ætlar ckki að takast.
Eitt í þessu er það, að í langskóla-
námi kostaði z-kennslan enga pen-
inga. Nú kostar hún geipiíé hjá
13—15 ára bekkjunum, eins og
raunar öll kennsla dauðra leifa þar,
en árangur nærri því verri en
með y.
Eins og menn hafa leyfi að sleppa
z nú, geta allir, sem kunna hana,
haldið henni ævilangt, þótt hún
hverfi úr skólareglum. Þetta á því
fremur að leyfa um hana en t. d.
tvöfaldan eða einfaldan samhljóða,
að þess finnast engin dæmi, að
lestur rita með z hafi spillt þeim
nemendum, sem rita hana eigi.
Sjálfsagt er að afnema tz um leið
og z, og rita s í stað hvors tveggja,
því að það eru óskráð lög í tung-
unni, að í þeim örfáu tilfellum, sem
það þætti ónóg, hefur höfundur
leyfi til að rita ttst fyrir hið vana-
lega st, er hann vill kveða svo fast
að: slettst í setningunni: þú hefur
slest... gæfi skorinorðari hljóð-
mynd en sletzt eða slezt eða slest
og miklu auðlærðari en útreiknuð
z-stafsetning yrði. Eins yrði mönn-
um frjálst valið milli: þú hefur
leyst eða leyst þig eða leystst, eins
og Egill Skallagrímsson kvað að.
Um hæpin smáatriði
í framkvæmd ritreglna
Um leið og ég fellst á, að ritreglu-
breytingar, sem ég lagði til í grein-
inni s.l. sunnudag, gangi eigi fram
fyrr en eftir víðtækari athugun
máls, verð ég að segja frá smá-
atriðum, sem mér hafa þótt fram-
kvæmd óeðlilega, allt síðan ég tók
kennarapróf 1929 undir stafsetn-
ingarreglu frá 1918. Meðan allt er
kyrrt um stafsetning, er það ,;kenn-
arahollusta“ að þegja um smámuni,
en væri nú rangt.
Auglýsing menntamálaráðherra
um stafsetning 28. febr. 1929 (birt í
Lögbirtingablaði, vanrækt að birta
í Stjórnartíðindum) afnemur ekki
aug'lýsing Jóns Magnússonar ráð-
herra um sama efni í'rá 27. mars
1918 að öðru leiti en því, sem varð-
ar nýu reglurnar um é, z og tvö-
faldan samhljóða, en vísar þó aftur
til enn eldri ritvenju með þessum
orðum:
„Um ílest aðalatriði íslenzkrar
stafsetningar eru allar stafsetning-
arreglur, sem almenningur hefur
íylgt á síðustu mannsöldi'um, svo
samhljóða, að þess er ekki þörf að
greina frá þeim í þessari auglýs-
ingu.“
Hér er höfundum síðari ritreglna
(og öðrum) gefið frjálst val um
mörg atriði, sem breytileg voru
meðal almennings „á síðustu
mannsöldrum.“
Samkvæmt þessu er það mjög úr
lausu lofti gripið t. d. að gera mun
á nf. og þf. nafna eins og Kristinn
eða orða eins og morgun(n), mið-
aftan(n), himin(n) og Auðun. Sam-
kvæmt þessu er ekkert rangt í
þerrri ritreglu, sem mundi létta
talsvert j-reglur, að aldrei skuli
rita j milli tveggja sérhljóða (fylgt
í þessari grein og fylgt af mörgum).
Bann virðist aftur á móti vera við
því í auglýsingunni 1929 að hafa je
í orðum eins og féndur, stél, dé-
skoti, mél, og því hefðu ritreglu-
höfundar átt að framfylgja: „Rita
skal yfirleitt é, þar sem svo er fram
borið (þó aldrei á eftir g og k) ...
Þó skal rita je í ft. af lh. nt. með
nafnorðsbeygingu, þar sem nh.
endar á -j, enda skiftast (svo
ritað þar, mætti svo enn vera) þá
atkvæði á milli j og e, t. d. kveðj-
endur, seljendur, þiggjendur, sækj-
endur.“ Undir þessa j-reglu má
ekki fella nafnorðið féndur, nema
einhver heimtaði, að því yrði skift
í 3 atkvæði: fj-end-ur.
Enginn stafur er um það í aug-
lýsingunni 1929, hvaða merlúng
liggi í mikilvægasta hugtaki henn-
ar, orðinu stofn. Það er ekki nú-
tíðarmerking orðsins, en því síður
merkir það sama og orðið rót í
auglýsingunni 1918, lieldur eitt-
hvað mitt í milli þess, sem við nú
köllum stoín og rót. Þessi ná-
kvæmniskortur hefur skaðað von-
um minna, en er meinlegri orðinn
nú en fyrir t. d. 5 árum. Við næstu
ritreglúprentun verður að höggva
á hnútinn eitthvað í nánd við til-
lögurnar, sem stóðu í Lesbók síðast.
Þjóðleg umbót í reglum 1929,