Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 Eitt af hinum nýju þorpum, sem stjórnin hefur látið reisa. Stúlkurnar eru iðju- samar og skilja ekki snældurnar við sig' þótt þær fari út. mesta frægð fyrir að bæla niður byltingu kommúnista 1949. Annað viðkvæmasta umræðuefni flestra Grikkja er tungan. Hér eru nú notuð tvö allólík tungumál eða réttara væri e. t. v. að segja þrjú. Talmálið er blandað mörgum út- lendum orðum og er mun einfald- ara en hin svo nefnda hrein-gríska (kaparevúsa). Flest skáldin nota talmálið í ritum sínum, en vísinda- rit og háskólafyrirlestrar eru á hrein-grísku. Dagblöðin sigia á milli skers og báru, en eru þó nær hreingrískunni. Við þetta bætist svo mál Nýja Testamentisins, sem kirkjan notar, og forn-gríska, sem kennd er í skólum. Eins og fyrr er sagt, eru Grikkir menn trúhneigðir. Ber saga Forn- Grikkja því órækt vitni. Kristin kirkja tók upp þá stefnu í upphaíi að gefa heiðnum siðvenjum þjóðar- innar kristilegan blæ, í stað þess að útrýma þeim. Má því rekja rót margra kirkjulegra siða og hátta aftur í heiðni. í stað goðanna kornu dýrlingarnir, þótt gerður væri munur á stöðu þeirra að sjálfsögðu. í stað hinna fornu heiðnu sorga - leika, sem upphaflega voru helgað- ir dýrkun guðsins Dionysus, kom orþódoxa messan, sem mjög hefur á sér dramatiskan blæ og hefur að sögn orðið fyrir áhrifum frá grísku sorgarleikunum. — Það sem nýtilegt var talið eða skaðlaust var sem sé látið fljóta með og' fékk, er stundir liðu, íullkomlega kristi- legan svip. Allt frá því, er kristin trú var gerð að ríkistrú í rómverska ríkinu undir stjórn Þeodósíusar mikla, má segja, að kirkjan og ríkið í austri væri eitt og hið sama. Keisarinn hafði úrskurðarvald í öllum mál- efnum kirkjunnar, og kirkjan fylkti sér um hann sem fulltrúa Guðs á jörð. Undir kúgun Tyrkjans var það kirkjan ein, sem hélt lífinu í þjóð- armetnaði Grikkja og hóf frelsis- stríðið 1821. Undir ógnarstjórn Þjóðverja kom það fyrir, að prestar og jafnvel biskupar stjórnuðu skæruliðum. Það er því augljóst, að kirkjan hef- ur alla tíð verið snar þáttur í lífi grísku þjóðarinnar, þótt margt mis- jafnt mætti um samskipti hennar og ríkisins segja á stundum. ,í seinni tíð virðist samlyndið far- ið að kólna nokkuð, þótt kirkjan sé ennþá lang áhrifamesta stofnun Grikklands. Á nafndegi Páls kon- ungs í júní s.l. varð ég vottur að undarlegum árekstri. — Það var sunnudagur og að vanda haldin hámessa kl. 7 að morgni. Var kirkj- an troðfull. Kl. 10 átti að fara fram „Te deum“ fyrir kónginn, og hálf- tíma aður birtist sveit lögreglu- manna, sem tók að ryðja kirkjuna, svo að rúm yrði fyrir ríkisstjórn, þingmenn, herforingja og sendi- menn erlendra ríkja. Erkibiskup- inn, sem kominn er á níræðisaldur, stöðvaði þá messuna, skipaði lög- reglunni á dyr og kvað engan yfir- gefa kirkjuna nauðugan, meðan hann væri nærri. Lögreglan dró sig sneypt í hlé og messan hélt áfrant. Sýnilega var þó lögreglumönnun- um órótt, því von var á hefðarfólk- inu á hverri stundu. Þeir gripu því tækifærið, þegar biskupinn fór inn í kórinn, sem afgirtur er háur.i vegg, og ráku alla út. Erkibiskup varð að láta sér lynda að fá inn borðaklædda broddana í stað ó- breytts almúgans. — Þetta litla at- vik sýndi, að eitthvað er fátt urn kærleika með ríki og' kirkju sem stendur. Þá er og á döfinni þessa dagana viðkvæmt mál, sem ekki er að vita, hver endalok fær. Hyggst ríkiö svipta kirkjuna öllum jarðeignum hennar, og hefur hún risið öndver'ð gegn því, sem vonlegt er. Nokkur orð um helgisiði Grikkja Fram á síðasta ár voru í Grikk- landi ekki færri en 80 helgir dagar Þótti Ameríkumönnum það svo óhóflegt, að þeir fækkuðu þeim niður í 38. Helzta hátíð Grikkja eru pásk- arnir. Fasta þeir í 40 daga, áður en hátíðin hefst. Sama máh gegnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.