Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
120
ekki muni mikil hætta á því. Þeir
segja þó jafnframt, að ef þessir
vígahnettir rekist á jörðina, verði
af því miklu stórkostlegri spreng-
ing heldur en af vetnissprengju.
Þúsundir eða jafnvel milljónir
nýrra stjarna hafa fundizt í vetrar-
brautinni utan við sólhverfi vort.
Og lengra úti í himingeimnum hafa
fundizt hringmyndaðar stjörnu-
þokur, þúsundum saman og svipar
þeim til vetrarbrautarinnar.
Hvar er jörðin stödd í
vetrarbrautinni?
Ef hægt væri að horfa tilsýndar
á vetrarbrautina, sem sólhverfi
vort er í, mundi hún líta út eins og
gríðarmikill mylnusteinn. Er talið
að hún muni vera um 80.000 ljós-
ára í þvermál, en þyktin um 10.000
Ijósára. Á öðrum vetrarbrautum
úti í himingeimnum sést, að þótt
þær sé hjóilaga, þá ganga eins og
dræsur út úr þeim. Eins hyggja
menn að muni vera um vora vetr-
arbraut, og muni þá sólhverfi vort
vera einhvers staðar út við röndina
eða í einni af þessum dræsum. En
ekki er auðvelt að ákveða það. En
að jörðin sé utarlega má marka af
því að vér sjáum inn til vetrar-
brautarinnar, sjáum líkt og í rönd-
ina á henni. Þessi ljósleiti bekkur
á festingunni, sem vér köllum í
daglegu tah vetrarbraut, er stjarna-
mergðin í miðju „hjólinu“ og virð-
ist renna saman í eina heild vegna
‘ fjarlægðarinnar. Með því að telja
' stjörnurnar í öllum áttum frá oss,
‘ getur skeð að takast megi að ganga
úr skugga um það hvernig vetrar-
brautin er og hvar í henni vér er-
[ um niður komnir.
* Ótal stjörnuþyrpingar, sem eru
! líkt og eyjar í hinum mikla útsæ
f geimsins, eru allt um kring vetrar-
1 brautina. Innstu stjörnurnar, eða
sólirnar í þessum þyrpingum, eru
þær heitustu, sem menn þekkja. Er
^ talið að yfirborðshiti þeirra sé um
180.000 st. á Fahrenheit, en til sam-
anburðar má geta þess, að yfir-
borðshiti sólar vorrar er ekki
„nema“ 10.000 st. á Fahrenheit.
Með því að miða þessar stjörnu-
þyrpingar nú og síðan aftur eftir
20—25 ár geta menn svo ráðið
nokkuð í það hvernig vetrarbraut-
in er.
Hiti og fjarlægð sólna
Mönnum mun finnast torskilið
hvernig hægt er að reikna út hita
og fjarlægð sólna. — En þetta er
reiknað út eftir birtu þeirri og ljós-
rófi, sem af þeim stafar. Á þann
hátt hafa menn einnig kómizt að
raun um hvort stjörnuhverfi nálg-
ast oss eða fjarlægjast. Þær stjörn-
ur, sem eru að fjarlægjast, stafa
frá sér rauðleitum geislum, en
rauðu geislarnir eru langbylgjur
htrófsins. Ef stjörnur nálgast, þá
er bjarminn af þeim bláleitur eða
purpuralitur, en það eru stuttbylgj-
ur litrófsins. Þessar litabylgjur
ljóssins haga sér mjög líkt og hljóð-
bylgjur. Þetta getur hver maður
athugað með því að hlusta á skip
þeyta hljóðpípu sína. Ef það er
nærri manni, þá eru tónarnir sker-
andi, en þegar það er langt í burtu
þá eru þeir dimmir.
Nóg efni í nýja hnetti
Eitt af því sem getur gefið upp-
lýsingar um stærð og lögun vetr-
arbrautarinnar, eru þoku og gas-
mekkir þeir, sem þar eru alls stað-
ar. Slíka mekki eða mökkva hafa
menn fundið í öðrum vetrarbraut-
um milli dræsanna, sem þær draga
á eftir sér. Nú hafa fundizt í vorri
vetrarbraut ýmsir slíkir mekkir,
sem menn höfðu ekki séð áður. Að-
eins höfðu menn haft grun um að
þeir væri til, vegna þess að það
var stundum líkt og skyggði fyrir
stjörnur, er menn voru að athuga.
Nú hafa menn fundið að milli sól-
hverfis vors og hinna næstu sól-
hverfa í vetrarbrautinni, eru svo
miklir mekkir, að efnið í þeim er
eins mikið og í sólhverfunum sjálf-
um. Þessir mekkir geta villt mönn-
um sýn. Sums staðar eru líkt og
gloppur í geimnum, þar sem fáar
eða engar stjörnur sjást. Menn vita
ekki hvort það er af því, að þar
eru engar stjörnur, eða þá að helj-
armiklir geimmökkvar skyggja á
þær. En nú, þegar þetta nýja him-
inkort kemur, verður hægt að
ganga úr skugga um það, t. d. ef
eftir nokkur ár sjást stjörnur á
þeim stöðum þar sem engar sjást
nú.
Með þessum rannsóknum fást
líka margvíslegar upplýsingar um
hinar ýmsu tegundir sólna. Sumar
eru htlar og gular, líkt og vor sól,
en aðrar eru bláar og sumar þeirra
svo risavaxnar, að ef sól vor væri
í miðju þeirra mundi yfirborðið ná
út fyrir sporbaug jarðar og gleypa
hana líka. Til eru líka fölvar sólir
og svo litlar, að þær eru lítið stærri
en jörðin. Svo eru til sóhr, sem
ýmist stækka eða dragast saman.
Enn eru til sólir, er snúast hvor um
aðra og svo eru til heilar sólna-
þyrpingar.
Nú er það hlutverk stjörnufræð-
inganna að ráða fram úr því hvort
allar sólir sé skyldar í eðli sínu og
mismunurinn á þeim stafi aðeins
af því að þær sé misjafnlega gaml-
ar, eða þá hvort hægt er að skipta
þeim í flokka, ef svo mætti að orði
komast.
Eftir athugunum þeirra á Palo-
mar virðist mega skipta sólunum
í vetrarbraut vorri í tvo aðalflokka.
í öðrum flokknum eru gamlar sólir,
ef til vill jafngamlar vetrarbraut-
inni. í hinum flokknum eru tiltölu-
lega ungar sólir og meðal þeirra
eru allar hinar björtustu, svo og
bláu risasóhrnar. Þessar sólir eyða
orku sinni svo óhemjulega, að þær
geta ekki orðið gamlar, aðeins
nokkurra milljóna ára. Þær hlyti