Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Side 1
9. tbl. Sunnudagur 16. marz 1952. XXVII. árg. VINDMYLIMURNAR í REVKJAVÍK SETTU SINIM SVIP Á BÆIIMIM G R Ö N D A L sagði um aldamótin að Reykjavík mundi alltaf verða sjálfri sér lík, enda þótt byggðin dreifðist út um holt og hæðir. — Landslagið væri þannig að hún breytti ekki mikið um svip við það að stækka, því að kvosin yrði alltaf kjarni bæjarins. Ég veit ekki hvað hann mundi segja ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni og sjá þær breytingar, sem orðið hafa seinustu 50 árin. Miðbærinn er nú nær óþekkjanlegur frá því, sem hann var um aldamót og munar þar mestu að lækurinn er horfinn, Batteríið horfið, fjaran horfin, en höfnin og hafnarmannvirkin komin með nýju landi og nýjum götum þar sem sjór var áður. Að vísu er Austurvöllur enn til, Alþingishúsið og dómkirkjan, en allt annað er á hverfanda hveli. Svipur Reykjavíkur er mismun- andi eftir því hvaðan á hana er horft, en bæði fyrrum og nú mun mönnum hafa orðið minnisstæðast- ur sá svipur hennar, sem blasir við þegar siglt er inn á milli eyjanna. Nú blasa þar við þrjár stórbygg- ingar með nokkurn veginn jöfnu millibili og gnæfa hátt yfir alla aðra byggð. Það er Landakots- kirkja, Þjóðleikhúsið og Stýri- mannaskólinn. Þessar þrjár bygg- ingar setja sinn svip á bæinn svo greinilega, að ekki verður um villzt. Fyrir einni öld voru það líka þrjár byggingar, sem settu svip sinn á bæinn þegar komið var af hafi. Það voru tvær heljar miklar vindmylnur, önnur á Hólavelli, en hin í Þingholtunum. Þriðja bygg- ingin var Skólavarðan. Þessar þrjár byggingar gnæfðu þá yfir hinn lágreista bæ með álíka tignarsvip og hinar þrjár stórbyggingar gera nú. Að þessu leyti má því segja að Reykjavík sé enn sjálfri sér lík. En þó var svipurinn annar vegna P. C. Knudtzon, sem mylnurnar reisti. þess að vindmylnur eru ólíkar öll- um öðrum húsum. Þær eru ekki dauðir og kaldir turnar. Þær eru eins og lifandi með nokkrum hætti. Og þegar þessar stóru mylnur, sín hvorum megin bæjarins, þöndu út seglvængi sína og þeir snerust með ofsahraða í vindinum, þá settu þær lifandi svip á bæinn. Nú er svo langt síðan að vind- mylnurnar hurfu, að það eru að- eins elztu Reyvíkingar sem muna eftir þeim, líklega eru þeir fáir, sem muna svo langt að þeir hafi séð þær mala. En á þeim árum þótti Reykvíkingum vænt um mylnurnar og börnin voru hrifin af þeim. Þess vegna segir Gröndal um aldamótin: „Já, þá var nú öldin önnur, þegar Jóhannes malaði og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.