Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 4
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lán úr bæjarsjóði 1842 til þess að kaupa mylnuna. Átti hann að mala tunnuna fyrir 3 mörk, ef hann fengi lánið vaxtalaust, en mætti taka 4 mörk ella. Úr þessu hefur líklega ekkert orðið. Bernhöft hefur ekki átt myinuna nema í nokkur ár. Síðan eignast hana Jóhannes Pálsson í norður- bænum í Hólakoti. Hann var síðan kallaður Jóhannes malari, en hann fékkst og við úrsmíði og gerði við úr og klukkur bæjarmanna, því að þá var enginn úrsmiður hér. Jó- hannes var talinn sómamaður og hann rak malaraiðnina til æviloka. En þegar hann féll frá voru dagar vindmylnunnar taldir og mun hún hafa verið rifin um 1880. En þar sem hún stóð liggur nú Garða- stræti. EKKI var Knudtzon hættur við að reka vindmylnu enda þótt hann hefði selt Hólavallarmylnuna. Nú sækir hann um lóð fyrir ofan tún- garð Arnarhóls til þess að reisa þar nýja mylnu. Byggingarnefnd leizt ekkert á þetta. Hún vildi ekki hafa vindmylnu svo nærri Arnarhóls- tröðum, því að gauragangurinn í henni mundi fæla alla hesta, sem þar færi um. En Knudtzon var ákveðinn í því að reisa mylnuna og varð það þá að samkomulagi að láta hann fá lóð fyrir ofan Þing- holt, þar sem síður væri hætta á að hún yrði umferðinni hættuleg. Sýnir þetta að þá hefur engum komið til hugar að Bakarastígurinn mundi verða aðalvegurinn niður í bæinn. Þarna reisti nú Knudtzon nýja mylnu, stórt og mikið hús, sem setti svip á öll Þingholtin. Hollenzka mylnan var hún kölluð í daglegu tali. Yfirsmiður var danskur, Birch að nafni. Hann var risi að vexti. Þess vegna segir Gröndal að myln- an sé sterkbyggð og gnæfi yfir allt eins og Birch. Það er ekki gott að segja hvers vegna Knudtzon finnur upp á því að reisa þessa nýju mylnu og setja hana þarna rétt hjá bökunarhús- inu, sem hann hafði selt Bernhöft. Hann vissi að hin mylnan gekk illa og tvær mylnur gátu alls eigi haft haft nóg að starfa hér í bænum. En Knudtzon var einkennilegur í mörgu og þess vegna er honum lík- lega ekki gert neitt rangt til þótt gizkað sé á, að hann hafi ætlað að græða á þessari mylnu með því að neyða Bernhöft til að kaupa hana. Það var auðvitað ólíku þægilegra fyrir bökunarhúsið að hafa mylnu rétt hjá sér í stað þess að flytja korn og sækja mjöl vestur á Hóla- völl. En hafi svo verið, þó stóðst Bernhöft freistinguna, og keypti ekki. Knudtzon fékk danskan malara til þess að sjá um mylnuna. Hét hann H. J. Ohlsen. Eftir eitt ár var Knudtzon uppgefinn á þessu og seldi Ohlsen mylnuna, en hann gat ekki rekið hana nema árið og seldi hana þá G. Ahrens timburmanni. Þessi Ahrens var þýzkur, ættaður frá Mecklenburg. Hann var kvænt- ur íslenzkri konu og meðal barna þeirra var Ágústa, er átti Erlendur Árnason snikkari, og voru þau for- eldrar Einars Erlendssonar húsa- meistara. Ahrens var dugnaðar- maður og vel liðinn. Hann byggði tvílyft íbúðarhús við lækinn, fyrir réttum 100 árum (1852), en seldi það Helga biskupi Thordersen 1856; þar er nú verzlun Ingibjargar Johnson. Ahrens rak mylnuna af miklum dugnaði, en hann lézt á bezta aldri 1860, aðeins 41 árs. Árið 1869 eignuðust þeir Einar Jónsson snikkari og Guðmundur Jóhannesson smiður mylnuna og úr því fór rekstur hennar að ganga skrykkjótt og borgaði sig illa. Var þá um langt skeið íbúð á neðsta gólfi. Þar bjó t. d. um mörg ár Rannveig Jóhannesdóttir og var þá alltaf kölluð Rannveig í mylnunni. Hún giftist síðar Eyþór Felixsyni kaupmanni. Síðan eignaðist Jón Þórðarson kaupmaður mylnuna. Þá gat ekki borgað sig lengur að mala korn, því að nú fluttu allar verzlanir inn rúgmjöl. Árið 1892 lét Jón taka af henni vængina og stóra húfu, sem var efst á henni og notaði mylnuna síðan sem geymsluhús um tíu ára skeið. Svo lét hann rífa hana árið 1902 og þar sem.hún hafði staðið reisti hann tvílyft hús, er enn stendur á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Þar með var vind- mylnuöldin liðin hér í bæ. í SAMBANDI við þessa frásögn þykir rétt að minnast hér ofurlítið nánar á „gamla Bernhöft“, fyrsta bakarameistarann á íslandi. Hann var 37 ára gamall er hann kom hingað. Með honum kom bak- arasveinn, sem Johan E. W. Heil- mann hét, og er af honum komin Heilmannsættin hér í bæ. — Þessi Heilmann kvæntist aldrei en vann hjá Bernhöft þangað til hann dó í apríl 1870 og hafði þá arfleitt hús- bónda sinn að aleigu sinni, 5350 rdl. Bernhöft var talinn efnalítill er hann kom hingað, en með fram- úrskarandi dugnaði efnaðist hann vel og var jafnan vel metinn borg- ari í bænum. Sama árið sem hann keypti bök- unarhúsið kom hingað þýzk kona til þess að ferðast um landið. Hún hét Ida Pfeiffer. Kom hún með verzlunarskipi Knudtzons í Hafn- arfjörð og hafði Knudtzon vísað henni á Bernhöft um allan farar- greiða. Dvaldist hún í húsum hans á meðan hún var hér og getur ekki nógsamlega lofað alúð hans og hjálpfýsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.