Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 5
F LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 129 Á einum stað í ferðasögu sinni segir hún: „Bernhöft sýndi mér lít- inn landskika, sem hann hafði leigt til 30 ára fyrir 30 Kreutzers leigu á ári. En til þess að rækta þetta land, svo að það gæfi af sér eitt kýrfóður, hafði hann orðið að eyða í það rúmlega 150 florinum og auk þess lagt í það mikla vinnu og erf- iði sjálfur“. Þetta sýnir að hann hefur þegar byrjað á jarðrækt hér og gengið að því sjálfur af kappi. Hefur hann verið einhver dugleg- asti jarðabótamaður hér í bæ á sín- um tíma. Árið 1852 fékk hann út- mælt „ræktað og óræktað land“ til 50 ára gegn 4 rdl. leigu á ári. Varð út af því nokkur rekistefna, því að stiftamtmanni þótti leigutíminn of langur, en þó hélt Bernhöft sínum leigumála vegna þess að hann var byrjaður að vinna á landinu áður en stiftamtmaður skarst í leikinn. Tíu árum seinna fékk Bernhöft Melkotstún á erfðafestu og mun það fyrsta erfðafestulandið, sem bærinn lét af hendi. Voru erfða- festuskilmálarnir þeir að landið var látið til eignar og frjálsra umráða gegn árlegu gjaldi, bærinn skyldi hafa forkaupsrétt að því ef það ætti að seljast, en ef leigan væri ekki greidd fyrir marz ár hvert, skyldi landið falla aftur til bæjar- ins endurgjaldslaust. — Við þetta voru svo erfðafestuskilmálar mið- aðir framvegis. Leigan, sem Bern- höft bauðst til að greiða, var 110 alnir á ári, og skyldi það reiknað til peninga eftir meðaltali allra meðalverða í verðlagsskrá. Hann græddi síðan út Melkotstúnið til austurs og niður að tjörn. Blettinn fyrir framan hús sitt niður að læk, ræktaði hann for- kunnar vel, gerði þar fagran blóm- garð með skrautlegum reitum og sólskífu í miðjum garði. Þegar Bernhöft byrjaði að baka þekktust ekki kol hér á landi. Þau Tönnics Bernhöft. fluttust hingað fyrst um 1870 og var það Smithsverzlun sem fyrst flutti þau. Eina eldsneytið hér var mór, og þar sem um 7 hesta af mó þurfti til þess að hita upp- bökunar- ofninn í hvert skipti, veitti Bern- höft ekki af 3000 hestum af mó á ári. Hann fékk því hvað eftir annað útmælt móland í Vatnsmýrinni, og var mórinn fluttur þaðan í hripum fyrst. En Bernhöft þótti það dýr flutningur og léleg vinnubrögð. — Hann fékk því leyfi hjá bæjar- stjórn um 1860 til þess að gera ak- færan veg heim til sín úr Vatns- mýrinni. Þessi vegur var alltaf kallaður „móvegur“. Lá hann upp úr Vatnsmýrinni rétt fyrir sunnan þar sem Kennaraskólinn er nú og þaðan skáhallt upp og norður holtið þangað til hann kom á Skólavörðu- stíginn hjá Holti. Veg' þennan gerði Bernhöft sjálfur ásamt vinnumanni sínum Jóni syni Gissurar vaktara. Þessi Jón var fáviti, en duglegur og framúrskarandi húsbóndahollur. Hann var kallaður „kis-kis“. Síðan fékk Bernhöft sér vagn og var það fyrsti vagninn, sem sást hér í Reykjavík. Nú var öllum mónum ekið á þessum vagni og byrjað á því að fylla móhúsið heima, en það tók ekki nema nokkuxn hluta af þessum mikla mó. Var hinu þá komið fyrir í hlöðum hjá Holti og síðan ekið heim eftir þörfum. Bernhöft var eini bakarinn hér í bæ fram til 1876 að J. E. Jensen stofnaði bökunarhús við Fischer- sund. Var það nefnt „norska bak- aríið“, af því að húsið var norskt. Eftir það var íarið að kalla bökun- arhús Bernhöfts „gamla bakaríið“ jafnhliða því sem það var kennt við hann. Húsin, sem Knudtzon reisti þarna í Bankastræti standa enn að mestu leyti óbreytt og eru nú eign ríkis- ins. Fyrst í stað var það aðeins heldra fólkið í kaupstaðnum, sem keypti brauð hjá Bernhöft. Alþýðan bak- aði sín brauð heima. Fyrstu við- skipti hennar við bökunarhúsið voru þannig, að menn borguðu 6 punda rúgbrauð ýmist með 7 pund- um af heimamöluðu rúgmjöli, eða 6 pundum af mjöli og 10 aurum fyrir bökunina. Seinna komst það lag á, þegar verzlanir fóru að flytja mjöl, að menn lögðu inn hjá bök- unarhúsunum 100—200 punda poka af mjöli og greiddu bakaranum 2—4 krónur íyrir að baka úr því. Fengu menn þá afhenta brauðmiða eða brauðpeninga, sem þeir afhentu svo aftur í hvert skipti sem þeir sóttu brauð. Úr hverjum 100 punda poka fengu menn 22 brauð, en 44 úr tunnunni. Þessi viðskipti héldust íram yfir seinustu aldamót. Upphaílega urðu bakarar að framleiða ger sitt sjálfir (ölger) og ráku því ölgerð jaínhliða bökun- inni. Svo var það í Bankastræti, að Bernhöft hafði sína eigin ölbrugg- un. Segir Ida Pfeiffer að þar hafi alltaf verið á borðum ágætt heima- bruggað öl. Það var ekki fyp en undir aldamót að hingað íór að ílytjast „pressuger“. BAKARASTÍGURINN varð æ f jól-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.