Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Qupperneq 10
134 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sjónvnrp um EINS OG kunnugt er komast sjón- varps-sendingar ekki yfir fjöll, og ekki heldur yfir höf, þar sem langt er á milli landa. En menn segja að hægt sé að vinna bug á þessum erfiðleikum, og fari allt skaplega fram í heirpinum, þá muni ekki verða nema nokkur ár þangað til samvirkar sjónvarpsstöðvar sé komnar um allan heim, og menn geti heima í stofum sínum séð og heyrt viðburði, sem eru að ger- ast samtímis á hinum fjarlægustu stöðum. Þá muni menn geta fylgst með frumskógaferðum í Afríku, horft á vetraríþróttamót á Norður- löndum, séð hvernig umhorfs er á hinum nafnkunnu markaðstorgum í Austurlöndum og baðstöðunum við Miðjarðarhaf, verið áhorfandi og áheyrandi að öllum ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna, hvort sem þær eru haldnar í Evrópu eða ann- ars staðar. En með hverjum hætti getur þetta svo orðið? Til dæmis með því að reisa örbylgju sendistöðvar með stuttu millibili hringinn í kring um hnöttinn. Þessar stöðvar eiga að taka við hver af annari. Það verða háir turnar í nokkurn veginn beinni línu. Þetta er vel hægt að á bryggjuhaus og fleygði honum þar í sjóinn. Menn geta svo ímynd- að sér hve áhrif þetta hafði á 17 ára gamlan, óharðnaðan ungling frá íslandi. En atvik svipað þessu kom fyrir við bryggjuna í Cabello í Venezuela þegar við vorum staddir þar í septemberbyrjun 1951, svo að sjáanlega hefur ekkert breyzt hvað þetta snertir. Meira. nllan heim gera. Ef byrjað er suður á Eld- landi, þá getur ein línan náð norð- ur eftir endlangri Ameríku, norður í Alaska, að Beringssundi. Auka- línur liggja svo til allra hinna stærri borga. Milli Alaska og Sí- beríu er Beringssund ekki nema 40 enskar mílur á breidd, og það er hægt að senda þvert yfir sundið. Síðan heldi línan áfram yfir Síberíu, Kína, Indland, Iran og Iraq að botni Miðjarðarhafs. Þaðan kæmi svo tvær línur, önnur norð- ur um Evrópu, hin suður alla Af- ríku til Góðrarvonarhöfða. Þetta eru engar ýkjur. Fyrir 90 árum var uppi ráðagerð að leggja ritsímah'nu þessa sömu leið og mundi sennilega hafa komizt í framkvæmd, ef þá hefði ekki tekizt að koma sæsíma yfir At- lantshafið. — Sjónvarpsstöðva- lína, lík þessari, hefur þegar ver- ið gerð milli New York og San Francisko. Að vísu var það nokkr- um vandkvæðum bundið að koma henni upp, en það tókst þó. Og þessa línu væri hægt að framlengja eins langt og menn vilja. Það er þess vegna ekki neinir loftkastalar þegar talað er um að spenna slíkar línur þvert og endlangt yfir meg- inland Ameríku. Og hvað er þá því til fyrirstöðu að hægt sé að framlengja slíkar línur um allan heim? Við þessar stöðvar eru notaðar örbylgjur (Microwaves) og bylgju- lengdin er 3 þumlungar, en út- varpsbylgjurnar, sem teknar eru á venjulegt tæki, eru 1000 feta. Þess- ar örbylgjur haga sér mjög ein- kennilega. Þær vilja ekki fylgja yfirborði jarðar, heldur fara beint og þeytast út í geiminn, ef þær eru sjálfráðar. En það er hægt að senda þær beina leið milli tveggja stöðva, ef ekki er of langt á milli. Hver turn hendir bylgjurn- ar á iofti, eykur afl þeirra um það er af þeim kann að hafa dregið á leiðinni, og endurútvarpar þeim til næsta turns. Fer vegarlengdin nokkuð eftir því hvernig landslagi er háttað, því að aldrei mega fjöll eða hæðir skyggja á milli stöðva. Venjulega eru 25—60 enskar mílur á milli turnanna og standa þeir all- ir hátt. Stöðvar þessar er eigi aðeins hægt að nota til sjónvarpssendinga, heldur má senda með þeim hvers konar skeyti. Og þær eru alveg öruggar í hvaða ofviðri sem er. í ofviðrum, sem gengu yfir Banda- ríkin í fyrra, slitnuðu símalínur unnvörpum, en þá helzt samband- ið ótruflað milli New York og Pen- sylvaníu með þessum örbylgju- línum. Þetta er nú um sendingar á landú En menn eru líka farnir að hugsa um það að koma sjónvarpsútsend- ingum yfir höfin. Og þá er bent á tvær leiðir. Önnur er sú að út- búa stöðvar í flugvélum og láta þær fljúga með vissu millibili yfir úthöfin og hverja taka við skeytum af annari. Ein leiðin er sú, að gera flotstöðvar með vissu millibili þvert yfir úthöfin og hafa sendi- stöðvarnar á þeim. W ® & V " Prófessor nokkur sem var mjög upp með sér af lærdómi sínum, ferðaðist eitt sinn í almenningsvagni. Þar var ölvaður róni fyrir og fór þegar að hlæja er hann sá prófessorinn. — Ég veit nokkuð, sem þér vitið ekki, skríkti í honum. — Hvað er það? spurði prófessor- inn. — Kcnan rrín þvær fyrir yður og þér hafið ekhi hugmynd úm, að ég er nú í skyrtu af yður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.