Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 2
i < [ 206 ■ í Grófinni á berum malarkambin- um og þá voru flutningar milli skipa og lands nokkru lengri en áður, meðan skipað var upp í Ör- firisey. Væri nokkuð að veðri var hætt við að vörur skemdust í bát- unum við sandinn. Eftir að versl- unin var gefin frjáls og kaupmönn- um fjölgaði, tóku þeir því að gera bryggjur fram af verslunarhúsum ( sínum. Þetta voru trébryggjur, { misjafnlcga langar og misjafnlcga traustar, en voru þó til mikilla ^ bóta- Mcð frjálsri verslun, vaxandi byggð í Reykjavík og auknum þörfum, jókst verslun hér og sigl- ingar að sama slcapi. Tóku menn að una því illa að þetta var allt cftirlitslaust. Því var það eftir tilmælum bæarstjórnar, að dóms- málaráðuneytið danska gaf út hinn 15. maí 1856 „reglugerð fyrir hafn- arnefnd“ í Reykjavík og var þá fyrsta hafnarnefndin sett á lagg- irnar og voru í henni tveir menn auk bæarfógeta. Þessari nefnd var heimilað að leggja hafnargjöld á skip og var svo til ætlazt að þeim yrði síðar meir varið til þess að gera umbætur á höfninni. Þessi fyrsta hafnarnefnd var svo stórhuga, að hún vildi þegar gera hafnarmannvirki í Reykjavík. Skrifáði hún stjórninni og mæltist til þess að hingað yrði sendur mað- [ ur til þess að athuga höfnina og gera tillögur um hafnarmannvirk- in. Stjórnin svaraði þessu með bréfi 30. júlí um sumarið og þótt- ist ekki geta komið því við.þá að senda mann hingað, en gaf í skyn í að það gepti orðið síðar. Hafn^r- i nefnd skrifaði þá aftur og ítrekaði ( beiðni sína. Stjórnin var mjög treg ( til þess, en samt varð það úr að * hún serdi.ihmgað veikfrgeðing sumarið 1^57. Hét hann William t^Fischer. ♦_ \ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FYRSTA TILLAGA UM HAFNARGERÐ Fischer dvaldist hér um sumarið og athugaði höfnina. Að því loknu lagði hann til að gera skyldi skipa- kví austast í víkinni. Vildi hann gera hafskipabryggju út frá miðj- um sandi (um það bil fram af Kola- sundi). Síðan átti að hlaða ram- byggðan grjótgarð út frá Arnar- hólskletti, vestur á víkina, og vest- ur fyrir bryggjusporðinn, en þar yrði hlið fyrir skipin til að sigla um inn í höfnina. Áttu þau svo að liggja við austurhlíð bryggjunnar og þar næði þeim aldrei brim. Þessi mannvirki taldi hann að kosta mundu um 53.000 ríkisdala. Menn bjuggust þó við því að hann mundi hvorki hafa ætlað bryggjuna né garðinn nógu traustbyggð til þess að þola stórbriin haust og vetur- Þótti það afsakanlegt þar scm hann var hér ókunnugur og vissi ckki hve illa gat brimað í stórviðrum. Var því gert ráð fyrir að höfnin mundi kosta nokkru meira en hann hafði áætlað. Ilafnarnefnd var samt ákveðin að byrja á hafnargcrðinni. Hún sendi stjórninni tillögur Fischers og bað hana að styrkja sig í því að koma þessum mannvirkjum í fram- kvæmd, með því að lána fé, er siðan endurgreiddist með árlegum afborgunum. Það vildi stjórnin ekki og féll málið þá niður. Hið eina, sem Reykjavík hafði upp úr þessu bjástri haínarnefnd- ar, var það að henni -barst 600 rdl. reiknirígur fr4 stjórninni. Var það ferðakostnaður Fischers, og hann varð bæarsjóður að greiða, þótt öllum blöskraði. BRVQQJTJQERÐ Árið 1858 voru gerðir-samningar við C. A. Koch skipaeiganda í Kaupmannahöfn um að hann tæki að sér að halda uppi póstferðum til íslands með gufuskipum. En skömmu eftir að þær siglingar byrjuðu leist Koch ekki á af- greiðsluna hér í Reykjavík. Þótti honum afferming og hleðsla skip- anna ganga svo seint, að ekki væri við unandi. Árið eftir sendi hann því mann hingað gagngert til þess að athuga hvað hægt væri að gera til þess að bæta úr þessu. Þegar þessi maður kom aflur til Kaup- mannahafnar lagði hann það til, að gerð yrði hér voldug hafskipa- bryggja, cr næði svo langt út í höfnina, að skip gæti legið við hana hvernig sem stæði á sjó. Koch skrifaði nú hafnarncfnd 1860 og fór fram á að hún léti gera þessa bryggju. Menn sáu fljótt að útreikningar sendimanns lvans voru rangir, því að hann liafði gcrt ráð fyrir miklu meira dýpi við land en rétt var, og að bryggjan yrði því að vera allt að helmingi lengri heldur en hann liafði gert ráð fyrir, ef skip ætti að geta legið við hana hvernig sem stæði á sjó. Kaupmenn og stift- amtmaður lögðust því þegar á móli hugmyndinni, en kröfðust þess, að nægilegur styrkur yrði veittur úr ríkissjóði Dana til þess hér yrði gerð sæmileg höfn. Feng- ist það ekki, lögðu þeir til að gerð yrði sæmileg bátabryggja, er ekki kostaði meira en svo sem 5000 rdl. Stjórnin vildi hvorki fallast á tillögu Kochs um hafskipabryggju, né heldur uppastunguna um inni- lokaða höfn- Komst hún síðan að samkomulagi við kaupmenn og til- kynnti hafnarnefad í júlí 1861 að malið vaeri leyst a þann hatt, áð kaupmennirnir P. C. Kudtzon og C. F. Siemsen hefði lofað að lengja bryggjdr sínar á eigin kostnáð. Þótti henni það hið mesta sn all- ræði, og þar með var hafnargerð- ar*málið saltað um sinn, ________ -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.