Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 6
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sesM fiaSlífi mætii útgeislunas'fsæði lögð. Þessar litlu skipakvíar, sem þeix vildu gera, hefði ekki nægt nevna nokkur ár. Og hvernig hefði þá átt að stækka höfnina í líkingu við það sem nú er? Það heíði reynzt bæði dýrt og örðugt að koma á burt hinum voldugu út- görðum Paulli, scm fylltu megin- hluta hafnarinnar. Og ekki hefði veFÍo ’nægt að fara með þá eins og Steinbryggjuna, að urða þá og fylla upp milli þeirra, því að þá hefði höfnin orðið allt of lítil. STFAUMBREYTING Hafnarmálið lá nú í salti í 8 ár, en árið 1904 er það aftur tekið upp í bæjarstjórn. Var þá mikið um það rætt að nauðsyn væri á að koma hér upp hafskipabryggju úr járni, eða hafskipakví. Var nú enn leitað til Vaughan í Newcastle og bauðst firma hans (Vaughan & Dymond) til þess -að koma upp haf- skipabryggjunni, og átti hún að kosta 180 000 kr. Taldi þá hafnar- nefnd ekki ráðlegt að ráðast í jafn- kostnaðarsamt fyrirtæki að svo stöddu, og þar með drógst málið enn á langinn. En svo var það 1906 að bæar- stjórn bað Gabriel Smith, hafnar- stjóra Kristjaníuborgar (Oslo) að koma hingað til þess að athuga hafnarskilyrði og gera áætlanir um hve mikið mundi kosta að gera skipakví. Smith kom og athugaði alla stað- hætti nákvæmlega. En tillögur sín- ar og teikaingar sendi hann' ekki fyr en í nóvember 1909- Hann lagði til að hlaðinn yrði grjótgarður ofan á Örfiriseyargrandann alla leið milli lands og eyar og síðan gerður hafnargarður til suðausturs frá Örfirisey. Annar hafnargarður skyldi gerður til móts við hann út frá Batteríinu. Gizkaði hann á, að garðar þessir, dýpkun hafnarinnar og önnur mannvirki þar mundu kosta um 1.600.000 kr. ÞAÐ eru nú rúm 30 ár síðan að viðvaningar, sem voru að íast við síuttbylgjusendingar skýrðu frá því nvað eftir annað að þeir hefði orðið varir við skeyti utan úr geimnum og það væri eins og þess- ar sendingar væri miklu stöðugri en aðrar. Svo liðu nokkur ár, að menn urðu ekkert fróðari um það hvers konar skevti hér væri um Hafnarnefnd samþykkti þegar að þessi áætlun skyldi lögð til grund- vallar fyrir haínargerð í Reykja- vík. Hér var bent á leið, sem eng- um af hinum fyrri hafnarverkfræð- ingum hafði komið í hug, að gera alla víkina að höfn. Eæarstjórn samdi nú frumvarp til hafnarlaga og báru þingmenn Reykjavíkur það fram á Alþingi 1911. Þingið samþykkti lögin, en vildi ekki veita jafn mikinn styrk og bærinn hafði farið fram á og ekki meira en !4 hluta kostnaðar. Það veitti þó ráðherra heimild til þess að ábyrgjast fyrir landsjóðs hönd 1.200.000 kr. lán handa hafn- arsjóði. Lán þetta fékkst hjá 6 bönkum, 2 íslenzkum og 4 dönsk- um. Var svo byrjað á undirbúningi hafnargerðarinnar í marz 1913. Það mun allra mál, að giftusam- lega hafi tekizt um þetta mál. Að vísu kom höfnin heldur seint, en hún var jafn fullkomin og kostur var á vegna staðhátta. Og rétt væri af Reykvíkingum að halda í heiðri minningu Gabriel Smiths fyrir það að hann kom vitinu fyrir okkur um það hvernig við ættum að gera fullkomna hafskipahöfn í Reykja- vík. að ræða né hvaðan þau kæmi. En svo var það árið 1932, að maður nokkur, Jansky að naíni, sem vann að rannsóknum hjá Bell símafélag- inu í Ameríku, gerði merkilega uppgötvun viðvíkjandi þessum skeytum. Hann komst að því að þrumuveður höfðu engin áhrif á þau og að þau voru sterkust á viss- um tíma sólarhringsins. Með þessu þótti sýnt að skeytin ætti ekki upptök sín hér á jörð og nokkru seirina þóttist Sir Edward Appleton hafa fundið, að sum þessi skeyti mundu koma frá sólinni. Árið 1940 komust menn svo að því að skeyti þessi komu úr öllum átt- um og allt benti til þess að þau kæmi frá ótal stöðum úti í geimn- um. Það var dr. A. C. Lovell við há- skólann í Manchester, sem réði þessa gátu að lokum- Hann sýndi fram á að þessar útvarpsbylgjur hegðuðu sér mjög líkt og ljósbylgj- ur frá stjörnunum, en þær kæmi frá þeim stöðum í geimnum þar sem engar stjörnur væri sýnilegar. Síðan hefur hann smám saman fært út þekkinguna á þessu og hann hefur nú sannað að slík skeyti og mjög öflug, koma að stað- aldri frá því heimshverfi, er nefnt er Andromeda-þokan, en þangað eru um 750.000 ijósára héðan frá jörðinni. Tilraunir Lovells hafa sannað það, að skeyti þessi koma frá jarð- stjörnum, sem eru dimmar og sjást því eigi, og af skeytunum virðist mega ráða, að hinar dökku stjörnur sé ekki færri en hinar björtu, eða sólirnar. Manchester háskólinn hefur rann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.