Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 5
225 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þórarinu B. Þorláksson Sigius Einai'sson yngstur kennaranna. Þá þegar á unga aldri var hann orðinn lærður sögumaður. Get ég mér til að aldrei hafi okkar þjóðar rnaður verið á hans aldri jafn þroskaður andlega og hann var þá. Eins og flestum mun kunnugt, er Jónas aíburða gáfaður maður, minnugur, hug- kvæmur og ritsnjall, og það svo, að hann ber langt af sinni samtíð. — Kenndi hann veraldarsöguna. Kunni hana ágætlega, og hafði auðsjáanlega lagt sig eftir menn- ingarsögunni framar viðburðasög- unni. Hann var okkur vinveittur, vel- viljaður og uppörfandi, hjalplegur og huggandi vinur nemenda sinna. Geng ég út frá því, að okkur nem- endum hans úr Kennaraskolanum se vel við hánn, enda þott við höf- um ekki óll fylgt honum að malum, eftir að leiðir skildu. Svo voru kennslustundir lians ágætar, að okkur gleymist hann ekki. Ekki má gleyma því, að síra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason frá Ási kenndi okkur stærðfræði. Var hann þá tiltölulega ungur kandidat. Hann kenndi í forföllum dr. Ólafs, meðan hann dvaldi í Kaupmanna- höfn og varði doktorsritgerð sína þar. Mun dr. Ólafur hafa verið þrjá mánuði í þeirri ferð. Er þar skemmst frá að segja, að síra Sig- urbjörn er lista stærðfræðingur og fæddur stærðfræðikennari. Mér stendur það enn fyrir hugskots- sjónum eins og skeð heíði í gær, að sjá Sigurbjörn Ástvald upp við skólatöfluna, þar sem hann lek sér að tölunum, lipurt og fimlega, airægður með sjalfan sig, lííið og tilveruna og útskýrði dæmin af ánægju hjartans. Hef ég stundum hugsað um, að sannarlega hefði hann átt að lesa stærðfræði, en ekki guðfræði. Ekki má þó skilja orð mín svo, að ég álíti hann lítinn guðfræðing. Þvert á móti. Ég hef oft verið í kirkju hjá honum, fallið það vel og met hann góðan kenni- mann. Hefur hann látið mannúðar- og líknarmál mildð til sín taka, eins og alþjóð veit, og unnxð þar mikið og óbrotgjarnt starf fyrir land og þjóð. Hitt er mér þjóst, að margur skólamaðurinn hefði haft af því ómetanlegt gagn að hafa hann fyrir stærðfræðikennara, því við það starf var hann réttur mað- ur á réttum stað. Nemendur hans munu minnast hans sem stærð- fræðikennara með mikilli anæg]u og virðingu. Leikfimiskennari okj^ nemenda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.