Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 229 Iiljómsveit i Antilla um Kúbu. Smákofar hróflað upp úr kassafjölum. Ómálað og graut- fúið, eða aðeins nokkrar spýtur reistar upp á endann, síðan þakið með hálmi og stráum. Allt dökkt af elli og óhreinindum. Eitt broslegt dæmi um þetta sinnuleysi er hús nokkurt á einni eyjunni við inn- siglinguna til Guyo Mambi í Tan- amoflóa, sem blasir við okkur í hvert skifti, sem leið okkar ligg- ur um þær slóðir. Það hefur ein- hverntíma verið sæmilegt í sam- anburði við það, sem lýst er hér að ofan, en nú er illa komið. Einn veggurinn hefur af einhverjum ástæðum fallið inn, og flatt þakið sigið niður þeim megin. Með öðr- um orðum, mjög alvarlegt ástand, ef þetta heíði verið einhvers staðar á Norðurlöndum eða heima á ís- landi, en hér gerir það ekki svo mikið til — Húsbóndanum hefur einnig dottið snjallræði í hug og hugsað sennilega alveg rökrétt: — Þessi veggur hefur alltaf byrgt fyrir útsýnið. Að reisa hann aftur kostar mig auk þess milnð erfiði og jaínvel nckkra r-agla. Ergo: Ég flyt bara út fyrir vegginn. Og þarna sitja nú hjónin með stóra barnahópinn á fallna veggnum, undir signa þakinu, sem veitir eftir sem áður skjól fyrir sól og að nokkru leyti regni. 4 Margir gamlir hafnarbæir og sjávarþorp eru staðsett við svo grunnt vatn (sjó) að nútíma með- alstór flutningaskip fljóta ekki að bryggjum, sem hin litlu tréskip gátu athafnað sig við í gamla daga. Þess vegna hafa nú slík mannvirki verið byggð, eða eru í byggingu á heppilegri stöðum, þar sem dýpið er meira og þannig er það í MARIEL Þessi smábær stendur rétt fyrir vestan Havana, eða um 25 sjómílur og vel gætum við á Kötlu kallað hann okkar heimahöfn hér vestra, því þangað komum við ætíð fyrst og byrjum losun þar, þegar komið er með hinar ýmsu vörur frá Banda ríkjunum. Innsiglingin í þessa höfn er mjó renna milli tveggja land- tanga, ekki ósvipuð mörgum öðr- um innsiglingum í þessar landlok- uðu hafnir á Kúbu, sem hafa spar- að Kúbumönnum ógrynni fjár í hafnargerðir. •; «► Þegar inn er komið blasir við tveggja mílna langur flói, en vegna grynnis verður ekki farið á skipi að bænum sjálfum, sem stendur innarlega við flóann, heldur að bráðabirgðabryggju, sem er tveir stórir pranunar við snarbrattan marbakkann rétt innan við inn- siglingaropið. Þar hefur verið byggð afar stór vöruskemma og unnið er að byggingu hafnarbakka (uppfylling) rétt hjá. Fyrir ofan vöruskemmuna og hina nýju uppfyllingu er bær í smíðum. 20 til 30 lítil einbýlishús eru þegar fullgerð. Þau eru úr steinsteypu og ekki er langt að sækja sementið, því miðsvegar milh þessa staðar og gamla bæar- ins er afkastamikil sementsverk- smiðja. Mælt hefur verið fyrir götum, og ljósa- og símastaurar reistir. — Húsin eru flest auð ennþá og bíða hinna væntanlegu íbúa. Bygging- arstíllinn er harla einkennilegur, að manni finnst. Helmingurinn er opin verönd, með yfirbyggðu þaki. Gluggar mjög fáir og litlir, en í þeim er ekkert glerið, heldur tré- rimlar, sem ganga á víxl. Þar fyrir utan eru hlerar á hjörum, þannig Suadbiugiá í Aatilla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.