Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
mmm um wm
en hvemig eru þeír undir sfyr|öid búníi
Y 442
slembidjákn ok sonur Magnúss
konungs berfætts." Skildu þeir at
því, ok fórr Sigurðr utan.“
í ★
r' Sigurður slembir stóð fyrir sam-
særi gegn Haraldi konungi gilla,
sem einnig kaliaðist sonur Magnúss
berfætts. Var konungurinn veginn
,r í svefni í rekkju sinni. Þótti öllum
verkið illt og varð mjög óvinsælt.
i Sigurður lét gefa sér konungsnafn
F yfir Sogni og Hörðalandi, en eigi
if sat hann á friðstóli að ríki sínu. í
orrustu við Hólm inn grá beið hann
úrslita ósigur og var gerður hand-
■ tekinn og tekinn af lífi með atvik-
\ um, er fádæmum sættu.
Sigurður slembir var ofssmaðtir
og óeirinn. Manna var hann fríð-
astur, þunnhár og þó vel hrjrður,
manna vöxtulegastur, mikill cg
sterkur, og að allri atgervi var
hann umfram langt alla sína jafn-
aldra og nálega hvern annan mann
í Noregi. En um hann mátti jafnt
segja og Snorri lét mælt um Há-
kon jarl Sigurðsson: „En hina
1 mestu óhamingju bar slíkur höfð-
ingi til dánardægurs síns.“
Til er sögulegur sjónleikur um
Sigurð slembi eftir norska skáldið
Björnstjerne Björnson, og nefnist
„Milli bardaganna."
II. Þ.
★ ★ ★ ★
Lælcnir kvartaði um það við vin
sinn, sem var lögfræðingur, að hann
hefði ekki neinn stundlegan frið fyrir
fólki, sem vildi fá læknishjálp ókeypis.
— I gær var ég t. d. i boði hjá vini
mínum og þar sezt að mér kor.a sem
ég þekki ekki neitt. Hún romsaði upp
úr sér sjúkdómslýsingu og bað mig
ráða og ég sagði henni hvað hún skyldi
gera. En til þess að ná mér niðri sendi
ég henni reikning í morgun fyrir veitta
læknishjálp. Hafði ég rétt til þess?
— Já, þú hafðir skýlausan rétt til
þess, sagði lögfræðingurinn.
Daginn eftir fékk lælcnirinn reikn-
ing frá honum — fyrir lögfræðilegar
leiðbeiningar.
RIJSSAR eiga mikinn og öflugan
her. Þeir eiga fleiri orustuflugvél-
ar, skriðdreka, stórar fallbyssur og
kafbáta en allar aðrar þjóðir sam-
an lagt.
En Rússar hika við að leggja
í stríð og það er veikleikamerki.
Með öllum sínum mikla herbúnaði
er Stalín hræddur. Þetta sést bezt
á því, sem vitnast hefir um ástand-
ið í Rússlandi.
Foringjar kommúnista van-
treysta hernum, sem þeir verða þó
að styðjast við í baráttu sinni fyr-
ir heimsyfirráðum. Þeir mundu
aldrei þora að senda herlið þúsund-
ir mílna úr landi til þess að hjálpa
öðrum þjóðum. Stalin er hræddur
við það, sem rússneskir hermenn
mundu sjá í öðrum löndum. Her-
menn úr seinni heimsstyrjöldinni,
er höfðu átt nokkur mök við vest-
rænar þjóðir, voru sendir til Sí-
beríu þegar stríðinu lauk. Það var
gert af ótta við að þeir mundu
segja öðrum frá hvað þeir hefði
séo.
Stalin man það, að í byrjun
stríðsins gengu heilar hersveitir
Rússa með liðsforingjum og her-
foringjum, í lið með Þjóðverjum.
Hann man að mikill fjöldi Rússa
barðist sem sjálfboðaliðar í þýzka
hernum. Því er það, að jafnvel nú
er það talið nauðsynlegt að láta
fara fram opinberar aftökur rúss-
neskra hermanna í Þýzkalandi til
þess að fæl^ hermennina frá að
gerast liðhlaupar.
Rússnesku stjórnendurnir eru
dauðhræddir við allt tal um stjórn-
mál. Hafi einhver orð á því að rík-
inu sé ekki stjórnað sem skyldi,
má hann eiga víst að vera hneppt-
ur í fangabúðir, enda þótt hann sé
hátt settur. Milljónir manna hafa
verið sendar í þrælavinnu og grafa
nú gull í Síberíu, höggva skóga,
vinna að vegagerð og margskonar
erfiðisvinnu. Sumir segja að þessir
þrælar séu ekki færri en 10 milljón-
ir. Það væri sama sem ef Truman
hefði látið setja 5—7 milljónir repú-
blikana í fangabúðir eða taka þá
af lífi.
Verkamönnum er haldið í þræl-
dómsviðjum og Stalin óttast þessa
verkamenn, sem hann segir að hafi
kosið sig til að stjórna. Enginn
maður má yfirgefa vinnustað sinn
nema með leyfi stjórnarinnar. Það
er hart tekið á því ef einhver fer
leyfislaust af vinnustað. Hann er
sviftur matvælaseðli og um leið
er loku fyrir skotið að hann fái
nokkuð að eta. Þetta er gert vegna
þess að annars mundu menn hlaup-
ast á brott í stórhópum.
Bændurnir eru jarðnæðislausir,
og hvergi í heimi mundi krafan um
„land handa þeim landlausu" verða
háværari og byltingakendari en í
Rússlandi, ef hún brytist út. Þetta
óttast valdhafarnir — þeir eru líka
hræddir við bændurna. Stjórnin
tók landið frá landeigendum á sín-
um tíma og nú vinna bændur þar
tímavinnu hjá stjórninni. í óspekt-
unum 1932 og 1933 fóru seinustu
landeigendurnir, og síðan hefir bú-
skapurinn verið rekinn líkt og
verksmiðjuiðnaður. Enginn bóndi
má eiga meira en eina kú, nokkur
hæns og lítinn matjurtagarð.
Stalin getur ekki trevst bænd-
um, hann getur ekki treyst verka-
mönnum, hann getur ekki treyst
hernum og hann getur ekki held-