Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Qupperneq 10
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
446
Bjamarhellir eftir teiknincu Jónasar Hallyrimssorar. Hér sést úthöggna sætiS
og nokkuð af galdrastöíum.
líka. En þótt álftir og svartbakar
geti komið sér saman um byggð í
hólmanum, þá er hitt ótrúlegt að
það hefði nokkuru sinni getað
blessast að hafa æðarfugl í sam-
býli við svartbakinn.
— - - —
Farið var inn í Foxufell og leit-
að að Bjarnarhelli, en hann fanst
ekki. En þeim til leiðbeiningar, er
ferðast þarna seinna, skal hér tek-
inn kafli úr sóknarlýsingu:. „í út-
norðanverðu fellinu (Foxufelli)
eru fjórir hellar í röð. Sá nyrzti
er nær 7 faðma langur og 2 faðmar
rúmir á breidd. Vatnið gengur inn
í botn á honum þegar það er mik-
ið. Annar helhr er um 40 faðma
þaðan; hann er með stórum dyr-
um, en þegar komið er inn fyrir
þær, er skvompa að vestanverðu
og á móti dyrunum önnur og upp-
eftir líkt portbyggingu, en að norð-
anverðu er aðalhellirinn 8 faðma
langur og 5 faðma breiður. Vatnið
fellur inn í hann miðjan. Um 16
faðma þar frá er þriðji hellirinn,
15 faðma hátt uppi í fellinu. Hann
er líkur að stærð og hinn síðast-
nefndi, nema hvað dyrnar eru
breiðari og lægri. Framundan hon-
um er uppspretta móti norðri og
rennur í vatnið; leggur vatnið þar
:\ldrei. Um 8 faðma frá þessum
helli, upp í fjallinu, er sá fjórð:,
sem er minstur og um 4 faðma á
hvern veg. Að engum þessara
hella1 komast menn nema á báti,
eða þá vatnið er lagt.
Sunnan (austan) til í fellinu, við
uppsprettulæk einn úr Grafheiði,
er svonefndur Bjarnarhellir. Hann
er opinmyntur og lítill um sig, en
bekkur er annars vegar og rúnir á
ristar, mjög ólæsilegar orðnar, og
þar að auki nöfn Eggert og
Bjarna.------
Eftir þessari lýsingu ætti menn
að geta fundið Bjarnarhelli, en
bezt mun að fara þangað á báti
yfir vatnið.
Eggert Ólafsson segir að eng-
inn hafi getað ráðið rúnaristurnar
í Bjarnarhelli. „Þeir Brynjólfur
biskup Sveinsson og Árni Magnús-
son prófessor, sem báðir voru
manna lærðastir í þessum efnum,
hugðu að hér væri um að ræða
hreinar galdrarúnir". Eggert birt-
ir svo nokkra þessa galdrastafi.
Jónas Hallgrímsson skoðaði líka
hellinn og rúnirnar og tók afrit af
þeim. Á hvelfingunni fann hann
á tveimur stöðum mannsnafnið
Grímr, ritað með rúnum, en yfir-
leitt voru hitt „galdrastafir“. Hann
sagði að illt væri að rannsaka hali-
inn, vegna þess hve mikið sauða-
tað er komið í hann, því að fé
leitar þar skjóls í illviðrum. Getur
hann þó um að þar sé nokkrir
steinar aðfluttir og giskar á að
þeir hafi verið hafðir í eldstæði.
Bekkurinn segir hann að sé nátt-
úrusmíði, nema stórt sæti og fót-
skör, sem sýnilega er höggvið í
hann. — „Setjist maður á fót-
skörina er þaðan fögur útsýn yfir
nokkuð af Hítardalnum, en setjist
maður í sætið, sést ekkert nema
niður í lækinn, sem rennur þar í
djúpu gili. Það hefir í sannleika
verið hæfilegt sæti í illviðrum fyr-
ir hinn forna hellisbúa. En sætið
á fótskörinni er hentugt á góðviðr-
isdögum, til að njóta veðurblíð-
unnar og kyrlátrar fegurðar dals-
ins“.
Á heimleiðinni förum við sunn-
Við Hítarvatn. Hér sjást Hrauntanprarnir, sem ganga út í vataið og bak við þá
Foxufcll.