Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Page 8
r 444^ r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MEÐ FEKÐAFÉLAGI ÍSLANDS í HITARD \ L Rústin af bæ Bjarnar Hítdælakappa í Hólmi. Teikning Jónasar Hallgrímssonar. ■ Niðurlag. í fjallaskálanum eru fimm tveggja manna ból með dýnum. Þar er þrifalegt og vel um gengið. Fólkið er hálfþreytt eftir langa ferð í bíl og erfiða göngu í hrauninu, en samt er eins og það vilji ekki ganga til náða. Veðrið er heillandi fagurt. Það er sólskin á efstu tind- um í austri, en svo er eins og dal- urinn sé að smáfyllast af dökkbláu flæði. Það er einkennileg sjón. Að baki okkar rís Hólmurinn hár og grænn, en fram undan niðar áin í kvöldkyrðinni. Annars er allt hljótt í þessum fjallasal — dásam- legur friður og kyrð. Það rökkvar ' óðum meðan við snæðum kvöld- verð og áður en varir veður mán- inn upp af fjöllunum, undarlega stór og náfölur. Inni í skálanum hvín í þremur „prímusum" og það er gott að fá kaffi áður en maður fer að sofa. Með bezta samkomulagi er tveim- ur og tveimur raðað í rúmin, tveir eru í tjaldi og tveir verða að sofa á gólfinu. Brátt er sofnað, en eftir litla stund vakna menn við drauga- gang mikinn úti fyrir, dunur og dynki og jörðin skelfur. Eru nú þeir, sem féllu á Hvítingshjöllum komnir hingað heim og teknir að berjast að nýu, eða ætla þeir að ' gera áhlaup á okkur? Enginn hreyfir sig. Við bíðum átekta eins r og Grettir þegar hann heyrði ó- lætin í Glámi forðum. Dunurnar ' færast fjær um stund, en svo færast þær aftur nær eins og skriða hlaupi ^ að okkur ofan úr fellinu og klofni um skálann. Þá fór einhver hug- aður fram í dyrnar að gá að hvað hér væri á seiði. Þarna var þá kominn hópur af stóði, sem gengur á dalnum, og ærslaðist í kring um skálann til þess að fagna þessum óvæntu gestum. Eftir það sváfu allir rólegir. - * ~ Snemma var farið á fætur morg- uninn eftir, því að nú átti að kanna dalinn betur og ganga inn með vatni og helzt að komast í Bjarn- arhelli, en enginn vissi hvar hanu var og kunnugir menn gátu ekki heldur vísað á hann, því að þeir höfðu aldrei í hann komið. Við gengum stíg inn með Hólm- inum þangað til vatnið blasti við, og er skammt að fara. Vatnið nær alveg að fellinu og liggur að norð- urhlið þess og er bratt upp frá því. Þar er fjárstígur nokkuð hátt uppi og nefnist Tæpagata, og á það nafn skilið. Þarna runnum við í sporaslóð og miðaði heldur seinl. Innan við Hólminn hefir hraun fallið fram í vatnið og eru þar langir hrauntangar út í það. Nú þóttumst við sjá hvers vegna fellið heitir Hólmur. Það er umkringt af hrauni á tvo vegu, en af vatn- inu og ánni á aðra tvo vegu. Fag- urt var að horfa úr Hólminum inn yfir vatnið spegilslétt og glitrandi í morgunsól. Lengst í burtu, innan við vatnsbotninn sást dálítið grænt undirlendi. Þar var byggð áður. Þar var bær, sem hét Bjúgskot, en hann er kominn í eyði fyrir ómuna- tíð. Þar var og bær, sem hét Gín- pndi, og er sagt að skriða hafi hlaupið á hann og þess vegna hafi hann lagst í eyði. En svo var það árið 1840 að Sigurður Jónsson frá Ketilsstöðum í Hörðudal reisti þarna nýbýli, er hann nefndi Tjald- brekku. Þar bjó hann í 25 ár og kom upp stórum barnahóp. Hefir hann sjálfsagt verið dugnaðarmað- ur mikill og hagsýnn, því að erfitt hefir verið þarna að mörgu leyti. Vetrarríki er ákaflega mikið og langt til aðdrátta. Þriggja klukku-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.