Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 1
35. tbl.
XXVII. árg.
JEorgtmfrlatijjins
Sunnudagur 21. september 1952
Hinn fjölhæfi snillingur
Leonardo da Vinci
Sá, sem ekkert kann í stærð-
fræði, skyldi ekki líta í mig,
stendur framan • á minnisbók
Leonardo da Vinci.
EINHVER allra merkasti og fjöl-
hæfasti listamaður og vísindamað-
ur heimsins, var Leonardo da Vinci.
En það virðist svo, sem hann hafi
ekki haft neina löngun til þess að
verða frægur, heldur hafi hann
verið yfirlætislaus og hlédrægur,
og ekkert hugsað um það heldur að
verða ríkur á verkum sínum. Hann
var listmálari, myndhöggvari, bygg
-ingameistari, tónsnillingur, skáld,
vélfræðingur, stærðfræðingur og
heimspekingur. En það var ekki
fyr en löngu eftir hans daga að
menn uppgötvuðu að allir þessir
hæfileikar höfðu búið í einum og
sama manni, og að afrek hans í
hverri listgrein hefði átt að nægja
til þess að gera hann frægan. Sam-
tíðarmenn hans þekktu hann ekki
eða skildu hann ekki. Eftirkomend-
ur uppgötvuðu hann.
Eftir því sem menn vita bezt lifði
hann í nokkurs konar draumheim-
um fram til átján ára aldurs og
var þá að hugsa um ýmis konar
uppgötvanir, sem ekki urðu að
virkileika fyr en mörgum öldum
síðar. Hann sá þá í anda hvernig
mennirnir gæti lært að fljúga,
notkun gufuaflsins, vélknúin farar-
tæki og alls konar vígvélar. Á þess-
um árum hafði hann þó lært eitt-
hvað að mála og nú gekk hann í
skóla hj á Verrocchio, en f ór þar brátt
fram úr meistaranum. Honum full-
nægði ekki sú þekking, sem menn
höfðu þá á málaralistinni. Þess
vegna gerði hann sér far um að
þekkja allt betur en þá tíðkaðist
og gerði margvíslegar rannsóknir í
því skyni. Meðal annars varð hann
fyrstur listamanna til þess að
kynna sér vöðvabyggingu manns-
líkamans til þess að hafa betra vald
á viðfangsefnum sínum, hvort sem
hann málaði myndir eða hjó mynd-
ir. Tvítugur komst hann í lista-
mannafélagið, en hann gerðist þó
ekki sjálfs sín herra að heldur.
Hann vann áfram hjá Verrocchio,
en kynnti sér jafnframt stærðfræði
og önnur vísindi.
Þegar hann var 28 ára gerðist
hann vélfræðingur hjá soldáninum
í Kaíró, og seinna gekk hann í
Leonardo da Vinci
(1452—1519)
þjónustu Cæsar Borgia sem her-
gagna vélfræðingur. Hvort tveggja
gerði hann til þess að fá tækifæri
til að auka þekkingu sína á þessu
sviði.
Þegar hann kom heim frá Egypta
landi málaði hann myndina „Hin
seinasta kvöldmáltíð“ fyrir klaustr-
ið í Mílanó. Sú mynd hefur síðar
uppgötvazt, og er ein af fáum mál-
verkum hans, sem menn vita um.