Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 445 Þar sera Hítará skellur á Klifsanda bafa stór sandsteinsbjörg fallið niður í árfarveginn. stunda lestargangur er að næsta bæ (Selárdal í Dölum) en 4ra klukkustunda lestargangur að Hít- ardal. Þaðan var og vikuferð í kaupstað, hvort heldur var sótt að Búðum eða í Stykkishólm. Sagt er að Sigurður hafi haft þarna garð- rækt og fengið 4 tunnur af rófum og kartöflum á ári. Hlunnindi voru og, silungsveiði í vatninu, eggja- tekja og grasatekja. Eftir að Sig- urður hætti búskap að Tjald- brekku voru þar 5 ábúendur hver fram af öðrum (og einu sinni tvíbýli). En þeim lánaðist ekki bú- skapurinn eins vel og Sigurði og hvernig sem á því stóð var túmð altaf að ganga úr sér, og seinast fengust ekki af því nema 30 hest- ar. Tjaldbrekka lagðist í eyði 1891 og síðan hefir enginn búið þar. Austan megin vatnsins gengur úfið og gróðurlaust fell úr Graf- heiði fram að vatninu. Það heitir Foxufell og er einkennilegt nafn. Líklega þýðir það Tófufell. Hefir einhver hér um slóðir einhvern- tíma notað enska nafnið „fox“ um ref, og svo hefir nafnið á grenlægj- unni orðið foxa. (Fox kemur fyrir í vísu eftir Skallagrím). Refir hafa fram á þennan dag haldið sig á þessum slóðum og á hverju vori er leitað grenja í Hrauntöngunum sunnan við fellið. Hraunið milli Hólms og Foxu- fells er jafnvel enn ógreiðfærara heldur en hraunið niðri í dalnum, er við fórum yfir daginn áður. Úti í vatninu fram undan Foxu- felli er fallegur hólmi grasigróinn og er þar nokkurt hvannstóð og burnirót. Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni, að séra Jón Hall- dórsson hafi látið gera þennan hólma og gróðursett hvannirnar í honum. „Þangað kemur svartbak- ur á hverju ári ásamt æðarfuglin- um til að verpa og skýla hvann- stóðin hreiðrum hans og eggjum fyrir regni og hvers kyns illviðri. Svartbakurinn verndar bæði egg sín og æðareggin fyrir árásum hrafna og kjóa“. Hér er eitthvað málum blandað. í sóknarlýsingu séra Þorsteins Hjálmarsens segir að hólminn sé 60 faðmar á lengd og 40 faðmar á breidd og um þriggja faðma hár yfir vatnsborð. Þarf ekki frekari vitna við um það, að hólminn er ekki gerður af mannahöndum. Hitt getur vel ver- ið, að séra Jón Halldórsson hafi flutt hvönn og burnirót út í hólm- ann og reynt að koma þar upp æðarvarpi með því að flytja æð- arfugl þangað. Hann brauzt í mörgu, er til framfara horfði. Með- al annars vann hann járn úr rauða hraungrýtinu í Rauðukúlu. Nokkrir smærri hólmar eru þarna í vatninu og hafa álftir oft- ast orpið þar á hverju vori. Og svo mikið svartbakavarp hefir ver- ið þarna, að það hefir um langt skeið verið talið til hlunninda. Það er þó altaf að minka og má vera að það sé vegna þess hve mikið hefir verið tekið af eggjum. En í minni núlifandi manna hafa feng- ist þar 600—700 egg á ári, og var þó sagt að enn meira hefði feng- ist fyr. Talsvert var nú um svartbak þarna, einkum í stærsta hólmanum og mun hann sennilega látinn í friði. Ein álftarhjón voru þar t'tsýn frá Foxufelli yfir Hítarvatn. Hóimurinn fyrir raiðju, Klifsandur og Ilvit- ingshjallar til htegri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.