Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 14
£ 456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f f k Þessi gangur málsins er ekki að- eins hugsanlegur, heldur mjög sennilegur, þar sem orsökin til deiluefnisins er báðum óþekkt og ókunn báðum málsaðiljum. En ef það vitnaðist nú að meðfæddur mismunur manna væri orsökin, þá mundu deiluaðiljar skilja, og reyna að finna viðhlítandi lausn á mál- inu. Að meiri hlutinn hafði rétt fyrir sér í þessu dæmi, stafaði af því, að meiri hluti manna var ekki bragðlaus. En maður gæti vel hugs- að sér að hið gagnstæða hefði átt sér stað. Og enda þótt PTC sé ekki notað sem sótthreinsandi lyf í drykkjarvatn og þessi atburður hafi því aldrei átt sér stað, þá sýn- ir dæmið, að harðar deilur geta ris- ið út af því að menn hafa tekið hæfileika misjafnt að erfðum og væna hver annan um óbilgirni og hleypidóma. ^ sig við þann mun, sem er á mönn- | um. Oftast nær hafa þær talið | sjálfsagt að munur þessi stafaði af ^ misjöfnum líkamlegum og andleg- { um þroska, sem væri mönnum með- { fætt, arfgengt og óumbreytanlegt. \ í gamla testamentinu úir og grúir | af spgum um að mönnum sé áskap- ^ að hlutskipti sitt í lífinu, sumir sé ^ fæddir höfðingjar, aðrir til að vera 1 undirgefnir. § Þegar vér höfum viðurkennt að f menn séu sundurleitir, þá er | skammt til þess að viðurkenna að | þ. óðir sé sundurleitar. Flestar | þ^óðir, bæði frumstæðar þjóðir og | menningarþjóðir, eru innilega | sannfærðar um að þær sé öðru- vísi en aðrar þjóðir. Og alveg eins og einstaklingshyggjan óttast sam- keppni og brynjar sig með stolti og rnikilmennsku, svo er það um ættir og þjóðir að þær brynja sig með Lættarstolti og þjóðarstolti. Og af þessu kemur það, að vér heyrum talað um svo margar „útvaldar þjóðir“, þar sem hver þeirra þykist njóta sérstakrar handleiðslu guðs, vegna ætternis síns. Hitler hélt til dæmis að arísk- norræni-germanski þjóðstofninn hefði tekið í arf alla góða eigin- leika, en enga slæma. En þið skul- uð ekki halda að Hitler hafi fundið upp þjóðardrambið. Frá ómunatíð hafa ýmsar þjóðir verið með þessu marki brendar. Og það þarf ekki stórþjóðír til. Einhver frægasti málari í Mexikó ritaði þessi orð á eitt af málverkum sínum: „Þjóð mín er boðberi guðs“. Það getur vel verið að þér hafið aldrei heyrt getið um Kirgisaþjóðflokk, sem á heima í eyðimerkurhéraði austur í Asíu. En einn af foringjum hans hélt því fram, að hjartað í Kirgís- um væri betra en í nokkrum mönn- um öðrum. „Og það er hjartað, sem mest á ríður,“ sagði hann. Líklega er sú trú eldri og út- breiddari, að mismunur á mönn- um stafi frá óumbreytanlegum erfum, heldur en sú trú að hann stafi af uppeldi og umhverfi mannanna. Vér vitum nú, að marg- ir eiginleikar manna, svo sem bragðleysi, augnalitur og ótal margt annað í fari voru og útliti, er að mestu leyti fengið að erfð- um — er oss meðfætt. En ótal margt annað eins og t. d. máhð, sem vér tölum, trúarbrögðin, sem vér fylgjum, er ejngöngu undir því komið hvar vér erum í heim- inn borin — stafa frá umhverfinu. En vér munum fljótt sjá við nán- ari athugun, að engin ákveðin takmörk eru milli þess hvað oss er meðfætt og hins, sem vér hljót- um frá umhverfinu. Hvort tveggja er samtvinnað í manninum. Og það er undir því komið hvern skilning vér leggjum í þetta, hvernig vér snúumst við málun- um. Nasistar töldu til dæmis að Júðar væri óbetranlegir vargar í véum, og settu sér það takmark að útrýma þeim. En í þeirra aug- um var kommúnisminn ekki annað en afleiðing af því að menn höfðu verið afvegaleiddir, og það' væri hægt að lækna í fangabúðum. Afstaða vor gagnvart sundur- leitum mönnum og þjóðum mark- ast af því hverjum augum vér lít- um á uppruna mismunarins. ★ ★ V ★ ★ ... Btófur á nién^um MÖNNUM cr gjarnt að henda á lofti það, sem ótrúlegt er og hafa ánægju af alls konar kynjasögum. Og það mega vera ótrúlegar sögur, sem sumir leggja ekki trúnað á. Hér er lítið sýnishorn af þessu. í „Daily News“, sem gefið er út í New York, birtist grein eftir dr. Thco- dore R. Van Dellen um kynjasögur þær, sem sagðar eru af mönnum með langa rófu. Hann byrjar á að geta þess, að í brezka læknablaðinu „Medieal Journ- al“ hafi nýlega staðið fregn um að barn hefði fæðst með þriggja þumlunga langa rófu, sem hefði verið hreyfanleg, svo að barnið gat dillað henni. Síðan segir hann frá því að sagt sé að sums staðar í Eystra-Indlandi hafi ibúarnir jafnan haft gat á þóftunni í bátum sínum til þess að stinga rófunni þar niður um. Sums staðar sé það talið ólánsmerki að vera með ianga rófu, cn annars staðar gæfumerki. Þannig sé talið að það hafi verið siður á eynni Kali i Kyrrahafi að stytta aldur öllum þeim börnutn, sem fæddust rófulaus. Þar hafi mcnn langa rófu og þyki mikil prýði að, og þess vegna vilji þeir ekki eiga það á hættu að ala upp rófulaus börn, því að þá geti farið svo með tím- anum, að þessi göfugi iimur hverfi. Þá er sagt að menn af þjóðflokknum Niam Niam í Mið-Afríku sé frægir fyrir það að vera með loðnar rófur, tveggja til tíu þumlunga langar. í bókinni „Ano- malies and Curiosities of Medicine" sé getið um Indíánadreng, sem hafi haít tíu þumlunga langa rófu. Dr. Van Dellen leggur sjálfur lítinn trúnað á þessar sögur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.