Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 12
448
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
skipta. Gaman var að láta Sigríði
segja frá liðnum tímum, t. d. heimilis-
háttum á 20—30 manna heimilum, svo
sem daglegum störfum þess, skemmt-
unum, gestakomum og mataræði og
yfirleitt öllu, sem gerðist manna á
milli í sveitinni.
Þá mundi ekki síður vera spurt um
siði og venjur húsbænda og höfðingja
á heimilunum, sem alla jafna hafa
sett og setja enn, sinn svip á heimilin
til hins' Verra eða betra, eftir innræli.
Heldur er ég á þvi, að Sigríður
Ólafsdóttir hafi haft aðra og réttari
skoðun á ræðumennsku og daglegri
íramkomu húsbónda síns, séra Þórar-
ins prófásts í Vatnsfirði, en Guðlaug-
ur frá Rauðbarðaholti lætur hafa eft-
ir sér í æfisögu sinni, þeirri, er Indriði
Indriðason tók að sér að færa í letur.
í^að vill nú svo vel til, að í Presta-
og prófastaævum Sighvats B. Gríms-
sonar ,ér að finna glöggar og sannar
heimildir um lærdóm, ræðumennsku og
framkomu séra Þórarins Kristjánsson-
ar, við söfnuð sinn og heimafólk og er
sá vitnisburður vissulega í samræmi
við álit og reynslu Sigríðar Ólafsdótt-
ur, sem vel mátti þekkja það af langri
veru þar á heimilinu.
Broslegar frásagnir, um menn og
málefni, eiga stundum rétt á sér og
geta verið skemmtilegar. En séu þær
fleipur eitt, eða með öllu ósannar, eins
og hér á sér stað, verða þær höfund-
unum á engan hátt til sóma, nema síð-
ur sé.
Pljót var Sigríður að yrkja vísu,
þótt ekki jafnaðist hún í því við Símon
Dalaskáld, en hann var nokkra mán-
uði í Rauðanesi veturinn 1909. Flugu
þá ferskeytlurnar milli þeirra, eins
og skæðadrífa um baðstofuna í Rauða-
nesi, einkum í rökkrinu og á vökunni.
Þá var mörg ríman og rímnabrotið
kveðið og höfundarnir gagnrýndir dug-
lega, með og móti.
Mér fannst Sigríði veita þar betur,
einkum ef útskýra þurfti heiti og
kenningar. Sagði hún þá Símoni, hvað
væri karlkenning og hvað kvenkenn-
ing, og ef um láðs- eða lagarheiti
var að ræða. Heldur fannst mér Símon
taka útskýringum Sigríðar fálega, varð
hvumsa við, einkum ef hún svo hló
að öllu saman, en Sigríður var ákaflega
aðhlægin.
En ef til ágreinings kom um kenn-
ingar og heiti, þá var leitað úrskurðar
húsfreyjunnar á, heimilinu, frú Jór-
unnar Jónsdóttur, Halldórssonar hins
fróða á Ásbjarnarstöðum. Hún var af-
burða rímnafróð, kunni ógrynnin öll af
rímum og ljóðum og fannst mér hún
útskýra öll vafasöm heiti á hinn lík-
legasta hátt.
Jórunn átti, og las oft í Snorra-
Eddu. Sjálf var hún prýðis vel hag-
mælt, svo að hagyrðingunum Sigríði
og Símoni í Rauðanesi þótti gott til
hennar að leita. Allt fór þetta fram
með léttum og gamansömum blæ, en
drjúgum skemmtilegt var það þó og
athyglisvert á ýmsa lund. Það var eins
og allt heimilisfólkið smitaðist, svo
að það settist á „skáldaskör" og reyndi
að yrkja vísu — og gat það.
Mér hefur jafnan þótt gamalt fólk
skemmtilegt í viðræðum, ef það er
greint og minnugt. Ég hændist fljótt
að Sigríði Ólafsdóttur, eftir að ég kom
að Rauðanesi. Mér fannst hún ótæm-
andi uppspretta reynslu og viðburða,
svo og góðra fyrirbæna, mönnum og
málefnum til handa, má og vera, að
það sé heldur ekki með öllu einskis
virði, ef nægur gaumur er að gefinn.
Mörgum alþýðuskáldum kynntist
Sigríður Ólafsdóttir, bæði í Hrútafirði
og víðar. Hún kunni heilmikið frá
þeim tíma, bæði lausavisur og kvæði,
og hefur „Blanda“ fengið nokkuð af
því til birtingar, eftir heimildum Sig-
ríðar, sem þó kunna að vera eitt-
hvað vafasamar, eins og oft á sér
stað.
Mikið fannst Sigríði um Sigurð
Breiðfjörð skáld. Eftir hann kunni hún
heilar rímur og rímnaflokka. Hún
þekkti Hákon í Brokey. Hann var
nokkrar nætur í Stórholti er hún var
þar, þá kominn hátt á sjötugs aldur.
Hann kom á skipi, gekk heim frá sjón-
um, en átti bágt með það. Þá kvað
hann, um leið og hann gekk í bæ-
inn: ,
—
Hákon svaraði:
Ég hef ei föng,
því leið er löng,
lið að veita þrjóti,
kiljan ströng,
um geirhvals göng
gustar nú á móti.
Síðustu æfiár sín var Sigríður Ólafs-
dóttir blind og rúmliggjandi. Orti hún
þá helzt um ástand sitt.
Eitt sinn kom séra Einar Friðgeirs-
son að Rauðanesi og spurði um líð-
an hennar. Þá svarar Sigríður:
Mér vill sortna sorgarský,
svo vill drottinn haga,
myrkri svörtu má ég í
mæðast alla daga.
Drengur var á heimilinu, sem las
fyrir hana og hjálpaði henni á ýmsa
lund. Við hann sagði hún eitt sinn:
Helgi litli hýr á kinn,
hann er bezti vinur minn,
verður maður viðfeldinn,
vinum tryggur — stórbrotinn. —
Þrem vikum fyrir andlát Sigríðar,
sá ég í Morgunblaðinu eftirmæli eft-
ir kunningjakonu hennar og las þau
fyrir hana. — Þá segir hún eftir litla
stund:
Margt er það, sem mæðir á „ J
mig, og hugann pínir, ,,__
óðum deyja og fara frá, k j
fyrri vinir mínir.
Þá var Sigríður Ólafsdóttir nær 92
ára, búin að liggja rúmföst 9 ár og
vera blind 11 ár.
Hún andaðist 26. maí 1920.
K. Ó.
Mér er von að minnki þor, ,
máttur fóta sneiðist,
þeir hafa lengi borið bol,
brúkað flest allt eyðist. /
Þá sagðist Sigríður hafa heyrt að
Sigurður Breiðfjörð og Hókon hefðu
hitzt í Brokey og Sigurður orðið þar
veðurtepptur. Hafi þá Sigurður ort:
Sýndu ráð með dýrri dáð, f
að drífa burtu vominn,
því í bráð, á þína náð,
þykist ég nú kominn.
★ ★ -'V ★ ★ ,
Ekki eru enn allar leiðir lokaðar til
að leggja á nýa skatta. Enn cr cftir sú
leiðin, sem Jonathan Swift benti á.
Hann vildi skattleggja fegurð kvenna.
— Það er ekki hægt að fá konurnar
til þess að greiða svo mikið, að það
borgi sig, sagði einhver.
— Verið alveg óhræddur, sagði
Swift. Við skulum láta þær ráða því
sjálfar í hvaða fegurðarflokki þær
vilja vera — og þá gengur allt eins
t og í sögu.