Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fyrir nokkrum árum 100.000 bækur og lét prenta á þær auglýsingu um að hann væri fatlaður hermaður og vantaði tilfinnanlega húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Þetta einkennilega neyðarkall bar þann árangur, að innan sólarhrings hafði hann fengið mörg tilboð um íbúð. En það var meðfram vegna þess, að flestir kaupmenn í Boston af- hentu ekki aðrar eldspýtnabækur þann daginn, en þær sem voru með þessari auglýsingu. Hvíta húsið í Washington hefur jafnan kej'pt sérstakar eldspýtna- bækur handa forsetanum síð- an á dögum Tafts. Á eldspýtna- bókum Roosewelts var mynd af báti með einu siglutré. En á eld- spýtnabókum Trumans var fanga- markið hans. Wrigley -græddi milljónir á því að auglýsa á eldspýtnabókum, og sama má segja um Gillette, rak- vélakónginn. Annars eru þau firmu óteljandi, sem auglýsa á þennan hátt. Eldspýt.ur eru nú hversdagslegur hlutur og menn hafa glevmt því hve nauðsynlegar þær eru, vegna þess að þeir hafa þær alltaf hand- bærar. Og það eru ótrúleg ósköp sem evtt er af þeim í heiminum á ári hverju. Meðan þú ert að lesa þessa línu. er kveikt á 16.000 eld- spvtum í Bandaríkjunum. 500.000 milljónir af eldspýtum eru fram- leiddar í Bandaríkjunum árlega og um helmingurinn af þeim er í eld- spvtnabókum, hitt í stokkum. Ýmsar sögur eru sagðar um eld- spýtnabækurnar. Einu sirni komu þær upp um glæpamann. Hann var örfhentur og hafði þess vegna brot- ið eldspýturnar af vinstra megin, en allur þorri manna byrjar að brjóta þær hægra megin. Þessi munur varð til þess að koma upp um glæpamanninn. Á stríðsárunum komst upp um njósnara, sem notuðu eldspýtna- bækur sem dulmál. I hverri bók eru 20 eldspýtur nú og gilti hver eldspýta ákveðinn staf. Fjórar síð- ur af umslaginu giltu ákveðna stafi og hinar tvær síður á yfirbrotinu giltu tvo stafi, og þannig höfðu njósnararnir fengið allt stafrófið. Fjöldi manna safnar eldspýtna- bókum, og sumir eiga stór söfn af þeim. — Sjaldgæfar tegundir eru komnar í geipiverð, sérstaklega fvrsta bókin, sem var með auglýs- ingu. Það var 1896 og var auglýs- ingin ekki prentuð heldur skrifuð á bækurnar, og var frá Mendelsohn Opera Company. Þegar stríðið var í algleymingi, bað ameríska flotamálaráðuneytið um eldspýtur, sem þyldi að blotna. Þá fann efnafræðingur upp eld- spýtur, sem þoldu raka í átta klst. Öðru sinni kom sérstök pöntun á eldspýtum, og var þar farið fram á að fá eldspýtur, sem ekki gæti kviknað á. Það var auðgert. Sá, sem þessar eldspýtur pantaði var „galdramaður“ og ætlaði að nota þær við sýningar sínar. En svo illa vildi til þegar eldspýturnar vofu sendar, að venjulegar eldspýtur voru teknar í misgripum og sendar töframanninum. Og þegár hann svo ætlaði að sýna að hann gæti með töfrum gert eldspýtur þannig að ekki kviknaði á þeim, misheppnað- ist tilraunin hastarlega. Svo fór um það bragð. ★ ★ ★ ★ LYKILLINN að eldhúsklukkunni týndist og hjónin lögðu á stað til úr- smiðs að fá sér nýan iyki). Frúin fór inn í búðina, en kom að vörmu spori út aftur. — Fekkstu lykilinn? spurði maður hennar. — Nei, nágrannakona okkar var inni í búðinni og var að kaupa perlufesti, og þá gat ég ekki gert svo lítið úr mér að spyrja um klukkulykil. — Hvað sagðirðu þá? — Ég spurði hve mikið mundi kosta að hreinsa demantshálsband. BRIDGE FASTAR SPILAREGLUR AÐALREGLURNAR í samnings- bridge eru hvorki margar né flóknar. Sá sem fylgir þessum reglum, þótt við- vaningur sé, stendur betur að vígi en vanur spilamaður, sem spilar eftir eig- in geðþótta. Svo að segja hver keppni sýnir það, að fastar reglur eru betri heldur en ímyndun manna um hvernig bezt sé að spila. Hér er dæmi um það. Það er viðurkennd regla i spilum að spilarinn á að staldra við, þegar sam- herji hans hefur „lagt upp“ spil sín, aðgæta hve marga vissa slagi hann hefur, hve marga hann þurfi í viðbót til þess að vinna, og hvernig hann geti fengið þá. Norður A K x x x V ekkert ♦ K D 10 9 8 7 <í» x X X Suður A Á D K x x V G x x ♦ x x ð ÁGx Suður hafði sagt fjóra spaða og V kom út með lágspaða. Nú þyrfti S að athuga hvernig hann á að spila spilið: En hann taldi ekki hve marga slagi, hann gæti fengið, heldur fannst hon- um gvo sem sjálfsagt að hann mundi' geta notað lágtrompin í borði til þess að drepa hjörtun. Auðséð er þó að hann verður að koma andstæðingum inn í tigli og þá má gera ráð fyrir að þeir slái út trompi aftur og þá fækkar tækifærunum til þess að geta trompað hjörtun. Það er svo sem auðséð hvað S fær marga slagi: einn í laufi, einri í tigli, tvö hjörtu trompuð og fimm slagí 4 tromp. Það verða ekki nema níu slag- ir —* og spilið er tapað. S hefði átt að telja slagi sína áður en hann byrjaði að spila. Hann mundi þá hafa séð að betra var að nota tromp- in í borði til þess að komast inn á þau meðan hann var að gera tígulinn frían, heldur en vera að hugsa um að trompa hjörtun. Með því móti hefði hann feng- ið 11 slagi i staðinn fyrir 9. í þessu spili er í rauninni ekki um margt að velja. Þegar séð var hvað margir slagir voru vissir, átti að að- gæta hvar hægt væri að eignast slagi þar fyrir utan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.