Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 „Sama vald, er veldur sólnatafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar“. Áhrif stjarnanna á vorri jörð Á JÖRÐINNI ríkir nagandi kvíði. — Andrúmsloft þessarar aldar er þrungið feiknum og fárstöfum. All- ar þjóðir eru í uppnámi. Andstæð- urnar aukast og allt virðist stefna á ógæfuhlið. Tortryggni og örygg- isleysi er hvarvetna að finna og friðarhugsjónin á erfitt uppdráttar. Jafnvel hin dauða náttúra er að byrja að tryllast. Mannkynið grein- ist í ólíka flokka eftir ólíkum lífs- viðhorfum. Stórveldin hervæðast og kappkosta að finna upp ný og ný aleyðingar drápstæki. Með vaxandi ótta horfir almenningur á þessi tákn tímanna og býst við nýum skelfingum ofan á þær, sem á und- an eru gengnar. Skugginn af kjarn- orkustyrjöld breiðist út um alla jörð og mannkynið óttast að Ragna -rök sé á næstu grösum. Hvar er þá hjálpar og hugsvöl- unar að leita? Hvergi nema í trúnni á mátt og sigur hins góða, trúnni á æðri máttarvöld, sem hjálpað geta, ef liðsinnis þeirra er leitað. Maðurinn verður að skilja hlut- verk sitt og stöðu sína í alheimi. Hann verður að skilja að hann hef- ur frjálsan vilja til að velja og hafna, en er jafnframt háður utan að komandi áhrifum, sem geta koll- varpað öllum fyrirætlunum hans, ef þær eru ekki í samræmi við hin eilífu alheims lögmál. Honum verð- ur að skiljast, að „heimsins vél er knúð af einu afli“, sem æðra er allri mannlegri speki, og er því guðdómur. Lausn mannkynsins er komin undir því, að líf þess sé í samræmi við lögmál alheims mátt- arins, að það sé guðdóminum sam- taka. Fleiri og fleiri af andans mikil- mennum þjóðanna taka nú undir þessa skoðun, og það er fyrsta skrefið í áttina að réttu marki. Því svo sannarlega sem hin fáu andans mikilmenni hafa áður leitt þjóðirn- ar frá villimennsku, þá munu þau leiða þær af þeim villigötum, sem þær eru nú á. —■= ★ -— í mörgum bókum, sem fræði- menn rita og komið hafa út að und- anförnu er sagt, að jarðríki sé ekki eina ríki heimsins, sem byggt er, og að maðurinn sé ekki aðeins jarð- arborgari, heldur einnig alheims- borgari, í þess orðs fyllstu merk- ingu. Meðal nýustu bóka, sem um þetta efni fjalla, er þýzk bók, sem heitir „Wir und das Weltall“ og er eftir stjörnuþýðandann Willy Bisc- hoff. Hann gerir þar þann greinar- mun á „astrologie“ (stjörnuþýð- ingalist) og „astronomi“, að astro- logie sé sú fræðigrein, er fáist við afstöðu stjarnanna innbyrðis og hverja þvðingu hún hafi, en astro- nomi sé himinþekking. Þess vegna hafi hin fyrnefnda verið kölluð stjörnuþýðingafræði, en hin „stærð -fræði stiörnugeimsins“. — Hvor tveggja vísindagreinin sé sjálfstæð, en astrologi hafi það fram yfir að hún sé lífræn og reyni að skilja hvað liggur til grundvallar að sam- bandi stjarnanna. Þessar vísinda- greinir geti stutt hvor aðra með aðstoð þriðju vísindagreinarinnar, stjörnulíffræði. Stjörnulíffræðin sé sú fræði- grein, er rannsakar lífið í alheimi, og samband lífsins í alheimi. Það sé því hennar hlutskifti að rann- saka þau áhrif, sem alheimurinn hefur á lífið hér á jörð, og þá sér- staklega líf mannanna. Sumir hafa haldið því fram, þegar þekkinguna þrýtur, að þetta og hitt gerist af tilviljun. En það er ekki um neina tilviljun að ræða í stjórn alheims- ins, og stjörnufræðingurinn Jo- hannes Kepler helt því jafnvel fram á sinni tíð. Þegar vér tölum því um tilviljun, þá er það aðeins vegna ónógrar bekkingar á stjórn heimsins, og fullkomins þekkingar- levsis á afstöðu hnattar vors í al- heimi. Það er hlutverk stjörnulíf- fræðinnar að styðjast við reynslu og revna að læra af henni þegar svipaðir atburðir endurtaka sig. Astrologian lítur ekki á menn- ina sem einstaklinga, heldur sem lið í alheimssköouninni. — Sama valdið, sem stiórnar gangi stjarn- anna og lætur blóm og jurtir vaxa, hreyfir sér einnig í sál mannsins. Maðurinn er háður utan að kom- andi krafti, sem ríkir í alheimi og er öhu æðri og hlýtur því að vera guðdómlegur. Þessi kraftur stjórn- ar mönnum og heimshverfum og þess vegna hlýtur að vera tilgang- ur að baki. Það hefur verið sannað vísinda- lega, að eigi aðeins sól vor og tungl hafa geisileg áhrif á lífið hér á jörðu, heldur hafi blátt áfram stuðlað að því að lífið reis hér á legg. Franski stjörnufræðiftgUfinn Camille Flammarion sýpdi fram á hver áhrif tunglið hefur á líf manna, og Charles Darwin tók undir það. Og þegar það er nú sannað að tunglið hefur þessi áhrif,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.