Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 4
830 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS leik mannlegra örlaga, en er þeir hafa varpa<5 ljósi á þessa eymd, eiga þeir ekki lengur samleið. Þeg- ar er þeir hafa mætzt með skoðanir sínar: á þessu mikilvæga atriði, skiljast leiðir þeirra. Sartre hvetur menn til hugrekkis í aðstöðu, þar sem engin björg er til. Mauriac býðuj- hina huggandi von um náð Guðs. „Þessi bók, sem ég rita æ upp og allar bækur mínar falla að, þessi alda, æ hin sama, sem rís án afláts úr djúpi huga míns, brotnar allt af á sama skerinu: ástinni, dýrkun bernskunnar, æskunni, hneigð til einhvers þess, sem virðist flýa og ekki verður hönd á fest. Söguhetjan í Le Noeud de vipéres túlkar rót- gróna kennd mína, er hann talar um Maríu litlu, dóttur sína og syst- urson sinn, Luc. Og „ófreskjurnar", sem ég hlýt ámæli fyrir að lýsa, eru engar ófreskjur, nema að því leyti sem þær eru sem barn þetta, sem vill ekki deya, geislandi enn af því, sem Claudel kallar „eilífa bérnsku Guðs“. Við menn erum lítils megandi, leiksoppar kynleg- ustu mótsagna, meðvitandi van- máttar okkar að lifa að fullu örlög okkar, en við kunnum samt að finna frið og hamingju, ef við tök- um lögmáli Drottins, Jesú, sem dáinn er til þess að bjarga heimin- um frá syndum mannanna.“ Allt það, sem Henri Lefévre kall- aði fyrir skömmu „borgaralegt raunsæi“ Mauriacs, þar sem hrylli- legustu harmleikir gerast, er gagn- sýrt „af náðinni, ósýnilegri í rit- verkinu, en allt af til staðar“. Hér er kaþólskur rithöfundur á ferð. //=// Rithöfundurinn Mauriac eys af brunnum trúarinnar og hefur aldr- ei verið lokaður, fyrir þeim straum- um bókmennta okkar, sem eru af trúarlegum innblæstri- Verk hans ber rr^erki ^iðameistaranna frá 17. öld, rétttrúnaðar frá Bossuet, strangleika „jansenismans“ og „quietismans" frá Fénelon..! hon- um tengjast stefnur, sem á seytj- ándu Öld urðu tilefni ákafra deilna. Sumar af stefnum þessum voru sakfelldar, og Mauriac sakfellir þær sjálfur, en þær gefa ritum hans frumlegan blæ. Leikni hans í sálgreiningu, að fletta ofan af kaunum hjartans þar sem vella leyndustu ástríður, sem oft þola ekki dagsins ljós, ljós- ið, sem hann varpar á hið gruggug- asta hugarfar, öryggi hans í að lýsa baráttu ástríðnanna má að nokkru þakka siðameisturum og predikurum klassiska tímabilsins. Þeir báru einkenni síns tíma og höfðu komizt til merkilegrar þekk- ingar á mannssálinni. Mauriac hef- ur lesið Saint Frangois de Sales og La Bruyére. Hann hefur einnig lesið Bossuet og rit hans uin girndina, en þar er lögð áherzla á nauðsyn þess að bægja burt úr lífinu öllu því, sem er ekki kristilegt, og beita holds- fýsnina þeirri hörku, sem nauðsyn- leg er til hjálpræðis. í Le Fleuve de feu sigrast hin munuðlífa Giséle de Plailly á sjálfri sér, á ástríðum sínum og finnur frið í Guði. Við kynni sín af Pascal og Racine hefur Mauriac orðið fyrir áhrifum af frönskum jansenisma. Kenning stefnu þessarar var sett fram 1640 af Cornelius Jansen, biskupi í Ypres og tekin upp aftur af Saint-Cyran ábóta og Port-Royal. Samkvæmt henni er vilji mannsins aldrei frjáls, en ýmist háður girndinni eða náð- inni, sem er yfirnáttúrleg hjálp veitt mönnum af guði þeim til hjálpræðis, þ. e. a. s. svo að þeir megi lifa að fullu örlög sín. Gangi maðurinn svo langt í „sjálfselsku, að hann virði Guð að vettugi“, eins og heilagur Ágústínus segir, þá hefur Guð neitað honum um náð- ina til þess að selja hann á vald ástríðnanna, því að maðurinn þarf á hjálp Guðs að halda til þess að standast aðdráttarafl syndarinnar. En Guð getur neitað réttlátum um hjálp sína og veitt hana glæpsam- legum samkvæmt æðsta vilja sín- um. Órannsakanleg eru rökin fyrir kjöri útvaldra- Margar persónur í sögum Mauriacs hljóta einmitt náð- ina. í „Leá Anges noirs“ ber Gabri- el Gradére, andstyggilegur siðleys- ingi og síðar morðingi, þegar merki náðarinnar, er hann um miðja nótt vinnur góðverk í þágu ungs prests, en hjá honum fær hann svo hæli til að deya í Drottins friði. Hin átakanlega játning í „Le Noeud de vipéres" fullkomnast í sjálfsafneit- un og undirgefni undir Guðs vilja. Svo sem René Lalou hefur bent á, er Thérése sjálf barn jansenismans og Racines. Hún hefur farið á mis við náðina. Mauriac játar, að hann „hafi ekki komið auga á þann prest, sem tekið gæti skriftir af henni“. Loks eru persónur Mauriacs ekki með öllu ótengdar „quietismanum“, stefnu, sem fordæmd var af ka- þólskum á Frakklandi á 17. öld. Samkvæmt henni var stöðug leit siðferðilegrar fullkomnunar og neyzla sakramentanna ekki leiðin til náins sambands við Drottin. — Mauriac segir á einum stað: „Engin af persónum mínum, jafnvel þegar Guð virðist þeim ókunnur, lokar fyrir sér einu leiðinni til himna, þessari þröngu glufu, sem hleypir inn einum geisla. En trú þeirra er ekki annað en hinzta vonin, sem þær sleppa ekki. Þessi trú svarar engri spurningu, sérstaklega svar- ar hún ekki höfuðspurningunni um leyndardóm hins illa.“ //=// Þessi mismunandi áhrif, sem tengjast, blandast og gefa verki Mauriacs sérkenni sitt, eru í raun réttri sá lykill, sem gerir mönnum unnt að skilja gildi heildarverksins. „Náðin: þetta er það, sem opnar mörgum skilning og sviptir marga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.