Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 þess að athuguð væri spor þeirra. Það kom fljótt í ljós, að apinn var svo léttur, að engin spor hefði sést eftir hann í harðfenni. Og sporin eftir björninn voru ekki af þeirri stærð, er lýst var. Auk þess er það á allra vitorði að apar halda sig niðri í dölum en ekki uppi á jöklum. Apar eru jurtaætur, og auk þess þekkist enginn svo stór api í Himalaya, að sporin geti verið eftir hann. Það er að vísu til Gorilla-api, sem lifir í fjöllum, en hann er ekki þar, heldur á hann heima í Kongo. //=// Tveir Norðurálfumenn hafa full- yrt að þeir hafi séð snjómanninn. Stanley Snaith, fjallgöngumaður, segir svo frá: ..Mörgum árum áður en vér vorum þarna á ferðinni, var maður nokkur, Hugh Knight að nafni, að ferðast um Tibet. Segist hann hafa mætt undarlegri skepnu hátt í fjöllum. Það var Mongóla- svipur á andlitinu, fæturnir breiðir, herðarnar lotnar og kafloðnar eins og á Gorilla. Þessi skepna hljóp með ótrúlegri fimi yfir kletta og klungur, og var með mjög ein- faldan boga í hendi.“ Annar fjallgöngumaður, Frank Mclntyre segir svo frá í bók sinni „Attack on Everest": „ítalskur maður, sem Tambazi heitir, segist hafa rekist á villi- mann, sem hljóp með miklum hraða í fjallshlíð nokkurri. Tam- bazi var með góðan sjónauka, og sá í honum að þetta var maður, sem gekk uppréttur, nakinn, en kafloðinn. Hann beygði sig stund- um niður til þess að slíta upp rætur“. Sjálfur rakst Tambazi á slóð í fjöllunum. Hún virtist vera eftir útskeifan mann. Eric Shipton átti tal við fjalla- búa, sem Sen Tensing heitir. Kvaðst þessi fjallabúi hafa rekizt á snjómann árið og eklci ver- ið nema svo sem 25 metrar á milli þeirra. Snjómaðurinn hefði verið á að gizka 5% fet á hæð, allur kaf- loðinn nema andlitið, og rauðjarp- ur á lit. Shipton segir að hér hafi hvorki verið um apa né björn að ræða, því að Tensing þekkti mjög vel þær skepnur, en lætur ósagt hvort þetta hafi verið maður. II-II Getur það verið að hér sé menn á sama stigi eins og steinaldar- menn voru og hafi ekkert brevzt? Af elztu hauskúpum, sem fundizt hafa í hellum, þykjast vísindamenn geta ráðið, að steinaldarmennirnir hafi verið lotnir í herðum og kaf- loðnir. En um fótstærð þeirra vita menn ekkert, því að aldrei hafa fundizt bein úr fæti steinaldar- manns. Það er ekki auðvelt að trúa því að enn sé til menn, sem mjög líkj- ast öpum í útliti. En vitað er, að áður en sögur hófust, bjuggu hinir frumstæðu menn í hellum, sem voru líkir hellum þeim, er hvar- vetna finnast í Himalaya. Hellis- menn höfðu boga og örvar, það vita menn vegna þess að örvar- broddar þeirra hafa fundizt. Vísindamenn segja að hinir frumstæðu menn hafi haft skarpa hugsun og miklu hvassari sjón en nú tíðkast. Þeim hefði því verið í lófa lagið að forðast aðra menn. Hellismenn grófu hina dauðu, og oft voru þeir grafnir í hellunum sjálfum. Engar mannleifar hafa fundizt í hellunum í Himalaya. En það er ekki að marka. Fjöllin eru víðáttumikil. Þau eru 1500 enskar mílur á lengd og 150 mílur á breidd. Og að mestu leyti eru þau með öllu órannsökuð. Það hefir ekki verið gott að korna rannsókn- um við, því að bæði Nepal og Tibet hafa verið lokuð lönd. En þeir fáu vísindamenn sem kmnizt hafa upp í fjöllin til rann- sókna, hafa fundið þar hundruð tegunda af ókunnum skordýrum, þar á meðal risamölflugur og engi- sprettur. Þeir hafa fundið þar fiska með sogskálum, er þeir nota til þess að halda sér föstum í beljandi straumi fjallalækjanna. Þeir hafa fundið þar margar tegundir ó- kunnra fugla, þeir hafa fundið þar villihunda, sem ekki kunna að gelta, kattbjörnu og ótal önnur furðuleg dýr. Það er ull á hund- unum, og þar eru síðhærð svín. En furðulegust þykir þó sagan um snjómanninn. Sama árið og fyrstu fréttir af snjómanninum komu (1921) voru tveir kanadiskir vísindamenn á ferð í fjöllunum, dr. Irving Bird og Jill Crossley-Batt (kona). Rák- ust þau þar á 800 hellisbúa, sem ekki höfðu haft neitt samneyti við aðra menn um margar aldir. Þeir áttu heima í 17.000 feta hæð en svo hátt búa ekki neinir menn aðrir. Þessir villimenn voru listhneigðir, því að þeir höfðu málað myndir á geitaskinn. Það getur vel verið að snjómað- urinn sé ekki annað en risavax- inn api. Apar geta orðið stórir. En sé hér um apa að ræða, þá er hann allt að 5% fet á hæð og vegur lík- lega ekki minna en 100 kg. (Úr „Popular Science"). *-- SKAMMT frá höll Sameinuðu þjóð- anna i New York er lítil lyfjabúð og auglýst var í glugganum að þar væri töluð 9 eða 10 tungumál. Tveir Arabar, sem sátu á allsherjarþinginu, gengu þar fram hjá, og er þeir sáu að arab- iska var meðal þeirra mála, sem þar voru töluð, gengu þeir inn í lyfjabúð- ina og annar þeirra ávarpaði afgreiðslu manninn. Honum hnykkti auðsjáan- lega við og skildi ekki orð. Arabinn endurtók það, sem hann hafði sagt, en það fór á sömu leið. Þá sagði hann á bjagaðri ensku: — Hver er það, sem talar öll þessi tungumál hér? — Þeir, sem koma i búðina, svaraði afgreiðslumaður þá. -j . - r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.