Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 14
340 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Brazilíumenn taka upp nýa stefnu gagnvart Indíánum MEÐFRAM stórfljótinu Amazon í Suður-Ameríku, eru mestu frum- skógar veraldar. Þeir eru eins stórir að flatarmáli eins og England, Frakkland og Ítalía. Langt inni í þessum skógum á heima þjóð- flokkur Indíána, sem nefnist Chav- antes. Enginn veit hve fjölmennir þeir eru, en gizkað er á 75—200.000. Þeir eru mjög frábrugðnir öðrum Indíánum á þessum slóðum og hafa verið taldir algjörlega villtir. Eng- inn maður skilur tungumál þeirra, og þeir hafa fram að þessu verið alnbogabörn Brazilíu. Það var árið 1650 að nokkrir gullnemar frá Sao Paulo hættu sér inn í frumskógana og komust í kast við Chavantes Indíána. Gulinem- arnir höfðu tekið sér bækistöð á fljótsbakka nokkrum ,en hinum megin við fljótið var Indíánaþorp. Um nætur læddust Indíánar að hvítu mönnunum og gerðu árásir á þá. Voru Indíánar vopnaðir bogum og eitruðum örvum. Felldu þeir svo marga af gullnemunum, að fljótið dregur enn naín af þvi og er kallað Rio des Mortes (Dauðraelfur). Á þeim þremur öldum, sem síðan rru liðnar hafa ýmsir menn hætt sér inn í land Chavantes Indiána, svo scm trúboðar, landkönnunar- mcnn og kaupsýslumenn. En fáir hafa komið þaðan lifandi aftur. — Þarna var það að hinn nafntogaði brezki landkönnuður, Percy Faw- cett, hvarf árið 1920 og hefur ekk- ert spurzt til hans síðan. Gengu fyrst miklar kynjasögur um hvarf hans og var meðai anriars _-agt að hefí: eid-n íhcca hcnum aftur, heldur ger; Ha&n a3 höfðingja sínum. En nú þykir nokk- urn veginn víst að Indíánar hafi drepið hann hjá Culuenu-ánni, sem er um 40 mílum lengra inni í skóg- inum heldur en Rio des Mortes. Maður er nefndur Candido Ron- don og er hershöfðingi. Hann er af Indíána ættum og er nú 87 ára að aldri. Þegar um aldamótin var hann orðinn nafnkunnur i heima- landi sínu fyrir ferðir sinar ura frumskógana og þekkingu á Ama- zon-Iandinu, og það var hann, sem fenginn var til þess að fylgja Theor dor Roosevelt Bandaríkjaforseta inn í frumskógana. Meðan Rondon var á bezta skeiði var hann í setuliði inni í miðri Brazilíu og gafst honum þá gott tækifæri til þess að kynnast því hvernig hvítir menn komu fram við Chavantes og aðra Indíána- flokka. Reglan var sú að skjóta hispurslaust hvern Indíána, sem sást, alveg eins og þeir væri villu- dýr. Þetta hafði auðvitað ekki góð- ar afleiðingar, því að Indiánarnir reyndu að gjalda hvítum mönnum i sömu mynt, og það var ekki hægt að nema landið fyrir ófriði þeirra. Rondon stakk þvi upp á þvi að breyta um sið og koma mannlega fram við Indíána. Og til þess að sýna að þeir mundu taka því vel, fór hann einn sins liðs og óvopn- aður inn í frumskógana á fund þeirra. Það var í raun og veru krafta- verk að hann skyldi koma hfandi úr þeirri för. Tvisvar var liann *eéur cg þorstj æUað: aó ut si vií ha-ur. bví g5 hznr. þcrót tklr að drekka ta'ð Vatn, er h'aön fanp. I skóginum, óttaðist að það væri ban- vænt. Eftir tvo mánuði kom hami aftur og var þá varla annað en bein og skinn. En hann var jafn viss um það og áður að bezta aðferðin við Indíána væri sú að koma mannúð- lega fram við þá. „Fram að þessu hafa þeir ekkert annað af okkur að segja en að við skjótum á þá“, sagði hann. „Við skulum breyta til og sýna þeim að við höfum annað handa þeim en kúlur.“ Hann hóf nú allsherjar barállu fyrir málstað Indíánanna. — Hann ferðaðist og flutti fyrirlestra, stofn- aði félög og sýndi mönnum fram á, að í landi Indíánanna væri mikil auðæfi fólgin í jörðu. Sjálfur haíði hann fundið þar demanta, járn- námur og manganesc. En það gengur allt seinna en scgir i Suður-Ameríku- Og það var ckki fyr en í byrjun seinni heims- styrjaldarinnar að Rondon vai'ð nokkuð ágengt. Þá gerði stjórnin út leiðangur inn í land Chavantes Indíána og var honum fahn for- usta þess leiðangurs. Jafnframt skipaði stjórnin svo fyrir, að aldrei mætti skjóta á Indíána. í þessum leiðangri voru 50 her- menn, jarðfræðingar og vegagerð- armenn. Þeir voru fimm vikur á leiðinni til Rio des Mortes. Á bökk- um fljótsins byrjuðu þeir á því að fella skóg og byggja sér hús og var þarna brátt komið dálitið þorp. — Þeir komu þarna upp loftskeyta- stöð og gerðu þar flugvöll fyrir litlar flugvélar. En eftir sex mán- uði voru 23 menn dauðir. Sumir höfðu iátizt úr hitasótt, eitruð skor- dýr höfðu bitið aðra til bana, krókó -dílar höfðu drepið nokkra. Þegar þetta fréttist til Rio, þófust æsing- ar miklar gegn Rondon. Stjórnin skipaði honum að hverfa heim, en liann ncitaði áð hlýða. Ay| ] -m tíni3nii bsir voíu þsm^, vcíu Cþe'^.ts; I:;4:ir.2r s fljótsbaJcHsnym og gdfu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.